„Nóg komið af því að við séum látin éta skít“ Una Sighvatsdóttir skrifar 6. mars 2016 12:45 Landbúnaðarráðherra undirritaði nýja búvörusamninga ríkisins við Bændasamtök Íslands í lok febrúar, en bændur munu sjálfir greiða atkvæði um samningana rafrænt á næstu vikum. Samningarnir eru umdeildir, einnig meðal bænda. Sigríður Jónsdóttir, sauðfjárbóndi í Arnarholti á Suðurlandi ræddi við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi í morgun. Hún sagðist óttast afleiðingar þess hluta samningsins sem snýr að starfsskilyrðum sauðfjárræktar. Hann geti leitt til þess að sauðfjárframleiðsla stóraukist á skömmum tíma langt umfram það sem efni standa til.Erlendir markaðir notaðir sem gulrót „Við erum að framleiða meira en við ættum að gera. Við flytjum út dálítið af kjöti og það er í sjálfu sér ágætt en við fáum frekar lágt verð fyrir útflutning. Og það er einmitt verið að veifa því sem gulrót framan í kjósendur þessa samnings að það séu stóraukin tækifæri í auknum útflutningi og að við getum fengið mikið hærra verð, en þetta eru nú ræður sem við höfum heyrt áður. Það er allur heimurinn að reyna að komast inn á þessa markaði og þetta eru bara leyfi ég mér að segja blekkingar." Sigríður segir þetta mikið hagsmunamál fyrir allt íslenskt samfélag. „Ef við erum að framleiða meira en við í rauninni getum selt á móti þá sköðumst við á því, við fáum ekki tekjur. Til skemmri tíma myndi framleiðslan aukast mjög mikið og því myndi fylgja gríðarlegt verðfall fyrir okkur." Hún bendir á að lambakjötsframleiðslan fyrir erlenda markaði yrði þar að auki ríkisstyrkt með nákvæmlega sama hætti og íslenskir neytendur kaupi úti í búð. Ekki sé hægt að bjóða fólki upp á slíkt kerfi.Tap fyrir alla í greininni Sigríður segir að bændur megi ekki láta blekkjast af vonum um skammtímagróða því til lengri tíma litið þýði samningarnir tap fyrir alla í greininni. „Ég hvet sauðfjárbændur til að skoða þetta mál kirfilega og fella þetta. Þetta má ekki gerast svona og þær röksemdir að við verðum að standa saman og treysta forystunni, þær bara gilda ekki í þessu sambandi. Ég held að það sé alveg komið nóg af því að við séum látin éta skít.“Hlusta má á viðtalið við Sigríði í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Búvörusamningar Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Landbúnaðarráðherra undirritaði nýja búvörusamninga ríkisins við Bændasamtök Íslands í lok febrúar, en bændur munu sjálfir greiða atkvæði um samningana rafrænt á næstu vikum. Samningarnir eru umdeildir, einnig meðal bænda. Sigríður Jónsdóttir, sauðfjárbóndi í Arnarholti á Suðurlandi ræddi við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi í morgun. Hún sagðist óttast afleiðingar þess hluta samningsins sem snýr að starfsskilyrðum sauðfjárræktar. Hann geti leitt til þess að sauðfjárframleiðsla stóraukist á skömmum tíma langt umfram það sem efni standa til.Erlendir markaðir notaðir sem gulrót „Við erum að framleiða meira en við ættum að gera. Við flytjum út dálítið af kjöti og það er í sjálfu sér ágætt en við fáum frekar lágt verð fyrir útflutning. Og það er einmitt verið að veifa því sem gulrót framan í kjósendur þessa samnings að það séu stóraukin tækifæri í auknum útflutningi og að við getum fengið mikið hærra verð, en þetta eru nú ræður sem við höfum heyrt áður. Það er allur heimurinn að reyna að komast inn á þessa markaði og þetta eru bara leyfi ég mér að segja blekkingar." Sigríður segir þetta mikið hagsmunamál fyrir allt íslenskt samfélag. „Ef við erum að framleiða meira en við í rauninni getum selt á móti þá sköðumst við á því, við fáum ekki tekjur. Til skemmri tíma myndi framleiðslan aukast mjög mikið og því myndi fylgja gríðarlegt verðfall fyrir okkur." Hún bendir á að lambakjötsframleiðslan fyrir erlenda markaði yrði þar að auki ríkisstyrkt með nákvæmlega sama hætti og íslenskir neytendur kaupi úti í búð. Ekki sé hægt að bjóða fólki upp á slíkt kerfi.Tap fyrir alla í greininni Sigríður segir að bændur megi ekki láta blekkjast af vonum um skammtímagróða því til lengri tíma litið þýði samningarnir tap fyrir alla í greininni. „Ég hvet sauðfjárbændur til að skoða þetta mál kirfilega og fella þetta. Þetta má ekki gerast svona og þær röksemdir að við verðum að standa saman og treysta forystunni, þær bara gilda ekki í þessu sambandi. Ég held að það sé alveg komið nóg af því að við séum látin éta skít.“Hlusta má á viðtalið við Sigríði í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Búvörusamningar Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira