Eiginkonur og kærustur íslensku strákanna hitta þá bara einu sinni á meðan EM stendur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2016 19:28 Það er að mörgu að hyggja fyrir landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta fyrir Evrópumótið í Frakklandi í sumar. Fjölskyldur leikmanna hitta þá aðeins einu sinni á meðan EM í Frakklandi stendur. Hörður Magnússon ræddi við Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Landsliðið verður með aðsetur í Annecy, afskekktur fjallahéraði í suðaustur Frakklandi. Þrír leikir liðsins í riðlinum verða aftur á móti í St. Etienne, Marseille og París. Heimir Hallgrímsson segir að búið að sé að gera ráð fyrir einni heimsókn frá eiginkonum leikmanna eða kærustum. „Við erum búnir að ákveða dagskrána út keppnina. Það er einn dagur á meðan keppninni stendur en það er eftir leik í Marseille. Þá geta þeir verið með fjölskyldum en annars ekki," sagði Heimir í viðtalinu við Hörð. „Þess vegna er þessi leikur hér gegn Liechtenstein, þar sem liðið verður í fjóra daga hér á Íslandi, svo gríðarlega mikilvægur í undirbúningnum. Annars væru þetta fimm vikur án þess að hitta fjölskyldu og vini. Þessir fjórir dagar á Íslandi breyta öllu þessu prógrammi og létta það ansi mikið," segir Heimir en hvernig munu landsliðsþjálfararnir stjórna aðgengi að liðinu varðandi fjölmiðla og fleiri utanaðkomandi þætti? „Við reynum svolítið að stýra þessu en ég held að við gerum okkur ekki alveg grein fyrir hversu gríðarlega stórt þetta verður. Við verðum bara að undirbúa okkur eins vel og hægt er og við munum alltaf reyna að stýra þessu álagi," segir Heimir en bætir við: „Við Íslendingar erum svolítið svoleiðis að það er hægt að fara krókaleiðir að leikmönnum og að öllum. Við verðum að passa okkur á því að geta sagt nei. Það er ákveðin kúnst en við verðum bara einbeita okkur að því að undirbúa okkur fyrir leiki og vinna fótboltaleiki. Við erum að fara þangað til þess. Þó að það sé gaman að gefa af sér þá er ekki hægt að gera það endalaust," sagði Heimir. „Við völdum okkur stað í Frakklandi sem er svolítið einangraður. Það var ein af ástæðunum fyrir því að við völdum svona stað. Við viljum reyna að vera svolítið frá ys og þys og öllu þessu umhverfi sem getur verið truflandi. Við erum að fara í fyrsta skiptið og verðum að vanda okkur svolítið vel," sagði Heimir. Það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Geir heldur í vonina um að halda Lars Lagerbäck Lars Lagerbäck gæti haldið áfram sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í stað þess að hætta með liðið eftir Evrópumótið í Frakklandi í sumar eins og áður hafði verið tilkynnt. 16. febrúar 2016 08:45 Eiður Smári: Þetta er greinilega stór frétt í fótboltanum hérna Vísir ræddi við markahæsta leikmann karlalandsliðsins frá upphafi sem samdi við Molde í Noregi í dag. 12. febrúar 2016 16:45 Strákarnir mæta Dönum í mars Karlalandsliðið í fótbolta er komið með annan vináttuleik í mars. 21. janúar 2016 16:29 Hvað á að standa á rútu íslensku strákanna á EM í Frakklandi? Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er á leiðinni á Evrópumótið í Frakklandi í sumar og Knattspyrnusamband Ísland segir frá því á heimasíðu sinni að leit standi yfir að slagorði íslenska liðsins fyrir EM. 25. febrúar 2016 13:00 Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira
Það er að mörgu að hyggja fyrir landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta fyrir Evrópumótið í Frakklandi í sumar. Fjölskyldur leikmanna hitta þá aðeins einu sinni á meðan EM í Frakklandi stendur. Hörður Magnússon ræddi við Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Landsliðið verður með aðsetur í Annecy, afskekktur fjallahéraði í suðaustur Frakklandi. Þrír leikir liðsins í riðlinum verða aftur á móti í St. Etienne, Marseille og París. Heimir Hallgrímsson segir að búið að sé að gera ráð fyrir einni heimsókn frá eiginkonum leikmanna eða kærustum. „Við erum búnir að ákveða dagskrána út keppnina. Það er einn dagur á meðan keppninni stendur en það er eftir leik í Marseille. Þá geta þeir verið með fjölskyldum en annars ekki," sagði Heimir í viðtalinu við Hörð. „Þess vegna er þessi leikur hér gegn Liechtenstein, þar sem liðið verður í fjóra daga hér á Íslandi, svo gríðarlega mikilvægur í undirbúningnum. Annars væru þetta fimm vikur án þess að hitta fjölskyldu og vini. Þessir fjórir dagar á Íslandi breyta öllu þessu prógrammi og létta það ansi mikið," segir Heimir en hvernig munu landsliðsþjálfararnir stjórna aðgengi að liðinu varðandi fjölmiðla og fleiri utanaðkomandi þætti? „Við reynum svolítið að stýra þessu en ég held að við gerum okkur ekki alveg grein fyrir hversu gríðarlega stórt þetta verður. Við verðum bara að undirbúa okkur eins vel og hægt er og við munum alltaf reyna að stýra þessu álagi," segir Heimir en bætir við: „Við Íslendingar erum svolítið svoleiðis að það er hægt að fara krókaleiðir að leikmönnum og að öllum. Við verðum að passa okkur á því að geta sagt nei. Það er ákveðin kúnst en við verðum bara einbeita okkur að því að undirbúa okkur fyrir leiki og vinna fótboltaleiki. Við erum að fara þangað til þess. Þó að það sé gaman að gefa af sér þá er ekki hægt að gera það endalaust," sagði Heimir. „Við völdum okkur stað í Frakklandi sem er svolítið einangraður. Það var ein af ástæðunum fyrir því að við völdum svona stað. Við viljum reyna að vera svolítið frá ys og þys og öllu þessu umhverfi sem getur verið truflandi. Við erum að fara í fyrsta skiptið og verðum að vanda okkur svolítið vel," sagði Heimir. Það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Geir heldur í vonina um að halda Lars Lagerbäck Lars Lagerbäck gæti haldið áfram sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í stað þess að hætta með liðið eftir Evrópumótið í Frakklandi í sumar eins og áður hafði verið tilkynnt. 16. febrúar 2016 08:45 Eiður Smári: Þetta er greinilega stór frétt í fótboltanum hérna Vísir ræddi við markahæsta leikmann karlalandsliðsins frá upphafi sem samdi við Molde í Noregi í dag. 12. febrúar 2016 16:45 Strákarnir mæta Dönum í mars Karlalandsliðið í fótbolta er komið með annan vináttuleik í mars. 21. janúar 2016 16:29 Hvað á að standa á rútu íslensku strákanna á EM í Frakklandi? Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er á leiðinni á Evrópumótið í Frakklandi í sumar og Knattspyrnusamband Ísland segir frá því á heimasíðu sinni að leit standi yfir að slagorði íslenska liðsins fyrir EM. 25. febrúar 2016 13:00 Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira
Geir heldur í vonina um að halda Lars Lagerbäck Lars Lagerbäck gæti haldið áfram sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í stað þess að hætta með liðið eftir Evrópumótið í Frakklandi í sumar eins og áður hafði verið tilkynnt. 16. febrúar 2016 08:45
Eiður Smári: Þetta er greinilega stór frétt í fótboltanum hérna Vísir ræddi við markahæsta leikmann karlalandsliðsins frá upphafi sem samdi við Molde í Noregi í dag. 12. febrúar 2016 16:45
Strákarnir mæta Dönum í mars Karlalandsliðið í fótbolta er komið með annan vináttuleik í mars. 21. janúar 2016 16:29
Hvað á að standa á rútu íslensku strákanna á EM í Frakklandi? Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er á leiðinni á Evrópumótið í Frakklandi í sumar og Knattspyrnusamband Ísland segir frá því á heimasíðu sinni að leit standi yfir að slagorði íslenska liðsins fyrir EM. 25. febrúar 2016 13:00
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti