Væri draumur að mæta Brasilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2016 06:00 Hólmfríður Magnúsdóttir fagnar marki sínu á móti Dönum ásamt liðsfélögum sínum. Fréttablaðið/Jónína Guðbjörg Hólmfríður Magnúsdóttir kórónaði 4-1 stórsigur á Dönum á föstudaginn með því að skora síðasta markið og komst um leið í sögubækurnar. Hún hefur skorað fyrir A-landsliðið á hverju ári frá og með árinu 2006. „Við gátum ekki byrjað þetta betur. Það var líka mjög gott að vinna Belgíu á síðustu mínútunni. Það var extra sætt því við áttum það skilið,“ segir Hólmfríður. „Liðsheildin er frábær og það er það skemmtilega við þetta. Það eru allar með sín hlutverk á hreinu og við höfum allar sama traustið frá þjálfaranum. Það hafa allar skilað sínu hvort sem þær byrjuðu á bekknum eða voru í byrjunarliðinu,“ segir Hólmfríður. „Það er gott að hafa samkeppni og hún heldur manni á tánum. Ég hef alveg kynnst samkeppni áður og veit að maður verður bara að spýta í lófana og láta hana gera sig að betri leikmanni,“ segir Hólmfríður. Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, gerði tíu breytingar á liðinu frá sigrinum á Belgíu en liðið svaraði með stórsigri á Dönum. Danir gerðu tvær breytingar frá leiknum á undan og voru með sitt sterkasta lið.Þjálfarinn nær til allra ólíku týpanna í liðinu „Þetta sýnir líka breiddina sem er búið að vera búa til síðustu ár. Það er frábært að sjá unga leikmenn koma inn í hópinn og standa sig svona vel,“ segir Hólmfríður og hún hrósar þjálfaranum. „Það þarf að ná til okkar allra og hann gerir það þrátt fyrir að við séum mjög ólíkar týpur. Það að við séum ólíkar gerir líka hópinn betri,“ segir Hólmfríður sem er nú orðin ein af þeim elstu. „Ég finn ekkert rosalega mikið fyrir því að ég sé með þeim elstu í liðinu. Ég og Sandra (MaríaJessen) erum að skipta vinstri vængnum saman og ég hvet hana áfram og hún mig líka. Við setjum pressu á okkur að það verði alltaf að koma mark frá vinstri vængnum,“ segir Hólmfríður en þær skoruðu báðar gegn Dönum. „Við settum pressuna á okkur sjálfar fyrir mótið að við ætluðum alla leið í úrslitaleikinn og ef við förum inn í leikinn á morgun (í dag) eins og við erum búnar að fara inn í síðustu tvo þá sé ekki eitthvað lið stoppa okkur,“ segir Hólmfríður. Íslenska liðið mætir Kanada í dag í lokaleik riðilsins og þarf bara að ná í stig til að komast í úrslitaleikinn. Þar er líklegast að Brasilía bíði.Eru allar með sjálfstraust „Við höfum ekki tapað í mörgum leikjum í röð og erum allar með sjálfstraust. Við þurfum bara að klára leikinn á morgun (í dag) og það væri draumur að mæta Brasilíu í úrslitaleiknum,“ segir Hólmfríður og bætir við: „Ég hef aldrei spilað á móti Brasilíu og það er eitt af liðunum sem maður vill mæta í úrslitaleik.“ „Við ætlum að vinna riðilinn okkar í undankeppni EM og þetta eru góð fyrirheit fyrir leiki ársins. Þessir leikir hjálpa okkur vonandi að mæta vel undirbúnar fyrir leikina sem skipta máli,“ segir Hólmfríður að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir kórónaði 4-1 stórsigur á Dönum á föstudaginn með því að skora síðasta markið og komst um leið í sögubækurnar. Hún hefur skorað fyrir A-landsliðið á hverju ári frá og með árinu 2006. „Við gátum ekki byrjað þetta betur. Það var líka mjög gott að vinna Belgíu á síðustu mínútunni. Það var extra sætt því við áttum það skilið,“ segir Hólmfríður. „Liðsheildin er frábær og það er það skemmtilega við þetta. Það eru allar með sín hlutverk á hreinu og við höfum allar sama traustið frá þjálfaranum. Það hafa allar skilað sínu hvort sem þær byrjuðu á bekknum eða voru í byrjunarliðinu,“ segir Hólmfríður. „Það er gott að hafa samkeppni og hún heldur manni á tánum. Ég hef alveg kynnst samkeppni áður og veit að maður verður bara að spýta í lófana og láta hana gera sig að betri leikmanni,“ segir Hólmfríður. Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, gerði tíu breytingar á liðinu frá sigrinum á Belgíu en liðið svaraði með stórsigri á Dönum. Danir gerðu tvær breytingar frá leiknum á undan og voru með sitt sterkasta lið.Þjálfarinn nær til allra ólíku týpanna í liðinu „Þetta sýnir líka breiddina sem er búið að vera búa til síðustu ár. Það er frábært að sjá unga leikmenn koma inn í hópinn og standa sig svona vel,“ segir Hólmfríður og hún hrósar þjálfaranum. „Það þarf að ná til okkar allra og hann gerir það þrátt fyrir að við séum mjög ólíkar týpur. Það að við séum ólíkar gerir líka hópinn betri,“ segir Hólmfríður sem er nú orðin ein af þeim elstu. „Ég finn ekkert rosalega mikið fyrir því að ég sé með þeim elstu í liðinu. Ég og Sandra (MaríaJessen) erum að skipta vinstri vængnum saman og ég hvet hana áfram og hún mig líka. Við setjum pressu á okkur að það verði alltaf að koma mark frá vinstri vængnum,“ segir Hólmfríður en þær skoruðu báðar gegn Dönum. „Við settum pressuna á okkur sjálfar fyrir mótið að við ætluðum alla leið í úrslitaleikinn og ef við förum inn í leikinn á morgun (í dag) eins og við erum búnar að fara inn í síðustu tvo þá sé ekki eitthvað lið stoppa okkur,“ segir Hólmfríður. Íslenska liðið mætir Kanada í dag í lokaleik riðilsins og þarf bara að ná í stig til að komast í úrslitaleikinn. Þar er líklegast að Brasilía bíði.Eru allar með sjálfstraust „Við höfum ekki tapað í mörgum leikjum í röð og erum allar með sjálfstraust. Við þurfum bara að klára leikinn á morgun (í dag) og það væri draumur að mæta Brasilíu í úrslitaleiknum,“ segir Hólmfríður og bætir við: „Ég hef aldrei spilað á móti Brasilíu og það er eitt af liðunum sem maður vill mæta í úrslitaleik.“ „Við ætlum að vinna riðilinn okkar í undankeppni EM og þetta eru góð fyrirheit fyrir leiki ársins. Þessir leikir hjálpa okkur vonandi að mæta vel undirbúnar fyrir leikina sem skipta máli,“ segir Hólmfríður að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Sjá meira