Sjá einnig:Tyson Fury lét Conor og UFC heyra það: MMA er kjaftæði
Sigur Diaz kom nokkuð á óvart, en Íslandsvinurinn Conor fór upp um tvo þyngdarflokka fyrir bardagann. Hann átti upphaflega að mæta Rafael Dos Anjos í bardaga um heimsmeistaratitilinn í léttvigt.
John Kavanagh, þjálfari Conors og Gunnars Nelson, birti mynd af sér og Conor úr eftirpartí á Instagram-síðu sinni og sagðist ekki geta verið stoltari af litla bróður sínum. Þeir eru þó ekki bræður svo því sé haldið til haga.
„Hann kom heilli íþrótt á heimskortið og kom litlu eyjunni Írlandi á MMA-kortið. Fólk veit ekki hversu mikið hann leggur á sig,“ segir John Kavanagh.
Ever tried. Ever failed. No matter. Try Again. Fail again. Fail better.
— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) March 6, 2016
Congrats to Nate and his team on a great win.