Erlent

Rekinn úr landi vegna ummæla um Donald Trump á Facebook

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump.
Donald Trump. Vísir/EPA
Hinn 23 ára gamli Emadeldin Elsayed hefur samþykkt að yfirgefa Bandaríkin og snúa aftur til Egyptalands eftir að hafa ýjað að því að hann gæti drepið Donald Trump. Hann er nú í haldi lögreglu eftir að landvistarleyfi hans var dregið til baka, en hefur ekki verið ákærður. Fari hann frá Bandaríkjunum fyrir 5. júlí, verði hann ekki ákærður.

Elsayed birti mynd af forsetaframbjóðandanum á Facebook síðu sinni og sagðist vera tilbúinn til að sitja í fangelsi fyrir að myrða Trump. Hann sagði að heimurinn myndi þakka honum fyrir.

Samkvæmt BBC sagði Elsayed að hann hefði aldrei ætlað sér að meiða einn né neinn. Hann hefði sett myndina á netið í reiði vegna ummæla Trump um múslima.

Lögmaður hans segir að verið sé að vísa honum úr landi þar sem hann sé múslimi. Hann var í Bandaríkjunum vegna flugnáms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×