Tennisdrottning hrynur af stalli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. mars 2016 06:00 Maria Sharapova tilkynnti heiminum í fyrrakvöld að hún hefði fallið á lyfjaprófi. Hún er ein allra þekktasta íþróttakona heims. fréttablaðið/getty Maria Sharapova verður ekki skráð í sögubækurnar sem besta tenniskona heims. Hún hefur unnið fimm risamót á fimmtán ára atvinnumannaferli og tvívegis setið í efsta sæti heimslistans. En enginn vafi er á að hún er ein allra þekktasta íþróttakona heims en því til stuðnings má nefna að hún hefur undanfarin ellefu ár verið tekjuhæsta íþróttakona heims samkvæmt úttekt Forbes-tímaritsins. Það kom því íþróttaheiminum í opna skjöldu þegar hún tilkynnti í fyrrakvöld að hún hefði fallið á lyfjaprófi. Það gerði hún á blaðamannafundi sem hún hélt sjálf á hóteli í Los Angeles í Bandaríkjunum.Tók inn lyfið í áratug „Ég féll á lyfjaprófi og tek fulla ábyrgð á því,“ sagði hún hreinskilin í yfirlýsingu sinni. Umrætt efni sem varð henni að falli heitir meldóníum og staðfesti Sharapova að hún hafi tekið það inn reglulega undanfarinn áratug. „Ég byrjaði að taka lyfið árið 2006 en þá varð ég oft veik. Ég fékk flensu á tveggja ára fresti og var í hættu á að fá sykursýki vegna fjölskyldusögu minnar. Mér batnaði við að taka þetta lyf og því hélt ég því áfram,“ sagði hún á blaðamannafundinum. Játning Sharapovu vakti gríðarlega athygli. Ljóst er að hún fer í tímabundið bann þann 12. mars en refsiramminn fyrir brot hennar er frá sex mánuðum til fjögurra ára. Þeir sem þekkja til telja líklegast að hún fái tveggja ára bann en Sharapova gæti sloppið með styttri refsingu ef henni tekst að sýna fram á að hún hafi tekið inn lyfið af annarri ástæðu en að bæta frammistöðu sína.Sharapova ásamt Serenu Williams.vísir/gettyStyrktaraðilar flúðu „Það er erfitt að finna svartan blett á hennar ferli,“ sagði Nick Bolettieri, fyrrum þjálfari hennar. „En hún vill sannarlega ekki að ferli hennar ljúki á þennan máta.“ Sharapova hefur þénað rúma 3,3 milljarða króna á tennisferlinum einum saman en mun hærri upphæð með styrktar- og auglýsingasamningum. Hún hefur átt í samstarfi við Nike frá ellefu ára aldri en fyrirtækið tilkynnti strax í gær að því samstarfi væri lokið, í bili að minnsta kosti. Tag Heuer gerði slíkt hið sama en hún er einnig með samninga við Evian, Avon og Porsche. Afleiðingarnar eru því ekki aðeins miklar fyrir íþróttina, heldur hana sjálfa líka.Smellti ekki á hlekk Eins og hún sagði sjálf á blaðamannafundinum ber hún fyrst og síðast sjálf ábyrgð á lyfjainntöku sinni. Axlar hún því fulla ábyrgð af því að hafa fallið á lyfjaprófinu. „En það er mikilvægt að þið vitið að í tíu ár var lyfið ekki á bannlista. Ég tók því lyfið löglega í áratug,“ segir hún. Aðspurð um hvort hún hafi ekki fengið upplýsingar um þær breytingar sem voru gerðar á lögum um lyfjanotkun um áramótin sagði hún vissulega svo vera, en að hún hafi ekki smellt á hlekk sem fylgdi tölvupóstinum sem hún fékk þess efnis. Ekki eru allir á eitt sáttir um skýringar Sharapovu. Ein þeirra er Jennifer Capriati, sigurvegari á þremur stórmótum og gullverðlaunahafi á Ólympíuleikum. „Ef þetta lyf hefði hjálpað mér að koma aftur til baka, hefðu allir verið sáttir við það? Það er mín skoðun að ef þetta er allt saman rétt þá ætti að taka af henni alla titla. Þetta snýst ekki bara um hana,“ sagði Capriati. Tennis Tengdar fréttir Telur að Sharapova muni spila í Ríó Yfirmaður rússneska tennissambandsins segir að yfirvofandi bann Mariu Sharapova sé bull. 8. mars 2016 13:00 Fallið hátt fyrir Sharapovu sem er tekjuhæst allra íþróttakvenna Rússneska tennisdrottningin nú þegar búin að missa risastóran styrktaraðila. 8. mars 2016 09:45 Svona greindi Sharapova frá lyfjaprófinu | Myndband Tekjuhæsta íþróttakona heims síðustu árin opinberaði í gær að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 8. mars 2016 08:21 Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð Sá fáheyrði atburður gerðist í kvöld að íþróttamaður axlaði ábyrgð eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 22:44 Sharapova átti hugsanlega að vita betur Guðjón Guðmundsson ræðir við Birgi Sverrisson hjá Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ um Mariu Sharapovu. 8. mars 2016 19:15 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Sjá meira
Maria Sharapova verður ekki skráð í sögubækurnar sem besta tenniskona heims. Hún hefur unnið fimm risamót á fimmtán ára atvinnumannaferli og tvívegis setið í efsta sæti heimslistans. En enginn vafi er á að hún er ein allra þekktasta íþróttakona heims en því til stuðnings má nefna að hún hefur undanfarin ellefu ár verið tekjuhæsta íþróttakona heims samkvæmt úttekt Forbes-tímaritsins. Það kom því íþróttaheiminum í opna skjöldu þegar hún tilkynnti í fyrrakvöld að hún hefði fallið á lyfjaprófi. Það gerði hún á blaðamannafundi sem hún hélt sjálf á hóteli í Los Angeles í Bandaríkjunum.Tók inn lyfið í áratug „Ég féll á lyfjaprófi og tek fulla ábyrgð á því,“ sagði hún hreinskilin í yfirlýsingu sinni. Umrætt efni sem varð henni að falli heitir meldóníum og staðfesti Sharapova að hún hafi tekið það inn reglulega undanfarinn áratug. „Ég byrjaði að taka lyfið árið 2006 en þá varð ég oft veik. Ég fékk flensu á tveggja ára fresti og var í hættu á að fá sykursýki vegna fjölskyldusögu minnar. Mér batnaði við að taka þetta lyf og því hélt ég því áfram,“ sagði hún á blaðamannafundinum. Játning Sharapovu vakti gríðarlega athygli. Ljóst er að hún fer í tímabundið bann þann 12. mars en refsiramminn fyrir brot hennar er frá sex mánuðum til fjögurra ára. Þeir sem þekkja til telja líklegast að hún fái tveggja ára bann en Sharapova gæti sloppið með styttri refsingu ef henni tekst að sýna fram á að hún hafi tekið inn lyfið af annarri ástæðu en að bæta frammistöðu sína.Sharapova ásamt Serenu Williams.vísir/gettyStyrktaraðilar flúðu „Það er erfitt að finna svartan blett á hennar ferli,“ sagði Nick Bolettieri, fyrrum þjálfari hennar. „En hún vill sannarlega ekki að ferli hennar ljúki á þennan máta.“ Sharapova hefur þénað rúma 3,3 milljarða króna á tennisferlinum einum saman en mun hærri upphæð með styrktar- og auglýsingasamningum. Hún hefur átt í samstarfi við Nike frá ellefu ára aldri en fyrirtækið tilkynnti strax í gær að því samstarfi væri lokið, í bili að minnsta kosti. Tag Heuer gerði slíkt hið sama en hún er einnig með samninga við Evian, Avon og Porsche. Afleiðingarnar eru því ekki aðeins miklar fyrir íþróttina, heldur hana sjálfa líka.Smellti ekki á hlekk Eins og hún sagði sjálf á blaðamannafundinum ber hún fyrst og síðast sjálf ábyrgð á lyfjainntöku sinni. Axlar hún því fulla ábyrgð af því að hafa fallið á lyfjaprófinu. „En það er mikilvægt að þið vitið að í tíu ár var lyfið ekki á bannlista. Ég tók því lyfið löglega í áratug,“ segir hún. Aðspurð um hvort hún hafi ekki fengið upplýsingar um þær breytingar sem voru gerðar á lögum um lyfjanotkun um áramótin sagði hún vissulega svo vera, en að hún hafi ekki smellt á hlekk sem fylgdi tölvupóstinum sem hún fékk þess efnis. Ekki eru allir á eitt sáttir um skýringar Sharapovu. Ein þeirra er Jennifer Capriati, sigurvegari á þremur stórmótum og gullverðlaunahafi á Ólympíuleikum. „Ef þetta lyf hefði hjálpað mér að koma aftur til baka, hefðu allir verið sáttir við það? Það er mín skoðun að ef þetta er allt saman rétt þá ætti að taka af henni alla titla. Þetta snýst ekki bara um hana,“ sagði Capriati.
Tennis Tengdar fréttir Telur að Sharapova muni spila í Ríó Yfirmaður rússneska tennissambandsins segir að yfirvofandi bann Mariu Sharapova sé bull. 8. mars 2016 13:00 Fallið hátt fyrir Sharapovu sem er tekjuhæst allra íþróttakvenna Rússneska tennisdrottningin nú þegar búin að missa risastóran styrktaraðila. 8. mars 2016 09:45 Svona greindi Sharapova frá lyfjaprófinu | Myndband Tekjuhæsta íþróttakona heims síðustu árin opinberaði í gær að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 8. mars 2016 08:21 Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð Sá fáheyrði atburður gerðist í kvöld að íþróttamaður axlaði ábyrgð eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 22:44 Sharapova átti hugsanlega að vita betur Guðjón Guðmundsson ræðir við Birgi Sverrisson hjá Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ um Mariu Sharapovu. 8. mars 2016 19:15 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Sjá meira
Telur að Sharapova muni spila í Ríó Yfirmaður rússneska tennissambandsins segir að yfirvofandi bann Mariu Sharapova sé bull. 8. mars 2016 13:00
Fallið hátt fyrir Sharapovu sem er tekjuhæst allra íþróttakvenna Rússneska tennisdrottningin nú þegar búin að missa risastóran styrktaraðila. 8. mars 2016 09:45
Svona greindi Sharapova frá lyfjaprófinu | Myndband Tekjuhæsta íþróttakona heims síðustu árin opinberaði í gær að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 8. mars 2016 08:21
Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð Sá fáheyrði atburður gerðist í kvöld að íþróttamaður axlaði ábyrgð eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 22:44
Sharapova átti hugsanlega að vita betur Guðjón Guðmundsson ræðir við Birgi Sverrisson hjá Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ um Mariu Sharapovu. 8. mars 2016 19:15