Diaz hrósar Conor: Mér finnst hann frábær Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. mars 2016 12:30 Nate Diaz fór illa með Conor McGregor. vísir/getty Nate Diaz gerði sér lítið fyrir og þaggaði niður í Íslandsvininum Conor McGregor um síðustu helgi, en Bandaríkjamaðurinn hengdi Írann í UFC-bardaga þeirra. Eins og alltaf reif Conor mikinn kjaft í aðdraganda bardagans og Diaz reyndi að halda í við írska vélbyssukjaftinn, oftast án árangurs. Þrátt fyrir allt sem var sagt er Diaz mjög ánægður með það sem Conor er að gera fyrir UFC en hann er orðinn skærasta stjarna bardagaheimsins og fékk fyrstur manna eina milljón dollara fyrir að berjast um síðustu helgi. „Mér finnst hann frábær,“ segir Diaz í viðtali við Fox Sports. „Fullt af því sem hann segir hef ég sagt áður eða mér hefur dottið í hug að segja. Það gerir mig reiðan en hann kom þessu á framfæri og er að standa sig vel. Sem bardagaáhugamaður er þetta sem ég vill sjá. Hann kemur inn með flotta hluti og tólk tekur eftir þessu,“ segir Diaz. Bandaríkjamaðurinn er ekki bara ánægður með Conor utan búrsins heldur einnig bardagastíl Írans. „Nú til dags eru allir glímumenn eða í crossfit. Það er ekkert gaman og alls er ekkert töff. Þegar það róast koma mennirnir úr blönduðu bardagalistunum og afgreiða þetta fólk. Ég fíla það sem Conor er að gera,“ segir Diaz. Conor fór upp um tvo þyngdarflokka í veltivigt til að berjast við Diaz sem sjálfur fór upp um einn þyngdarflokk. Það gekk öllu betur hjá Diaz. „Þetta eru blandaðar bardagalistir. Menn eiga að vera klárir í að mæta öllum hvenær sem er. Ég hef sjálfur reynt að fara upp um flokk því ég berst við hvern sem er,“ segir hann. „Conor mun standa sig frábærlega en bara ekki á móti mér. Ég fór líka upp um þyngdarflokk og mér leið vel. Honum á eftir að líða vel líka,“ segir Nate Diaz. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Nate Diaz Has Given By Far The Most Honest Interview Of Any Of...Nate Diaz Has Given By Far The Most Honest Interview Of Any Of Conor McGregor's Opponents #Respect #UFC196Posted by The Fighting Irish - UFC on Tuesday, March 8, 2016 MMA Tengdar fréttir Þjálfari Conors: Gæti ekki verið stoltari John Kavanagh, þjálfari Conors McGregor og Gunnars Nelson, segir engan hafa hugmynd um hversu mikið Conor McGregor leggur á sig. 7. mars 2016 14:00 Tyson Fury lét Conor og UFC heyra það: MMA er kjaftæði Þungavigtarmeistarinn í hnefaleikum segir að Conor McGregor hafi gefist of fljótt upp. 7. mars 2016 07:45 Horfði frekar á klám en bardaga Conor og Diaz Brasilíumaðurinn og fyrrum heimsmeistarinn í fjaðurvigt, Jose Aldo, mátti ekkert vera að því að horfa á bardaga Conor McGregor og Nate Diaz um síðustu helgi. 7. mars 2016 23:15 Conor ætlar að þagga niður í Aldo: „Meistarar fagna ekki sigri annars manns“ Conor McGregor íhugar að fara aftur niður í fjaðurvigtina og rota Jose Aldo aftur eftir að Brasilíumaðurinn fagnaði sigri Nate Diaz. 7. mars 2016 12:30 Conor hrynur niður styrkleikalistann hjá UFC Conor McGregor fellur um alls fimm sæti á pund fyrir pund lista UFC eftir tapið fyrir Nate Diaz um síðustu helgi. 8. mars 2016 23:15 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Sjá meira
Nate Diaz gerði sér lítið fyrir og þaggaði niður í Íslandsvininum Conor McGregor um síðustu helgi, en Bandaríkjamaðurinn hengdi Írann í UFC-bardaga þeirra. Eins og alltaf reif Conor mikinn kjaft í aðdraganda bardagans og Diaz reyndi að halda í við írska vélbyssukjaftinn, oftast án árangurs. Þrátt fyrir allt sem var sagt er Diaz mjög ánægður með það sem Conor er að gera fyrir UFC en hann er orðinn skærasta stjarna bardagaheimsins og fékk fyrstur manna eina milljón dollara fyrir að berjast um síðustu helgi. „Mér finnst hann frábær,“ segir Diaz í viðtali við Fox Sports. „Fullt af því sem hann segir hef ég sagt áður eða mér hefur dottið í hug að segja. Það gerir mig reiðan en hann kom þessu á framfæri og er að standa sig vel. Sem bardagaáhugamaður er þetta sem ég vill sjá. Hann kemur inn með flotta hluti og tólk tekur eftir þessu,“ segir Diaz. Bandaríkjamaðurinn er ekki bara ánægður með Conor utan búrsins heldur einnig bardagastíl Írans. „Nú til dags eru allir glímumenn eða í crossfit. Það er ekkert gaman og alls er ekkert töff. Þegar það róast koma mennirnir úr blönduðu bardagalistunum og afgreiða þetta fólk. Ég fíla það sem Conor er að gera,“ segir Diaz. Conor fór upp um tvo þyngdarflokka í veltivigt til að berjast við Diaz sem sjálfur fór upp um einn þyngdarflokk. Það gekk öllu betur hjá Diaz. „Þetta eru blandaðar bardagalistir. Menn eiga að vera klárir í að mæta öllum hvenær sem er. Ég hef sjálfur reynt að fara upp um flokk því ég berst við hvern sem er,“ segir hann. „Conor mun standa sig frábærlega en bara ekki á móti mér. Ég fór líka upp um þyngdarflokk og mér leið vel. Honum á eftir að líða vel líka,“ segir Nate Diaz. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Nate Diaz Has Given By Far The Most Honest Interview Of Any Of...Nate Diaz Has Given By Far The Most Honest Interview Of Any Of Conor McGregor's Opponents #Respect #UFC196Posted by The Fighting Irish - UFC on Tuesday, March 8, 2016
MMA Tengdar fréttir Þjálfari Conors: Gæti ekki verið stoltari John Kavanagh, þjálfari Conors McGregor og Gunnars Nelson, segir engan hafa hugmynd um hversu mikið Conor McGregor leggur á sig. 7. mars 2016 14:00 Tyson Fury lét Conor og UFC heyra það: MMA er kjaftæði Þungavigtarmeistarinn í hnefaleikum segir að Conor McGregor hafi gefist of fljótt upp. 7. mars 2016 07:45 Horfði frekar á klám en bardaga Conor og Diaz Brasilíumaðurinn og fyrrum heimsmeistarinn í fjaðurvigt, Jose Aldo, mátti ekkert vera að því að horfa á bardaga Conor McGregor og Nate Diaz um síðustu helgi. 7. mars 2016 23:15 Conor ætlar að þagga niður í Aldo: „Meistarar fagna ekki sigri annars manns“ Conor McGregor íhugar að fara aftur niður í fjaðurvigtina og rota Jose Aldo aftur eftir að Brasilíumaðurinn fagnaði sigri Nate Diaz. 7. mars 2016 12:30 Conor hrynur niður styrkleikalistann hjá UFC Conor McGregor fellur um alls fimm sæti á pund fyrir pund lista UFC eftir tapið fyrir Nate Diaz um síðustu helgi. 8. mars 2016 23:15 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Sjá meira
Þjálfari Conors: Gæti ekki verið stoltari John Kavanagh, þjálfari Conors McGregor og Gunnars Nelson, segir engan hafa hugmynd um hversu mikið Conor McGregor leggur á sig. 7. mars 2016 14:00
Tyson Fury lét Conor og UFC heyra það: MMA er kjaftæði Þungavigtarmeistarinn í hnefaleikum segir að Conor McGregor hafi gefist of fljótt upp. 7. mars 2016 07:45
Horfði frekar á klám en bardaga Conor og Diaz Brasilíumaðurinn og fyrrum heimsmeistarinn í fjaðurvigt, Jose Aldo, mátti ekkert vera að því að horfa á bardaga Conor McGregor og Nate Diaz um síðustu helgi. 7. mars 2016 23:15
Conor ætlar að þagga niður í Aldo: „Meistarar fagna ekki sigri annars manns“ Conor McGregor íhugar að fara aftur niður í fjaðurvigtina og rota Jose Aldo aftur eftir að Brasilíumaðurinn fagnaði sigri Nate Diaz. 7. mars 2016 12:30
Conor hrynur niður styrkleikalistann hjá UFC Conor McGregor fellur um alls fimm sæti á pund fyrir pund lista UFC eftir tapið fyrir Nate Diaz um síðustu helgi. 8. mars 2016 23:15