Þann 5. mars næstkomandi mun Conor mæta léttvigtarmeistaranum Rafael dos Anjos í titilbardaga. Hafi Conor betur þá verður hann heimsmeistari í tveim þyngdarflokkum.
Írinn hefur æft vel síðustu vikur í Dublin og meðal annars með Gunnari Nelson sem skellti sér yfir til Írlands til þess að hjálpa vini sínum.
Þetta verður risakvöld í UFC því í næststærsta bardaga kvöldsins mun Holly Holm verja sinn titil gegn Miesha Tate. Það verður fyrsti bardagi Holm síðan hún rotaði Rondu Rousey.