Óvinur nr. 1 - Bændur Einar Freyr Elínarson skrifar 22. febrúar 2016 15:58 Nú keppast kapítalistar landsins af mikilli ákefð við að rakka niður nýja búvörusamninga. Ýmsum tölum er slegið upp og þær settar í samhengi við hina ýmsu hluti; landsspítala, Icesave samninga o.s.fr. Að sjálfsögðu minnist enginn þessarra frjálshyggjujöfra á það að flest öll lönd heimsins styðji við sinn landbúnað að sama skapi. Nei, þeir eru komnir til þess að sýna bjánum annarra landa hvernig gera skuli hlutina. Enginn þeirra hefur almennilega útskýrt hvernig hin séríslenska landbúnaðarlausn eigi að virka. Sjálfsagt er hugsunin sú að matvæli verði að mestu flutt inn. Einhversstaðar verði þó hægt að kaupa krúttlega íslenska mjólk og lambakjöt í kjörbúðum. Það er hins vegar enginn þeirra nógu djarfur til þess að segja hlutina hreint út. Hvað veldur? Það sem þeir segja ekki er að ef ekki væri fyrir þessa samninga þá væri matvöruverð einfaldlega þeim mun hærra út í búð. En þetta er kerfið sem við og önnur skynsöm ríki veljum til þess að tryggja matvælaframleiðslu. Mörgum kollega minna sárnar, eðlilega, að bændur séu nú málaðir sem afætur íslenskra neytenda. Sér í lagi svíður það að stórkapítalistarnir í Samtökum verslunar og þjónustu og Félagi Atvinnurekenda ásaki aðra um að maka krókinn. Það er svolítið eins og ef að ákveðinn stjörnulögfræðingur færi að ásaka einhvern annan um perraskap. Gróf líking já - en á því miður fullkomlega við.Hvað vilja bændur? Í nýjum samningum er auknu fjármagni veitt í landbúnaðinn, m.v. eldri samning. Ein ástæða þess er sú að bændur tóku á sig skerðingar í kjölfar hrunsins, eins og margir aðrir þjóðfélagshópar. Önnur ástæðan er sú að auknar aðbúnaðarkröfur þýða að margir þurfa að fara í dýrar ráðstafanir til þess að uppfylla kröfurnar. Bændur vilja breytingar á kerfinu. Verið er að hverfa frá dýru greiðslumarkskerfi sem vonandi verður til þess að laun bændanna enda í þeirra vasa en ekki hjá bankanum. Bændur stefna á aukna hagræðingu og sú hagræðing skilar sér svo í vasa neytenda og bænda. Bændur vilja halda áfram að framleiða góð matvæli sem uppfylla strangar kröfur um heilnæmi.Hvað vill verslunin? Verslunin vill bjóða neytendum upp á fjölbreytt vöruúrval, sem er mikilvægt. Það efast enginn um það að verslunin vilji gera vel við sína viðskiptavini, það vilja flestir góðir kaupmenn. En hvað er það sem raunverulega drífur verslunina. Er það ekki gróðahyggjan? Í nýlegri skýrslu sem Bændasamtökin létu vinna kom það bersýnilega í ljós hvað verslunin hugsar fyrst og fremst um og svarar þessarri spurningu. Ætla íslenskir neytendur að treysta þeim sem mest græða til að sjá um þeirra hagsmuni? Er það málið? Það eru skilaboðin sem streyma frá versluninni. Treystið okkur. Vantreystið bændum. Þeir maka bara krókinn. Það á greinilega að sannreyna það að ef sama lygin er sögð nógu oft að þá fer fólk að trúa henni. En það breytir því ekki að þetta er kjaftæði. Ef verslunin vill tala á þessum nótum þá svörum við í sama tón. Ungir bændur eru óhræddir við þann söng. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Búvörusamningar Einar Freyr Elínarson Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú keppast kapítalistar landsins af mikilli ákefð við að rakka niður nýja búvörusamninga. Ýmsum tölum er slegið upp og þær settar í samhengi við hina ýmsu hluti; landsspítala, Icesave samninga o.s.fr. Að sjálfsögðu minnist enginn þessarra frjálshyggjujöfra á það að flest öll lönd heimsins styðji við sinn landbúnað að sama skapi. Nei, þeir eru komnir til þess að sýna bjánum annarra landa hvernig gera skuli hlutina. Enginn þeirra hefur almennilega útskýrt hvernig hin séríslenska landbúnaðarlausn eigi að virka. Sjálfsagt er hugsunin sú að matvæli verði að mestu flutt inn. Einhversstaðar verði þó hægt að kaupa krúttlega íslenska mjólk og lambakjöt í kjörbúðum. Það er hins vegar enginn þeirra nógu djarfur til þess að segja hlutina hreint út. Hvað veldur? Það sem þeir segja ekki er að ef ekki væri fyrir þessa samninga þá væri matvöruverð einfaldlega þeim mun hærra út í búð. En þetta er kerfið sem við og önnur skynsöm ríki veljum til þess að tryggja matvælaframleiðslu. Mörgum kollega minna sárnar, eðlilega, að bændur séu nú málaðir sem afætur íslenskra neytenda. Sér í lagi svíður það að stórkapítalistarnir í Samtökum verslunar og þjónustu og Félagi Atvinnurekenda ásaki aðra um að maka krókinn. Það er svolítið eins og ef að ákveðinn stjörnulögfræðingur færi að ásaka einhvern annan um perraskap. Gróf líking já - en á því miður fullkomlega við.Hvað vilja bændur? Í nýjum samningum er auknu fjármagni veitt í landbúnaðinn, m.v. eldri samning. Ein ástæða þess er sú að bændur tóku á sig skerðingar í kjölfar hrunsins, eins og margir aðrir þjóðfélagshópar. Önnur ástæðan er sú að auknar aðbúnaðarkröfur þýða að margir þurfa að fara í dýrar ráðstafanir til þess að uppfylla kröfurnar. Bændur vilja breytingar á kerfinu. Verið er að hverfa frá dýru greiðslumarkskerfi sem vonandi verður til þess að laun bændanna enda í þeirra vasa en ekki hjá bankanum. Bændur stefna á aukna hagræðingu og sú hagræðing skilar sér svo í vasa neytenda og bænda. Bændur vilja halda áfram að framleiða góð matvæli sem uppfylla strangar kröfur um heilnæmi.Hvað vill verslunin? Verslunin vill bjóða neytendum upp á fjölbreytt vöruúrval, sem er mikilvægt. Það efast enginn um það að verslunin vilji gera vel við sína viðskiptavini, það vilja flestir góðir kaupmenn. En hvað er það sem raunverulega drífur verslunina. Er það ekki gróðahyggjan? Í nýlegri skýrslu sem Bændasamtökin létu vinna kom það bersýnilega í ljós hvað verslunin hugsar fyrst og fremst um og svarar þessarri spurningu. Ætla íslenskir neytendur að treysta þeim sem mest græða til að sjá um þeirra hagsmuni? Er það málið? Það eru skilaboðin sem streyma frá versluninni. Treystið okkur. Vantreystið bændum. Þeir maka bara krókinn. Það á greinilega að sannreyna það að ef sama lygin er sögð nógu oft að þá fer fólk að trúa henni. En það breytir því ekki að þetta er kjaftæði. Ef verslunin vill tala á þessum nótum þá svörum við í sama tón. Ungir bændur eru óhræddir við þann söng.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun