Íslandsbanki hefur fært virði eigin fjár Borgunar í reikningum sínum upp um 5,4 milljarða króna vegna sölu Visa Europe Ltd. til Visa Inc sem tilkynnt var um í nóvember. Þetta kemur fram í ársreikningi bankans fyrir árið 2015.
Fram kemur í ársreikningnum að salan muni líklega koma til með að ganga eftir á öðrum ársfjórðungi þessa árs.
Vísir greindi frá því í morgun að hagnaður Íslandsbanka eftir skatta var 20,6 milljarðar á síðasta ári, samanborið við 22,7 milljarða króna árið 2014. Í tilkynningu segir að munurinn liggi að stærstu leyti í einskiptisliðum og styrkingu íslensku krónunnar. Arðsemi eigin fjár var 10,8 prósent samanborið við 12,8 próent árið 2014.
