Lausn á vanda Oddný G. Harðardóttir skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Það sem opinberar tölur segja okkur í augnablikinu er að það sé mjög lítið svigrúm fyrir stóraukna opinbera fjárfestingu. Að minnsta kosti þyrfti þá með einhverjum hætti að búa það svigrúm til,“ sagði fjármálaráðherra í sérstökum umræðum á Alþingi um þörf fyrir innviðauppbyggingu hér á landi. Um 80.000 manns hafa nú krafist þess með undirskrift sinni að auknum fjármunum verði veitt til heilbrigðiskerfisins. Kallað er á auknar vegaframkvæmdir og uppbyggingu á ferðamannastöðum úr öllum áttum og að löggæslu þurfi einnig að bæta. Gæta þurfi öryggis bæði íbúa og ferðamanna í senn. Fleiri ferðamenn hér á landi auka á álag á heilbrigðiskerfið en álagið er of mikið fyrir. Fjármunir sem ferðamennska skilar í ríkiskassann duga ekki til. Fjármálaráðherrann segir að ef mæta eigi þessum kröfum þurfi að gera ráðstafanir og búa til svigrúm fyrir þær í ríkisrekstrinum. „Þetta svigrúm væri auðvitað hægt að skapa með því að draga saman í rekstri ríkisins en ég sé ekki mikla samstöðu um það á þinginu að draga reksturinn mjög saman þannig að þetta svigrúm verði til staðar,“ sagði ráðherrann í umræðunum um innviðauppbygginguna. Ef setja á aukna fjármuni í heilbrigðiskerfið, vegakerfið og löggæslu við þær aðstæður sem nú eru uppi í hagkerfinu okkar þarf annað tveggja að koma til; niðurskurður í ríkisrekstri eins og fjármálaráðherrann bendir á eða auknar tekjur. En þá leið nefndi ráðherrann ekki og segir ekkert hægt að gera nema hugsanlega að kaupa nýja þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna og nýja Vestmannaeyjaferju. Þær fjárfestingar auki ekki fjármuni í umferð hér á landi enda verslað við útlönd.Færi langt með að mæta þörfinni Skoðum þetta aðeins betur. Ef hægristjórnin tæki til baka lækkun á veiðigjöldum og lækkun tekjuskatts sem hún hefur staðið fyrir á kjörtímabilinu þá færi það langt með að mæta þörfinni fyrir uppbyggingu. Lækkun á veiðigjöldunum nemur um 6 milljarða tekjuskerðingu ríkissjóðs á ári og tekjuskattslækkunin sú síðasta sem gagnast þeim með lægstu launin ekkert, nemur um 11 milljörðum á ári þegar að hún er að fullu komin til framkvæmda. Auk þess blasir við að þeir sem nýta sér ferðaþjónustu ættu að greiða virðisaukaskatt í almennu þrepi en gera ekki. Hægristjórnin vill að ferðamenn fái afslátt af neysluskatti. Slíkur skattaafsláttur getur verið réttlætanlegur fyrir sprotaatvinnugrein sem vantar aðstoð til að vaxa. Það er ferðaþjónustan ekki. Ferðaþjónustan hér á landi er svo stór atvinnugrein að hún toppar sjávarútveg í gjaldeyristekjum og fjöldi ferðamanna er meiri en við virðumst ráða fyllilega við. Ef við værum að innheimta jafn há veiðigjöld og vinstristjórnin ákvað á síðasta kjörtímabili, tekjuskattsþrepum hefði ekki verið fækkað og ef ferðaþjónustan innheimti virðisaukaskatt af sínum viðskiptavinum eins og almennt gerist hjá öðrum þjónustufyrirtækjum í landinu, gætum við haldið við vegum með sómasamlegum hætti og bætt heilbrigðiskerfið, löggæsluna og jafnvel skólana svo um munaði. Það skiptir máli hverjir stjórna. Fyrir þá sem vilja heyra meira er hér slóð með allri umræðu um innviðauppbygginguna á Alþingi (stendur yfir í 30 mín.). Málshefjandi var Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar.https://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20160217T154956 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það sem opinberar tölur segja okkur í augnablikinu er að það sé mjög lítið svigrúm fyrir stóraukna opinbera fjárfestingu. Að minnsta kosti þyrfti þá með einhverjum hætti að búa það svigrúm til,“ sagði fjármálaráðherra í sérstökum umræðum á Alþingi um þörf fyrir innviðauppbyggingu hér á landi. Um 80.000 manns hafa nú krafist þess með undirskrift sinni að auknum fjármunum verði veitt til heilbrigðiskerfisins. Kallað er á auknar vegaframkvæmdir og uppbyggingu á ferðamannastöðum úr öllum áttum og að löggæslu þurfi einnig að bæta. Gæta þurfi öryggis bæði íbúa og ferðamanna í senn. Fleiri ferðamenn hér á landi auka á álag á heilbrigðiskerfið en álagið er of mikið fyrir. Fjármunir sem ferðamennska skilar í ríkiskassann duga ekki til. Fjármálaráðherrann segir að ef mæta eigi þessum kröfum þurfi að gera ráðstafanir og búa til svigrúm fyrir þær í ríkisrekstrinum. „Þetta svigrúm væri auðvitað hægt að skapa með því að draga saman í rekstri ríkisins en ég sé ekki mikla samstöðu um það á þinginu að draga reksturinn mjög saman þannig að þetta svigrúm verði til staðar,“ sagði ráðherrann í umræðunum um innviðauppbygginguna. Ef setja á aukna fjármuni í heilbrigðiskerfið, vegakerfið og löggæslu við þær aðstæður sem nú eru uppi í hagkerfinu okkar þarf annað tveggja að koma til; niðurskurður í ríkisrekstri eins og fjármálaráðherrann bendir á eða auknar tekjur. En þá leið nefndi ráðherrann ekki og segir ekkert hægt að gera nema hugsanlega að kaupa nýja þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna og nýja Vestmannaeyjaferju. Þær fjárfestingar auki ekki fjármuni í umferð hér á landi enda verslað við útlönd.Færi langt með að mæta þörfinni Skoðum þetta aðeins betur. Ef hægristjórnin tæki til baka lækkun á veiðigjöldum og lækkun tekjuskatts sem hún hefur staðið fyrir á kjörtímabilinu þá færi það langt með að mæta þörfinni fyrir uppbyggingu. Lækkun á veiðigjöldunum nemur um 6 milljarða tekjuskerðingu ríkissjóðs á ári og tekjuskattslækkunin sú síðasta sem gagnast þeim með lægstu launin ekkert, nemur um 11 milljörðum á ári þegar að hún er að fullu komin til framkvæmda. Auk þess blasir við að þeir sem nýta sér ferðaþjónustu ættu að greiða virðisaukaskatt í almennu þrepi en gera ekki. Hægristjórnin vill að ferðamenn fái afslátt af neysluskatti. Slíkur skattaafsláttur getur verið réttlætanlegur fyrir sprotaatvinnugrein sem vantar aðstoð til að vaxa. Það er ferðaþjónustan ekki. Ferðaþjónustan hér á landi er svo stór atvinnugrein að hún toppar sjávarútveg í gjaldeyristekjum og fjöldi ferðamanna er meiri en við virðumst ráða fyllilega við. Ef við værum að innheimta jafn há veiðigjöld og vinstristjórnin ákvað á síðasta kjörtímabili, tekjuskattsþrepum hefði ekki verið fækkað og ef ferðaþjónustan innheimti virðisaukaskatt af sínum viðskiptavinum eins og almennt gerist hjá öðrum þjónustufyrirtækjum í landinu, gætum við haldið við vegum með sómasamlegum hætti og bætt heilbrigðiskerfið, löggæsluna og jafnvel skólana svo um munaði. Það skiptir máli hverjir stjórna. Fyrir þá sem vilja heyra meira er hér slóð með allri umræðu um innviðauppbygginguna á Alþingi (stendur yfir í 30 mín.). Málshefjandi var Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar.https://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20160217T154956
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar