Lífeyrir aldraðra frá TR tekinn við innlögn á hjúkrunarheimili! Björgvin Guðmundsson skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Þegar eldri borgari fer á hjúkrunarheimili tekur Tryggingastofnun ríkisins lífeyri hans til greiðslu kostnaðar við dvölina á hjúkrunarheimilinu. Þetta er líkast eignaupptöku. Allur lífeyrir frá TR er tekinn. Þeir, sem hafa meira en rúmar 74 þúsund í tekjur, mega sæta því, að það sem umfram er sé af þeim tekið fyrir dvalarkostnaði þar til náð er markinu tæpar 355 þúsund krónur. Þar stöðvast „eignaupptakan“. Síðan eru eldri borgurunum skammtaðir vasapeningar, 53 þúsund krónur að hámarki, en þessi greiðsla er tekjutengd. Vasapeningarnir eru skertir ef viðkomandi eldri borgari hefur t.d. örlitlar vaxtatekjur. Aldraðir fá ekki einu sinni að hafa vasapeningana í friði! Eldri borgararnir, sem fara á hjúkrunarheimili, eru ekki spurðir að því, hvort þeir samþykki að lífeyrir þeirra sé tekinn af þeim í framangreindum tilgangi. Nei, þeim er einfaldlega tilkynnt þetta. Allar greiðslur til þeirra frá TR eru felldar niður strax í næsta mánuði eftir innlögn! Annars staðar á Norðurlöndunum er annar háttur hafður á. Þar fá eldri borgararnir lífeyrinn í sínar hendur en síðan greiða þeir sjálfir eða aðstandendur kostnaðinn við dvölina á hjúkrunarheimilinu.Það er mat lögfræðinga, að það sé mannréttindabrot að rífa lífeyrinn af eldri borgurum á þennan hátt. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík hefur rætt þetta fyrirkomulag við lögfræðinga og þeir telja, að það standist hvorki lög né stjórnarskrá að rífa lífeyrinn af eldri borgurum á þann hátt sem gert er. Stjórnvöld hafa íhugað að breyta þessu en ráðamenn hjúkrunarheimilanna hafa lagst gegn breytingu. Að sjálfsögðu eiga þeir ekki að ráða þessu. Við ættum að hafa sama hátt á þessu og önnur norræn ríki. Við þurfum að breyta þessu strax. Það er niðurlægjandi fyrir eldri borgara að þurfa að sæta því fyrirkomulagi, sem nú er viðhaft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar eldri borgari fer á hjúkrunarheimili tekur Tryggingastofnun ríkisins lífeyri hans til greiðslu kostnaðar við dvölina á hjúkrunarheimilinu. Þetta er líkast eignaupptöku. Allur lífeyrir frá TR er tekinn. Þeir, sem hafa meira en rúmar 74 þúsund í tekjur, mega sæta því, að það sem umfram er sé af þeim tekið fyrir dvalarkostnaði þar til náð er markinu tæpar 355 þúsund krónur. Þar stöðvast „eignaupptakan“. Síðan eru eldri borgurunum skammtaðir vasapeningar, 53 þúsund krónur að hámarki, en þessi greiðsla er tekjutengd. Vasapeningarnir eru skertir ef viðkomandi eldri borgari hefur t.d. örlitlar vaxtatekjur. Aldraðir fá ekki einu sinni að hafa vasapeningana í friði! Eldri borgararnir, sem fara á hjúkrunarheimili, eru ekki spurðir að því, hvort þeir samþykki að lífeyrir þeirra sé tekinn af þeim í framangreindum tilgangi. Nei, þeim er einfaldlega tilkynnt þetta. Allar greiðslur til þeirra frá TR eru felldar niður strax í næsta mánuði eftir innlögn! Annars staðar á Norðurlöndunum er annar háttur hafður á. Þar fá eldri borgararnir lífeyrinn í sínar hendur en síðan greiða þeir sjálfir eða aðstandendur kostnaðinn við dvölina á hjúkrunarheimilinu.Það er mat lögfræðinga, að það sé mannréttindabrot að rífa lífeyrinn af eldri borgurum á þennan hátt. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík hefur rætt þetta fyrirkomulag við lögfræðinga og þeir telja, að það standist hvorki lög né stjórnarskrá að rífa lífeyrinn af eldri borgurum á þann hátt sem gert er. Stjórnvöld hafa íhugað að breyta þessu en ráðamenn hjúkrunarheimilanna hafa lagst gegn breytingu. Að sjálfsögðu eiga þeir ekki að ráða þessu. Við ættum að hafa sama hátt á þessu og önnur norræn ríki. Við þurfum að breyta þessu strax. Það er niðurlægjandi fyrir eldri borgara að þurfa að sæta því fyrirkomulagi, sem nú er viðhaft.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar