Mannauður í mjólkinni Ari Edwald og Inga Guðrún Birgisdóttir skrifar 24. febrúar 2016 16:30 Rótari dagurinn er haldinn laugardaginn 27. febrúar og er þema dagsins í ár fjölmenning. Af því tilefni langar okkur að segja nokkur orð um mannauðinn hjá Mjólkursamsölunni eða MS eins og það er oft kallað. MS er einstakt fyrirtæki að mörgu leiti. Flestir þekkja fyrirtækið eða a.m.k einhverja af vörunum sem það framleiðir og hafa líklega smakkað fleiri en eina þeirra. Vörur þess rata inn á flest heimili í landinu og það er eitt af stærstu matvæla- og framleiðslufyrirtækjum á Íslandi sem gerir það líka að einum af stærri vinnustöðum landsins. Fyrirtækið hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum. Mjólkursamlög hafa sameinast og sérhæfing aukist. Í dag eru starfsstöðvar fyrirtækisins á fimm stöðum þ.e. Reykjavík, Búðardal, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi en að auki er birgðastöð á Ísafirði. Til samanburðar voru mjólkursamlög árið 2006 níu talsins og flest voru þau átján. Þetta hefur leitt til aukinnar hagræðingar og verðlækkunar á mjólkurvörum sem skiptir máli fyrir samfélagið. Að sama skapi hafa störf þeirra sem þar starfa þróast samhliða nýjum tæknimöguleikum og breyttu skipulagi. Mjólk virðist tiltölulega einfalt hráefni sem ýmsar mjólkurvörur eru búnar til úr. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós gríðarlega flókið og viðkvæmt framleiðslu- og dreifingarferli þar sem Mjólkursamsalan umbreytir þessari ferskvöru í 500 mismunandi vörunúmer sem selja þarf á markaði. Á síðasta ári var framleitt úr 146 milljón lítrum af mjólk, þannig að umfang mjólkuröflunar og dreifing á vörum fyrirtækisins er samtals af svipaðri stærðargráðu og allur þorskkvóti landsmanna. Starfsfólk fyrirtækisins hefur því þróað með sér yfirgripsmikla sérþekkingu.Samsetning mannauðs MSMannauður mjólkursamsölunnar er mjög fjölbreyttur. Starfsmenn fyrirtækisins eru í dag 455 talsins og þessi fjöldi eykst þegar álagstímar eru á sumrin og í kringum jólin. Einnig má leiða líkum að því að mörg afleidd störf verði til vegna starfsemi MS en fyrirtækið nýtur þjónustu margra verktaka og þjónustuaðila. Hjá MS starfa mjólkurfræðingar, verkafólk við framleiðslu og pökkun, sérfræðingar í gæðaeftirliti, bílstjórar, verkstæðis- og viðhaldsfólk, lagerstarfsfólk, sölufulltrúar, vörukynnar, þjónustufulltrúar, skrifstofufólk og ýmsir aðrir sérfræðingar. Samtals starfa hjá fyrirtækinu í dag 340 karlmenn og 115 konur sem sýnir kynjahlutfallið 75% karlmenn og 25% kvenfólk. Meðalaldur þessara einstaklinga er 43,5 ár og meðalstarfsaldur er 10,7 ár. Ekki er óalgengt að veittar séu starfsaldursviðurkenningar fyrir 20, 30 og 40 starfsaldur og dæmi um hærri starfsaldur. Hlutfall starfsmanna sem starfað hafa hjá fyrirtækinu í þrjú ár eða minna er 32% sem sýnir að á undanförnum árum hefur verið töluvert um nýliðun. Ef hópurinn er skoðaður út frá þjóðerni má sjá að 15% starfsfólks er af erlendum uppruna frá 16 löndum. Sem dæmi um þjóðerni eru Nepal, Víetnam, Tæland, Pólland, norðurlandaþjóðir o.s.frv. Þetta sýnir hve mikil fjölbreytni býr í mannauð Mjólkursamsölunnar og það má því segja að þegar skyggnst er inn fyrir dyr hjá MS megi finna fjölþjóðlegt samfélag þar sem kennir margra grasa. Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsstjóri Mjólkursamsölunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Rótari dagurinn er haldinn laugardaginn 27. febrúar og er þema dagsins í ár fjölmenning. Af því tilefni langar okkur að segja nokkur orð um mannauðinn hjá Mjólkursamsölunni eða MS eins og það er oft kallað. MS er einstakt fyrirtæki að mörgu leiti. Flestir þekkja fyrirtækið eða a.m.k einhverja af vörunum sem það framleiðir og hafa líklega smakkað fleiri en eina þeirra. Vörur þess rata inn á flest heimili í landinu og það er eitt af stærstu matvæla- og framleiðslufyrirtækjum á Íslandi sem gerir það líka að einum af stærri vinnustöðum landsins. Fyrirtækið hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum. Mjólkursamlög hafa sameinast og sérhæfing aukist. Í dag eru starfsstöðvar fyrirtækisins á fimm stöðum þ.e. Reykjavík, Búðardal, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi en að auki er birgðastöð á Ísafirði. Til samanburðar voru mjólkursamlög árið 2006 níu talsins og flest voru þau átján. Þetta hefur leitt til aukinnar hagræðingar og verðlækkunar á mjólkurvörum sem skiptir máli fyrir samfélagið. Að sama skapi hafa störf þeirra sem þar starfa þróast samhliða nýjum tæknimöguleikum og breyttu skipulagi. Mjólk virðist tiltölulega einfalt hráefni sem ýmsar mjólkurvörur eru búnar til úr. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós gríðarlega flókið og viðkvæmt framleiðslu- og dreifingarferli þar sem Mjólkursamsalan umbreytir þessari ferskvöru í 500 mismunandi vörunúmer sem selja þarf á markaði. Á síðasta ári var framleitt úr 146 milljón lítrum af mjólk, þannig að umfang mjólkuröflunar og dreifing á vörum fyrirtækisins er samtals af svipaðri stærðargráðu og allur þorskkvóti landsmanna. Starfsfólk fyrirtækisins hefur því þróað með sér yfirgripsmikla sérþekkingu.Samsetning mannauðs MSMannauður mjólkursamsölunnar er mjög fjölbreyttur. Starfsmenn fyrirtækisins eru í dag 455 talsins og þessi fjöldi eykst þegar álagstímar eru á sumrin og í kringum jólin. Einnig má leiða líkum að því að mörg afleidd störf verði til vegna starfsemi MS en fyrirtækið nýtur þjónustu margra verktaka og þjónustuaðila. Hjá MS starfa mjólkurfræðingar, verkafólk við framleiðslu og pökkun, sérfræðingar í gæðaeftirliti, bílstjórar, verkstæðis- og viðhaldsfólk, lagerstarfsfólk, sölufulltrúar, vörukynnar, þjónustufulltrúar, skrifstofufólk og ýmsir aðrir sérfræðingar. Samtals starfa hjá fyrirtækinu í dag 340 karlmenn og 115 konur sem sýnir kynjahlutfallið 75% karlmenn og 25% kvenfólk. Meðalaldur þessara einstaklinga er 43,5 ár og meðalstarfsaldur er 10,7 ár. Ekki er óalgengt að veittar séu starfsaldursviðurkenningar fyrir 20, 30 og 40 starfsaldur og dæmi um hærri starfsaldur. Hlutfall starfsmanna sem starfað hafa hjá fyrirtækinu í þrjú ár eða minna er 32% sem sýnir að á undanförnum árum hefur verið töluvert um nýliðun. Ef hópurinn er skoðaður út frá þjóðerni má sjá að 15% starfsfólks er af erlendum uppruna frá 16 löndum. Sem dæmi um þjóðerni eru Nepal, Víetnam, Tæland, Pólland, norðurlandaþjóðir o.s.frv. Þetta sýnir hve mikil fjölbreytni býr í mannauð Mjólkursamsölunnar og það má því segja að þegar skyggnst er inn fyrir dyr hjá MS megi finna fjölþjóðlegt samfélag þar sem kennir margra grasa. Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsstjóri Mjólkursamsölunnar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun