Íslensk norðurljósamynd úr öskunni rís og flýgur um heiminn Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2016 17:09 Myndin hefur birst í bresku pressunni og nú hefur hjólhýsaframleiðandi falast eftir myndinni í auglýsingu. Hallgrímur fær ekki frið. Hallgrímur P Hallgrímur P. Helgason áhugaljósmyndari og prentsmiður, er 64 ára gamall og loksins orðinn heimsfrægur. „Já, eða... ég er farinn að halda það. Stefnir í það. Maður stendur eiginlega á gati. Hvað er eiginlega í gangi með þetta? Norðurljósamynd sem Hallgrímur tók fór heldur betur á flug eftir að hann birti hana á Facebook. Hún hefur birst í hinum og þessum breskum prentmiðlum og farið um heim allan. Og nýverið seldi Hallgrímur einhverju hjólhýsafyrirtæki myndina sem til stendur að nota í auglýsingu. Áður en lengra er haldið, hér er myndin í öllu sínu veldi. Hallgrímur kallar hana skáldlegur: Fuglinn Fönix úr öskunni rís.Þó myndin sé að sönnu tilkomumikil er Hallgrímur þrumulostinn vegna hinna miklu viðbragða „Já, já, ég verð eiginlega að segja það. Þetta kemur að sumu leyti á óvart. Mér finnst ég eiga margar miklu betri myndir en þessa, sem ég ætti að vera miklu frægari fyrir. Fallegri norðurljósamyndir, en því verður ekki neitað að hún er óvenjuleg. Ekki alltaf sem norðurljósin leika svona við mann.“ Hallgrímur tók myndina í lok september. „Ég sýndi einhverjum hana þá við ágætar undirtektir, en svo setti ég hana aftur inn núna og þá hefur hún heldur betur farið á flug.“Fær ekki frið vegna fyrirspurna úr öllum áttumEn, ertu ekki orðinn moldríkur á þessu? „Nei, það held ég maður verði seint. En, ég hef ekki frið fyrir póstum og öllum andskotanum sem vilja fá að nota myndina í hitt og þetta. Og þú ert einn af þeim.“ Hallgrímur gerir ekki mikið úr tekjumöguleikum sínum, hann sér ekki fyrir sér að geta haft það að lifibrauði að vera ljósmyndari. Hann starfar hjá prentsmiðjunni Ísafold, tekur við síðum Fréttablaðsins, kemur þeim í prentvélina og fylgir þeim í gegnum það ferli allt. Hann hefur oft verið spurður af hverju hann laumi ekki myndum sínum í blaðið. „Já, ég hef oft verið spurður að því. Ég byrjaði að taka myndir fyrir óralöngu síðan. Tók meira að segja myndir á Led Zeppelin-tónleikunum á sínum tíma, á Jónsmessu 1970. Með peruflass. En, svo náttúrlega tímdi maður aldrei að vera að spreða rándýrum filmum í einhverja vitleysu. Svo þegar digitalið kom þá missti maður sig.“Hallgrímur P. Sjálfsmynd. Áhugaljósmyndarinn er yfirleitt er öfugu megin linsunar.Hallgrímur PHallgrímur hefur reynt að grípa norðurljósin, og tekist vel upp eins og sjá má. Hann segir ferðamenn eru að koma hingað í stórum gagngert til að skoða þau. „Miklu meira um það en fólk gerir sér grein fyrir. Þetta sé ég þegar ég kynnist fólki í gegnum netið, margir er að koma hingað í pílagrímsferðir; most see before i die.“ Fönix-mynd Hallgríms er komin í bresku pressuna og út og suður. Og sér ekki fyrir endann á ferðalagi myndarinnar um veröld víða. „Hörkugaman að þessu. En, eins og maður segir, fyrst og fremst ánægjan að einhver taki eftir því að maður er að gera eitthvað að viti. Loksins.“ Myndin er tekin fyrir ofan Hafnarfjörð, við Kaldársel. Vatnsból Hafnfirðinga, klukkan hálffjögur um nótt. „Ég var þá búinn að væflast þarna í nokkra tíma, allt Ísland sofandi nema ég á vaktinni. En, það er ekki öðru vísi sem þetta gerist. Enginn á ferli nema ég.“Eins og þetta kemur af skepnunni En, milljón dollara spurningin er þessi: Er þetta ekki bara myndvinnsluforritið Photoshop sem Hallgrímur styðst við? Hallgrímur er ekkert feiminn við þá spurningu? „Jú, það hefur einn og einn fengið þá flugu í kollinn. Photoshopið í þessari mynd er að þetta er vertórama-mynd. Þú kannast við panórama?“Já, segir blaðamaður hikandi. „Þar eru myndir teknar hlið við hlið og settar saman. Víðsjá. Þetta er mynd tekin hver upp af annarri. Á hæðina. Þrjár myndir. Annars hefði ég aldrei náð öllum fuglinum. Það var það sem ég hafði vit á að gera. Skaut efstu myndina fyrst, með 14 mm linsu sem ekki var nógu víð til að ná þessu í einu skoti. En, það er ekkert skáldað í þetta. Ef ég hefði gert þetta í photoshop hefði ég verið óánægður með útkomuna. Þetta er eins og það kemur af skepnunni, eða á himninum.“ Ekkert allir ráða við að setja vektóramamyndir saman, en það þarf að gera handvirkt og nýtur Hallgrímur menntunar sinnar sem offsetljósmyndari við það verk. „Norðurljósin eru kvik, mismikil læti í þeim. En, maður þarf að vera snöggur. Þýðir ekkert að vera að einhverju dóli með myndir sem á að setja saman. Það er bara bæng bæng bæng og þeim mun kröftugri sem ljósin eru, þeim mun styttri lýsingartíma getur maður notað og þeim mun auðveldara er að setja þetta saman.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Hallgrímur P. Helgason áhugaljósmyndari og prentsmiður, er 64 ára gamall og loksins orðinn heimsfrægur. „Já, eða... ég er farinn að halda það. Stefnir í það. Maður stendur eiginlega á gati. Hvað er eiginlega í gangi með þetta? Norðurljósamynd sem Hallgrímur tók fór heldur betur á flug eftir að hann birti hana á Facebook. Hún hefur birst í hinum og þessum breskum prentmiðlum og farið um heim allan. Og nýverið seldi Hallgrímur einhverju hjólhýsafyrirtæki myndina sem til stendur að nota í auglýsingu. Áður en lengra er haldið, hér er myndin í öllu sínu veldi. Hallgrímur kallar hana skáldlegur: Fuglinn Fönix úr öskunni rís.Þó myndin sé að sönnu tilkomumikil er Hallgrímur þrumulostinn vegna hinna miklu viðbragða „Já, já, ég verð eiginlega að segja það. Þetta kemur að sumu leyti á óvart. Mér finnst ég eiga margar miklu betri myndir en þessa, sem ég ætti að vera miklu frægari fyrir. Fallegri norðurljósamyndir, en því verður ekki neitað að hún er óvenjuleg. Ekki alltaf sem norðurljósin leika svona við mann.“ Hallgrímur tók myndina í lok september. „Ég sýndi einhverjum hana þá við ágætar undirtektir, en svo setti ég hana aftur inn núna og þá hefur hún heldur betur farið á flug.“Fær ekki frið vegna fyrirspurna úr öllum áttumEn, ertu ekki orðinn moldríkur á þessu? „Nei, það held ég maður verði seint. En, ég hef ekki frið fyrir póstum og öllum andskotanum sem vilja fá að nota myndina í hitt og þetta. Og þú ert einn af þeim.“ Hallgrímur gerir ekki mikið úr tekjumöguleikum sínum, hann sér ekki fyrir sér að geta haft það að lifibrauði að vera ljósmyndari. Hann starfar hjá prentsmiðjunni Ísafold, tekur við síðum Fréttablaðsins, kemur þeim í prentvélina og fylgir þeim í gegnum það ferli allt. Hann hefur oft verið spurður af hverju hann laumi ekki myndum sínum í blaðið. „Já, ég hef oft verið spurður að því. Ég byrjaði að taka myndir fyrir óralöngu síðan. Tók meira að segja myndir á Led Zeppelin-tónleikunum á sínum tíma, á Jónsmessu 1970. Með peruflass. En, svo náttúrlega tímdi maður aldrei að vera að spreða rándýrum filmum í einhverja vitleysu. Svo þegar digitalið kom þá missti maður sig.“Hallgrímur P. Sjálfsmynd. Áhugaljósmyndarinn er yfirleitt er öfugu megin linsunar.Hallgrímur PHallgrímur hefur reynt að grípa norðurljósin, og tekist vel upp eins og sjá má. Hann segir ferðamenn eru að koma hingað í stórum gagngert til að skoða þau. „Miklu meira um það en fólk gerir sér grein fyrir. Þetta sé ég þegar ég kynnist fólki í gegnum netið, margir er að koma hingað í pílagrímsferðir; most see before i die.“ Fönix-mynd Hallgríms er komin í bresku pressuna og út og suður. Og sér ekki fyrir endann á ferðalagi myndarinnar um veröld víða. „Hörkugaman að þessu. En, eins og maður segir, fyrst og fremst ánægjan að einhver taki eftir því að maður er að gera eitthvað að viti. Loksins.“ Myndin er tekin fyrir ofan Hafnarfjörð, við Kaldársel. Vatnsból Hafnfirðinga, klukkan hálffjögur um nótt. „Ég var þá búinn að væflast þarna í nokkra tíma, allt Ísland sofandi nema ég á vaktinni. En, það er ekki öðru vísi sem þetta gerist. Enginn á ferli nema ég.“Eins og þetta kemur af skepnunni En, milljón dollara spurningin er þessi: Er þetta ekki bara myndvinnsluforritið Photoshop sem Hallgrímur styðst við? Hallgrímur er ekkert feiminn við þá spurningu? „Jú, það hefur einn og einn fengið þá flugu í kollinn. Photoshopið í þessari mynd er að þetta er vertórama-mynd. Þú kannast við panórama?“Já, segir blaðamaður hikandi. „Þar eru myndir teknar hlið við hlið og settar saman. Víðsjá. Þetta er mynd tekin hver upp af annarri. Á hæðina. Þrjár myndir. Annars hefði ég aldrei náð öllum fuglinum. Það var það sem ég hafði vit á að gera. Skaut efstu myndina fyrst, með 14 mm linsu sem ekki var nógu víð til að ná þessu í einu skoti. En, það er ekkert skáldað í þetta. Ef ég hefði gert þetta í photoshop hefði ég verið óánægður með útkomuna. Þetta er eins og það kemur af skepnunni, eða á himninum.“ Ekkert allir ráða við að setja vektóramamyndir saman, en það þarf að gera handvirkt og nýtur Hallgrímur menntunar sinnar sem offsetljósmyndari við það verk. „Norðurljósin eru kvik, mismikil læti í þeim. En, maður þarf að vera snöggur. Þýðir ekkert að vera að einhverju dóli með myndir sem á að setja saman. Það er bara bæng bæng bæng og þeim mun kröftugri sem ljósin eru, þeim mun styttri lýsingartíma getur maður notað og þeim mun auðveldara er að setja þetta saman.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira