Gróska er í afþreyingariðnaði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Sjónvarpsþættirnir Game of Thrones hafa að hluta til verið teknir upp á Íslandi. „Umsvif sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðar hafa aukist verulega og það er mikil gróska í þessum geira. Þetta er stór atvinnugrein og mun stærri en margir halda. Heildarvelta í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði er nánast sú sama og í mjólkur- eða kjötiðnaðinum á Íslandi,“ segir Hallgrímur Kristinsson, stjórnarformaður FRÍSK, Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði. Heildarvelta sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðar á Íslandi hefur aukist um 37 prósent frá árinu 2009. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var heildarvelta iðnaðarins á Íslandi 34,5 milljarðar króna á síðasta ári. Undir þessa tölu fellur framleiðsla og dreifing kvikmynda og sjónvarpsefnis, kvikmyndasýningar, dagskrárgerð og útsendingar sjónvarps og útvarps. Þá er heildarfjöldi ársverka í iðnaðinum um 1.300 talsins, á við þrjú stóriðjuverkefni. Þetta kemur fram í skýrslu sem Capacent vann fyrir FRÍSK.Hallgrímur Kristinsson, stjórnarformaður FRÍSK.Mynd/HallgrímurHallgrímur segir mikla grósku hafa átt sér stað á undanförnum árum, þá segir hann Íslendinga njóta vaxandi alþjóðlegrar virðingar á þessu sviði. „Íslensk framleiðslufyrirtæki hafa sinnt stórum erlendum verkefnum sem tekin hafa verið upp hér á landi og má þar nefna Star Wars, The Secret Life of Walter Mitty, Interstellar, Game of Thrones, Thor, Oblivion og Fortitude svo dæmi séu tekin, Þá hafa sjónvarpsstöðvarnar verið ötular að þróa viðskiptamódel sín og bjóða fram efni sitt með nýjum leiðum,“ segir Hallgrímur. Hallgrímur bendir einnig á að afþreyingarmarkaðurinn hér á landi hafi breyst mikið á undanförnum misserum, einkum vegna samkeppni frá Netflix og ólöglegu niðurhali. „Þessi vandamál skaða atvinnugreinina og einnig raunar hagsmuni opinberra aðila vegna glataðra skatttekna. Því miður hefur óhagstætt skattaumhverfi og takmarkaður stuðningur stjórnvalda á vissum sviðum sömuleiðis gert okkur erfitt fyrir,“ segir Hallgrímur. Undir FRÍSK starfa RÚV, 365 miðlar, SkjárEinn, Samfilm, Sena, Myndform og Bíó Paradís. Skýrslan var einnig unnin í samstarfi við Samband íslenskra kvikmyndaframleiðanda sem eru heildarsamtök kvikmyndaframleiðanda á Íslandi. Game of Thrones Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
„Umsvif sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðar hafa aukist verulega og það er mikil gróska í þessum geira. Þetta er stór atvinnugrein og mun stærri en margir halda. Heildarvelta í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði er nánast sú sama og í mjólkur- eða kjötiðnaðinum á Íslandi,“ segir Hallgrímur Kristinsson, stjórnarformaður FRÍSK, Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði. Heildarvelta sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðar á Íslandi hefur aukist um 37 prósent frá árinu 2009. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var heildarvelta iðnaðarins á Íslandi 34,5 milljarðar króna á síðasta ári. Undir þessa tölu fellur framleiðsla og dreifing kvikmynda og sjónvarpsefnis, kvikmyndasýningar, dagskrárgerð og útsendingar sjónvarps og útvarps. Þá er heildarfjöldi ársverka í iðnaðinum um 1.300 talsins, á við þrjú stóriðjuverkefni. Þetta kemur fram í skýrslu sem Capacent vann fyrir FRÍSK.Hallgrímur Kristinsson, stjórnarformaður FRÍSK.Mynd/HallgrímurHallgrímur segir mikla grósku hafa átt sér stað á undanförnum árum, þá segir hann Íslendinga njóta vaxandi alþjóðlegrar virðingar á þessu sviði. „Íslensk framleiðslufyrirtæki hafa sinnt stórum erlendum verkefnum sem tekin hafa verið upp hér á landi og má þar nefna Star Wars, The Secret Life of Walter Mitty, Interstellar, Game of Thrones, Thor, Oblivion og Fortitude svo dæmi séu tekin, Þá hafa sjónvarpsstöðvarnar verið ötular að þróa viðskiptamódel sín og bjóða fram efni sitt með nýjum leiðum,“ segir Hallgrímur. Hallgrímur bendir einnig á að afþreyingarmarkaðurinn hér á landi hafi breyst mikið á undanförnum misserum, einkum vegna samkeppni frá Netflix og ólöglegu niðurhali. „Þessi vandamál skaða atvinnugreinina og einnig raunar hagsmuni opinberra aðila vegna glataðra skatttekna. Því miður hefur óhagstætt skattaumhverfi og takmarkaður stuðningur stjórnvalda á vissum sviðum sömuleiðis gert okkur erfitt fyrir,“ segir Hallgrímur. Undir FRÍSK starfa RÚV, 365 miðlar, SkjárEinn, Samfilm, Sena, Myndform og Bíó Paradís. Skýrslan var einnig unnin í samstarfi við Samband íslenskra kvikmyndaframleiðanda sem eru heildarsamtök kvikmyndaframleiðanda á Íslandi.
Game of Thrones Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira