Af hverju nýja stjórnarskrá? Hildur Þórðardóttir skrifar 24. febrúar 2016 21:30 Ef þú ætlar að búa til nýja flík er miklu betra að kaupa nýtt efni og sníða flíkina frá grunni heldur en að taka gamla flík og reyna að fá út úr henni eitthvað í líkingu við það sem þú vilt fá. Nýja flíkin verður aldrei eins og þú vildir helst hafa hana. Það er eins með stjórnarskrána. Þegar búa skal til ný lög, borgar sig ekki að taka gömlu lögin og reyna að aðlaga þau nýjum hugmyndum, heldur er miklu betra að byrja með hreint blað og spyrja: Hvað vil ég hafa í nýju lögunum? Gamla stjórnarskráin hefur aldrei verið fullkomin frá því að við báðum kóng um slíkt plagg í afmælisgjöf 1874 vegna þess að útséð var um að Íslendingar fengju sjálfir að semja eigin stjórnarskrá. Við höfum margoft lappað upp á hana, breytt kóngi í forseta, rýmkað kosningarétt, fjölgað þingmönnum og bætt við mannréttindum. En hún er orðin eins og margbætt flík. Til dæmis er ekki skýrt kveðið á um aðskilnað milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Eins og staðan er nú er ríkisstjórn með alræði og þingmenn virðast valdalausir. Segja má að ríkisstjórnin sé með Alþingi í gíslingu. Þrískipting valdsins er nauðsynleg til að tryggja að ríkisstjórn brjóti ekki gegn réttindum fólksins. Í nýju stjórnarskránni er skýrt kveðið á um þennan aðskilnað, ríkisstjórn situr ekki á þingi og ætti því ekki hafa jafn sterkt tangarhald á þinginu. Þó er aldrei að vita á meðan hér ríkir flokksræði. Í gömlu stjórnarskránni fær forsetaembættið allt of mikið púður. Vald forseta er skilgreint strax í 3. gr. og alveg til 30. gr. Þá fyrst er fjallað um Alþingi og störf þess. Eðlilega vildi konungur hafa sig fyrstan í röðinni, þar sem stjórnarskráin var samin af ráðgjöfum hans. Þegar konungi var breytt í forseta var ekki hróflað við uppbyggingu stjórnarskrárinnar, þótt forseti hefði miklu minni völd en konungur. Í nýju stjórnarskránni er kaflinn um forseta fyrir aftan mannréttindi og Alþingi sem sýnir hvar vald hans liggur. Áður en Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kom fram var ekkert fjallað um mannréttindi í stjórnarskrá. Nú gætum við ekki hugsað okkur stjórnarskrá án mannréttinda. Eftir því sem mannréttindi þróuðust var þeim bætt inn, en eins og að reyna að stagbæta flík, varð útkoman aldrei nógu góð. Til dæmis var 2. kynslóðar mannréttindum, þ.e. félagslegum, menningarlegum og efnahagslegum réttindum, aldrei gerð nógu góð skil í hinni stagbættu stjórnarskrá. Þriðju kynslóðar réttindi, svokölluð hóparéttindi, komust ekki einu sinni á blað. Í nýju stjórnarskránni er líka kveðið á um meira vald til fólksins. Að lýðræði verði loksins virkt. Hvort sem það þarf 10% eða 15% kosningabærra manna til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslur skiptir ekki höfuðmáli. Aðalatriðið er þetta tækifæri sem fólk hefur til að mótmæla gerræðislegum vinnubrögðum Alþingis þegar ákvarðanir þings ganga bersýnilega á skjön við vilja þjóðarinnar. Menn eru hræddir við að þá verði ekki starfhæft á þinginu fyrir endalausum undirskriftum. En þetta eru kannski 1-2 mál á hverju kjörtímabili, eftir því hversu gerræðisleg stjórnin er. Fólk er ekki að skrifa undir nema það sem því liggur hvað brýnast á hjarta. Íslenskir stjórnmálamenn hafa vitað í áratugi að þeir væru ófærir um að semja nýja stjórnarskrá og þess vegna kom reglulega fram krafa um stjórnlagaþing. Loksins þegar það gekk eftir, kusum við hæft fólk til að inna verkið af hendi. Það hefði verið farsælla að gefa þeim meiri tíma til að skila fullmótuðu verki sem þjóðin hefði síðan kosið um. Eins og staðan er í dag eru alþingismenn að tefja gildistöku nýju stjórnarskrárinnar. Þeir leitast við að breyta þeim leikreglum sem þjóðin vill setja þeim og gefa sér góðan tíma til þess. Stjórnarskrá er ekki greypt í stein og það er hverju samfélagi hollt að endurskoða hana oft og reglulega. Hún á að endurspegla gildi samfélagsins, vera nokkurs konar siðferðislegur sáttmáli samfélags og fylgja þróun samfélagsins eftir því sem það þroskast og vitkast. Stjórnarskráin á ekki síst að vera tæki þjóðar til að takmarka frítt spil ríkisstjórnar og Alþingis, þannig að þau geti ekki sett lög sem stangast á við stjórnarskrá. Þess vegna þurfum við að koma nýju stjórnarskránni í gegn núna. Það er allt í lagi að hún sé ekki fullkomin. Eftir nokkra áratugi munum við aftur endurskoða stjórnarskrána og jafnvel endurskrifa hana. Þá verður komin reynsla á hana og þá getum við bætt inn því sem okkur finnst vanta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Skoðun Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Ef þú ætlar að búa til nýja flík er miklu betra að kaupa nýtt efni og sníða flíkina frá grunni heldur en að taka gamla flík og reyna að fá út úr henni eitthvað í líkingu við það sem þú vilt fá. Nýja flíkin verður aldrei eins og þú vildir helst hafa hana. Það er eins með stjórnarskrána. Þegar búa skal til ný lög, borgar sig ekki að taka gömlu lögin og reyna að aðlaga þau nýjum hugmyndum, heldur er miklu betra að byrja með hreint blað og spyrja: Hvað vil ég hafa í nýju lögunum? Gamla stjórnarskráin hefur aldrei verið fullkomin frá því að við báðum kóng um slíkt plagg í afmælisgjöf 1874 vegna þess að útséð var um að Íslendingar fengju sjálfir að semja eigin stjórnarskrá. Við höfum margoft lappað upp á hana, breytt kóngi í forseta, rýmkað kosningarétt, fjölgað þingmönnum og bætt við mannréttindum. En hún er orðin eins og margbætt flík. Til dæmis er ekki skýrt kveðið á um aðskilnað milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Eins og staðan er nú er ríkisstjórn með alræði og þingmenn virðast valdalausir. Segja má að ríkisstjórnin sé með Alþingi í gíslingu. Þrískipting valdsins er nauðsynleg til að tryggja að ríkisstjórn brjóti ekki gegn réttindum fólksins. Í nýju stjórnarskránni er skýrt kveðið á um þennan aðskilnað, ríkisstjórn situr ekki á þingi og ætti því ekki hafa jafn sterkt tangarhald á þinginu. Þó er aldrei að vita á meðan hér ríkir flokksræði. Í gömlu stjórnarskránni fær forsetaembættið allt of mikið púður. Vald forseta er skilgreint strax í 3. gr. og alveg til 30. gr. Þá fyrst er fjallað um Alþingi og störf þess. Eðlilega vildi konungur hafa sig fyrstan í röðinni, þar sem stjórnarskráin var samin af ráðgjöfum hans. Þegar konungi var breytt í forseta var ekki hróflað við uppbyggingu stjórnarskrárinnar, þótt forseti hefði miklu minni völd en konungur. Í nýju stjórnarskránni er kaflinn um forseta fyrir aftan mannréttindi og Alþingi sem sýnir hvar vald hans liggur. Áður en Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kom fram var ekkert fjallað um mannréttindi í stjórnarskrá. Nú gætum við ekki hugsað okkur stjórnarskrá án mannréttinda. Eftir því sem mannréttindi þróuðust var þeim bætt inn, en eins og að reyna að stagbæta flík, varð útkoman aldrei nógu góð. Til dæmis var 2. kynslóðar mannréttindum, þ.e. félagslegum, menningarlegum og efnahagslegum réttindum, aldrei gerð nógu góð skil í hinni stagbættu stjórnarskrá. Þriðju kynslóðar réttindi, svokölluð hóparéttindi, komust ekki einu sinni á blað. Í nýju stjórnarskránni er líka kveðið á um meira vald til fólksins. Að lýðræði verði loksins virkt. Hvort sem það þarf 10% eða 15% kosningabærra manna til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslur skiptir ekki höfuðmáli. Aðalatriðið er þetta tækifæri sem fólk hefur til að mótmæla gerræðislegum vinnubrögðum Alþingis þegar ákvarðanir þings ganga bersýnilega á skjön við vilja þjóðarinnar. Menn eru hræddir við að þá verði ekki starfhæft á þinginu fyrir endalausum undirskriftum. En þetta eru kannski 1-2 mál á hverju kjörtímabili, eftir því hversu gerræðisleg stjórnin er. Fólk er ekki að skrifa undir nema það sem því liggur hvað brýnast á hjarta. Íslenskir stjórnmálamenn hafa vitað í áratugi að þeir væru ófærir um að semja nýja stjórnarskrá og þess vegna kom reglulega fram krafa um stjórnlagaþing. Loksins þegar það gekk eftir, kusum við hæft fólk til að inna verkið af hendi. Það hefði verið farsælla að gefa þeim meiri tíma til að skila fullmótuðu verki sem þjóðin hefði síðan kosið um. Eins og staðan er í dag eru alþingismenn að tefja gildistöku nýju stjórnarskrárinnar. Þeir leitast við að breyta þeim leikreglum sem þjóðin vill setja þeim og gefa sér góðan tíma til þess. Stjórnarskrá er ekki greypt í stein og það er hverju samfélagi hollt að endurskoða hana oft og reglulega. Hún á að endurspegla gildi samfélagsins, vera nokkurs konar siðferðislegur sáttmáli samfélags og fylgja þróun samfélagsins eftir því sem það þroskast og vitkast. Stjórnarskráin á ekki síst að vera tæki þjóðar til að takmarka frítt spil ríkisstjórnar og Alþingis, þannig að þau geti ekki sett lög sem stangast á við stjórnarskrá. Þess vegna þurfum við að koma nýju stjórnarskránni í gegn núna. Það er allt í lagi að hún sé ekki fullkomin. Eftir nokkra áratugi munum við aftur endurskoða stjórnarskrána og jafnvel endurskrifa hana. Þá verður komin reynsla á hana og þá getum við bætt inn því sem okkur finnst vanta.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun