Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum og mun að því búnu halda áleiðis til Rotterdam. Skipuð verður með aðeins einn tíunda af þeim farmi sem fyrirhugað var að það tæki hér.
Stjórnendur álversins gerðu tilraun til að lesta skipið í gærmorgun, efitir að starfsmenn settu á útflutningsbann, en það var stöðvað og voru engar tilraunir gerðar til þess í nótt. Samningafundur deilenda hjá ríkissáttasemjara í gær varð árangurslaus og hefur nýr fundur ekki verið boðaður.
Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi

Tengdar fréttir

Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli
Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík.

Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs
Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna.

„Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“
Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið.

Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið
Engu hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra.