
Deco: Mourinho er rétti maðurinn fyrir Man Utd

Deco lék undir stjórn Mourinho hjá Porto á árunum 2002-04 en á þeim tíma vann liðið allt sem hægt var að vinna, þ.á.m. Meistaradeild Evrópu. Deco hefur mikið álit á sínum gamla stjóra og segir að hann geti snúið gengi United við.
„Hann mun breyta miklu hjá félaginu. United þarf að komast aftur á toppinn og Mourinho er rétti maðurinn til að koma liðinu þangað,“ sagði Deco sem lagði skóna á hilluna 2013.
Sjá einnig: Enginn De Gea og Smalling spurningarmerki
Mourinho er þrálátlega orðaður við United þessa dagana en flest bendir til þess að hann taki við liðinu af Louis van Gaal í sumar.
„Hann mun efla sjálfstraustið hjá leikmönnunum, stuðningsmönnunum og öllu félaginu. Þú vinnur ekki neitt án þess,“ sagði Deco ennfremur um áhrifin sem hann telur að Mourinho muni hafa á United.
Manchester United mætir Midtjylland í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld en fyrri leiknum í Herning fyrir viku lauk með 2-1 sigri dönsku meistaranna.
Leikur Manchester United og Midtjylland hefst klukkan 20:05 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Tengdar fréttir

United kaupir 60 milljóna evra táning frá Benfica í sumar
Heiðursmannasamkomulag ríkir á milli Manchester United og Benfica um kaup enska liðsins á Renato Sanches.

Heiðursmannasamkomulag hjá Mourinho og Woodward
Það er ekkert lát á þeim sögum að Jose Mourinho sé á leið til Man. Utd.

Sky Sports: Mourinho á leið til Manchester
Jose Mourinho, fyrrverandi stjóri Chelsea og fleiri stórliða, mun taka við af Louis van Gaal sem stjóri Manchester United ef marka má frétt Sky Sports í dag. Þetta hefur Sky eftir ráðgjafa Inter Milan.

Van Gaal: Nota oft orðið „graður“ við leikmenn mína
Louis van Gaal fór á kostum á blaðamannafundi fyrir leik Manchester United gegn Midtjylland.

Van Gaal: Svara ekki fréttum sem eru skáldskapur
Louis van Gaal segir suma fjölmiðla á Englandi hreinlega búa til fréttir þess efnis að hann sé á útleið á Old Trafford.

Ekkert tilboð frá Kína í Rooney
The Mirror sló því upp að Shanghai Shenhua væri reiðubúið að greiða stjarnfræðilegar upphæðir fyrir þjónustu Wayne Rooney.

Auðveldur skyldusigur United | Sjáðu mörkin
Manchester United komst áfram í bikarnum í kvöld og mætir West Ham í fjórðungsúrslitum.

„Mourinho er fullkominn fyrir United“
José Mourinho verður mjög líklega næsti knattspyrnustjóri Manchester United.

Svona fögnuðu leikmenn Midtjylland í klefanum
Danska liðið Mitdjylland gerði sér lítið fyrir og vann Manchester United í gær.