Í fréttatilkynningu frá RÚV kemur fram að í fyrri símakosningu úrslitakvöldsins hafði lagið „Now“ (Augnablik), í flutningi Öldu Dísar, í efsta sæti og eftir að atkvæði dómnefndar og niðurstaða símakosningar höfðu verið talin saman var lagið enn í efsta sæti.
Lag Gretu Salóme, „Hear Them Calling“ var þá í öðru sæti og voru lögin tvö flutt aftur í spennandi einvígi. Eftir seinni símakosninguna, þegar kosið var á milli laganna tveggja, var það þó „Hear Them Calling“ sem hlaut afgerandi stuðning kjósenda með 39.807 atkvæðum á móti 25.111 atkvæðum sem Now hlaut. „Hear Them Calling“ fékk samtals 51.576 atkvæði en „Now“ fékk 36.880 atkvæði samtals. Alls voru greidd 121.079 atkvæði á úrslitakvöldinu.
12 lög kepptu í Söngvakeppninni þetta árið og þjóðin ákvað í hreinni símakosningu hvaða sex lög kæmust í úrslit. Samtals voru greidd 22.253 atkvæði í fyrri forkeppninni sem fram fór laugardaginn 6. Febrúar og í seinni forkeppninni 13. febrúar voru greidd 20.961 atkvæði. Lagið „Óstöðvandi“ hafnaði í efsta sæti eftir símakosningu fyrra kvöldsins og „Augnablik“ var í efsta sæti seinna kvöldið.
Hér að neðan er samantekt á niðurstöðum dómnefndanna eftir landshlutum, hver símaatkvæðafjöldi allra laganna í fyrri umferðum var og samanlögð niðurstaða dómnefnda og símakosningar.Þar ákvarðaðist hvaða tvö lög fóru í einvígið í úrslitum Söngvakeppninnar.



