Vágestur á Íslandi Katrín Jakobsdóttir skrifar 26. febrúar 2016 07:00 Mansal og nútímaþrælahald munu vera einn helsti vaxtarbroddur skipulagðrar glæpastarfsemi í heiminum. Þekktasta birtingarmyndin er þegar konur eru sviptar frelsi og neyddar til að stunda vændi. Meðal annarra birtingarmynda nútímaþrælahalds er þegar börn eru seld til að nota líffæri þeirra, börn og fullorðnir eru seld til að betla og stela eða þegar fólk er selt í nauðungarvinnu, t.d. í matvælaiðnaði, landbúnaði, ferðaþjónustu eða byggingarvinnu. Evrópusambandið hefur áætlað að um hálf milljón manna séu þrælar í löndum sambandsins en engar áreiðanlegar upplýsingar liggja fyrir um útbreiðslu nútíma þrælahalds. Straumur flóttafólks til Evrópu gerir ástandið vafalaust ekki betra en fjölmörg dæmi eru um að fullorðnir og börn á flótta hverfi hreinlega, ef til vill af þessum orsökum. Mansal er orðin veruleg tekjulind skipulagðra glæpasamtaka utan við öll lög og kerfi. Þannig grefur þessi starfsemi bæði undan mannréttindum og þeirri samfélagsgerð sem vestræn ríki vilja standa vörð um. Þess vegna er svo mikilvægt að stjórnvöld, atvinnuveitendur og verkalýðshreyfingin standi saman að skipulögðum aðgerðum gegn þessari starfsemi. Verkalýðshreyfingin hefur m.a. sett fram kröfu um svokallaða keðjuábyrgð, þ.e. að yfirverktaki beri ábyrgð á undirverktökum sínum, þannig að sá sem sé efst í keðjunni beri ábyrgð á þeim sem starfa neðar á gólfinu. Við vinstri-græn styðjum þá kröfu heilshugar. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur árlega gefið út skýrslu um mansal í heiminum. Aðgerðir á síðasta kjörtímabili gegn mansali gerðu það að verkum að Ísland færðist upp um flokk á lista ráðuneytisins árið 2012 en var í öðrum flokki árin 2009-2011. Þar með er ekki sagt að ekki þurfi að aðhafast frekar. Tryggja þarf fjármuni þannig að lögreglan geti sinnt sínu hlutverki. Tryggja þarf vernd fórnarlamba mansals og þannig stuðla að því að ákært verði í mansalsmálum en oft óttast fórnarlömbin afleiðingar þess. Og síðast en ekki síst þarf að upplýsa almenning þannig að hann geti tekið virkan þátt í að berjast gegn mansali og nútímaþrælahaldi sem á ekki að líðast í okkar góða samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mansal og nútímaþrælahald munu vera einn helsti vaxtarbroddur skipulagðrar glæpastarfsemi í heiminum. Þekktasta birtingarmyndin er þegar konur eru sviptar frelsi og neyddar til að stunda vændi. Meðal annarra birtingarmynda nútímaþrælahalds er þegar börn eru seld til að nota líffæri þeirra, börn og fullorðnir eru seld til að betla og stela eða þegar fólk er selt í nauðungarvinnu, t.d. í matvælaiðnaði, landbúnaði, ferðaþjónustu eða byggingarvinnu. Evrópusambandið hefur áætlað að um hálf milljón manna séu þrælar í löndum sambandsins en engar áreiðanlegar upplýsingar liggja fyrir um útbreiðslu nútíma þrælahalds. Straumur flóttafólks til Evrópu gerir ástandið vafalaust ekki betra en fjölmörg dæmi eru um að fullorðnir og börn á flótta hverfi hreinlega, ef til vill af þessum orsökum. Mansal er orðin veruleg tekjulind skipulagðra glæpasamtaka utan við öll lög og kerfi. Þannig grefur þessi starfsemi bæði undan mannréttindum og þeirri samfélagsgerð sem vestræn ríki vilja standa vörð um. Þess vegna er svo mikilvægt að stjórnvöld, atvinnuveitendur og verkalýðshreyfingin standi saman að skipulögðum aðgerðum gegn þessari starfsemi. Verkalýðshreyfingin hefur m.a. sett fram kröfu um svokallaða keðjuábyrgð, þ.e. að yfirverktaki beri ábyrgð á undirverktökum sínum, þannig að sá sem sé efst í keðjunni beri ábyrgð á þeim sem starfa neðar á gólfinu. Við vinstri-græn styðjum þá kröfu heilshugar. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur árlega gefið út skýrslu um mansal í heiminum. Aðgerðir á síðasta kjörtímabili gegn mansali gerðu það að verkum að Ísland færðist upp um flokk á lista ráðuneytisins árið 2012 en var í öðrum flokki árin 2009-2011. Þar með er ekki sagt að ekki þurfi að aðhafast frekar. Tryggja þarf fjármuni þannig að lögreglan geti sinnt sínu hlutverki. Tryggja þarf vernd fórnarlamba mansals og þannig stuðla að því að ákært verði í mansalsmálum en oft óttast fórnarlömbin afleiðingar þess. Og síðast en ekki síst þarf að upplýsa almenning þannig að hann geti tekið virkan þátt í að berjast gegn mansali og nútímaþrælahaldi sem á ekki að líðast í okkar góða samfélagi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun