Innlent

Ferðamenn fá kennslustund í íslenskum sundsiðareglum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ný herferð frá Inspired by Iceland leggur áherslu á að kenna ferðamönnum hvernig rétt sé að haga sér á Íslandi.
Ný herferð frá Inspired by Iceland leggur áherslu á að kenna ferðamönnum hvernig rétt sé að haga sér á Íslandi. Mynd/Skjáskot
Erlendir ferðamenn fá leiðbeiningar um það hvernig rétt sé að þrífa sig áður en gengið er til sundlauga hér í landi í nýju myndbandi frá markaðsátakinu Inspired by Iceland. Myndbandið er hluti af nýrri herferð sem nefnist Iceland Academy.

Það er Guðmundur, siðameistari sundferða, sem fer yfir sundferðir á Íslandi. Minnir hann á gagnsemi vísunnar Höfuð, herðar, hné og tær þegar kemur að því að muna eftir þeim svæðum sem nauðsynlegt er að þrífa áður en að farið er í sund, allt með aðstoð kviknakins hjálparkokks.

Myndbandið, sem sjá má hér að neðan, er hluti af nýrri herferð Inspired by Iceland sem ætlað er að fræða ferðamenn um Ísland en ásamt sundferðamyndbandinu voru einnig gefin út þrjú önnur myndbönd. 

Hafa myndböndin vakið nokkra athygli ytra og fjallar bandaríski vefmiðilinn Mashable um þau í dag.

 

 

Í umfjöllun vefsins segir að myndbandaherferðin snúist meira um að kynna ferðamönnum fyrir hvernig ferðast megi á Íslandi á öruggan hátt, fremur en að þeim sé ætlað að fjölga ferðamönnum líkt og fyrri herferðir Inspired by Iceland. 

Í öðru myndbandinu er farið yfir mikilvægi þess að keyra ekki utanvegar, ganga utan stíga eða byggja vörður.

 

Þriðja myndbandið fer yfir möguleikana í vetraríþróttum á Íslandi og það fjórða leggur áherslu á hvað þurfi að hafa í huga ætli ferðamenn að ganga á fjöllum og lögð er áhersla á það að fara ekki á jökla án leiðsögumanna sem þekki vel til.

Myndböndin má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×