Sigursteinn Másson: Ákvörðun Hvals hf að veiða ekki stórhvali í sumar mun stórbæta ímynd íslands sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. febrúar 2016 12:08 "Þetta eru mjög góðar fréttir," segir Sigursteinn Másson. Vísir Sigursteinn Másson, talsmaður Alþjóðadýraverndunarsjóðsins fagnar ákvörðun Hvals hf um að veiða ekki stórhvali hér við land í sumar og næstu sumur. Hann segir það eiga eftir að koma í ljós fljótlega hversu jákvæð þessi ákvörðun verður fyrir Ísland. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf, tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi ekki veiða neina stórhvali í sumar né næstu sumur, nema Japanir liðki til í eftirlitskerfi sínu og taki upp nútímaleg vinnubrögð. Að öllu óbreyttu verði fyrirtækinu lokað og því engin starfsemi í Hvalstöðinni í Hvalfirði. „Þetta eru mjög góðar fréttir. Mjög jákvæðar fyrir Ísland, fyrir hvali, dýravelferð og dýravernd. Þessi ákvörðun hefur klárlega verið mjög erfið fyrir Kristján Loftsson og það er saga á bak við þetta fyrirtæki og áreiðanlega erfitt að fara í gegnum allt sem hann er að gera. En það sem er á heildina litið þá mun þessi ákvörðun verða til góðs fyrir sjávarútveginn á Íslandi og fyrir íslenska hagsmuni almennt,” segir Sigursteinn. Hann segir ákvörðunina eiga eftir að bæta ímynd Íslands til muna. „Ef hér er um varanlega ákvörðun að ræða þá er mér til efs að hægt sé að taka eina ákvörðun bætir jafn mikið ímynd Íslands eins og þessi. Það hafa verið vandræði í samskiptum, ekki bara við Bandaríkin heldur líka við Evrópu og ýmis önnur lönd, sem hafa litið þetta hornauga svo vægt sé til orða tekið. Með þessu þá er dýravelferð og dýravernd sett á þann stað á Íslandi sem þessi mál eiga að vera þannig að þetta er mjög afdrifarík ákvörðun sem mun koma fram tiltölulega fljótt hversu jákvæð hún er fyrir Ísland og íslenska hagsmuni,” segir hann. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Sjá meira
Sigursteinn Másson, talsmaður Alþjóðadýraverndunarsjóðsins fagnar ákvörðun Hvals hf um að veiða ekki stórhvali hér við land í sumar og næstu sumur. Hann segir það eiga eftir að koma í ljós fljótlega hversu jákvæð þessi ákvörðun verður fyrir Ísland. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf, tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi ekki veiða neina stórhvali í sumar né næstu sumur, nema Japanir liðki til í eftirlitskerfi sínu og taki upp nútímaleg vinnubrögð. Að öllu óbreyttu verði fyrirtækinu lokað og því engin starfsemi í Hvalstöðinni í Hvalfirði. „Þetta eru mjög góðar fréttir. Mjög jákvæðar fyrir Ísland, fyrir hvali, dýravelferð og dýravernd. Þessi ákvörðun hefur klárlega verið mjög erfið fyrir Kristján Loftsson og það er saga á bak við þetta fyrirtæki og áreiðanlega erfitt að fara í gegnum allt sem hann er að gera. En það sem er á heildina litið þá mun þessi ákvörðun verða til góðs fyrir sjávarútveginn á Íslandi og fyrir íslenska hagsmuni almennt,” segir Sigursteinn. Hann segir ákvörðunina eiga eftir að bæta ímynd Íslands til muna. „Ef hér er um varanlega ákvörðun að ræða þá er mér til efs að hægt sé að taka eina ákvörðun bætir jafn mikið ímynd Íslands eins og þessi. Það hafa verið vandræði í samskiptum, ekki bara við Bandaríkin heldur líka við Evrópu og ýmis önnur lönd, sem hafa litið þetta hornauga svo vægt sé til orða tekið. Með þessu þá er dýravelferð og dýravernd sett á þann stað á Íslandi sem þessi mál eiga að vera þannig að þetta er mjög afdrifarík ákvörðun sem mun koma fram tiltölulega fljótt hversu jákvæð hún er fyrir Ísland og íslenska hagsmuni,” segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Sjá meira
Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24