Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Þór Þ. 86-62 | Fimmti sigurleikurinn í röð hjá Haukum Kristinn Páll Teitsson í Schenker-höllinni skrifar 26. febrúar 2016 21:45 Kári Jónsson hefur spilað frábærlega í undanförnum leikjum. vísir/anton Haukar sendu sterk skilaboð fyrir úrslitakeppnina með öruggum 24 stiga sigri á Þór Þorlákshöfn á heimavelli í kvöld 86-62 en eftir að hafa verið undir lengst af í fyrsta leikhluta steig vörn liðsins upp og sigldi sigrinum heim. Þórsarar byrjuðu leikinn af krafti og leiddu lengst af í fyrsta leikhluta en eftir að hafa náð forskotinu undir lok fyrsta leikhluta slepptu Haukar forskotinu aldrei það sem eftir lifði leiks. Þórsarar áttu í miklum erfiðleikum í sókninni eins og tölurnar gefa að skilja og gerðu Haukar nóg í sóknarleiknum til þess að sigla sigrinum heim en Haukar áttu möguleika á því að gera út um leikinn í þriðja leikhluta. Liðin sátu fyrir leik kvöldsins jöfn að stigum í 4. og 5. sæti Dominos-deildarinnar þegar aðeins fjórar umferðir eftir og var því að miklu að keppa í baráttunni um heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Haukar unnu fyrri leik liðanna með átján stigum í Þorlákshöfn og þurftu Þórsarar því að vinna upp ansi stórt forskot ef þeir ætluðu sér að hafa betur í innbyrðisviðureignununum. Gestirnir úr Þorlákshöfn mættu grimmari til leiks og spiluðu góða vörn gegn Haukaliðinu á upphafsmínútunum. Gekk leikplanið vel upp fyrstu fimm mínúturnar og tók Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, leikhlé til þess að vekja sína menn til lífsins eftir fimm mínútur. Það virtist vekja Haukaliðið til lífsins sem spilaði mun betur lokamínútur leikhlutans með 12-5 rispu og leiddi 19-18 að fyrsta leikhluta loknum. Haukavörnin virtist hafa fundið svör við sóknarleik Þórsara og Kári Jónsson setti tóninn snemma í öðrum leikhluta með tveimur þriggja stiga körfum í röð. Haukamenn voru töluvert sterkari í leikhlutanum og náðu ellefu stiga forskoti rétt fyrir lok hálfleiksins en Þórsarar náðu að minnka muninn í átta stig fyrir lok fyrri hálfleiks, 42-34. Varnarleikur Hauka hélt áfram að halda vel aftur af sóknarleik gestanna og náðu Haukar smátt og smátt að bæta við forskotið í þriðja leikhluta. Þórsarar byrjuðu af krafti og settu fyrstu fimm stig þriðja leikhluta á fyrstu mínútunni en þá virtist blaðran springa. Varnarleikur Hauka hrökk í gír og hóf sóknarleikur liðsins að ganga betur um leið. Luku Haukar leikhlutanum á 20-7 kafla og tóku 16 stiga forskot inn í lokaleikhlutann, 62-46. Allar vonir Þórsara um að taka eitthvað úr þessum leik hurfu á upphafsmínútum fjórða leikhluta þegar Haukamenn tóku 15-2 rispu og náðu um tíma 29 stiga forskoti. Eftir það var í raun formsatriði að klára leikinn og sendu þjálfararnir inn yngri leikmenn til þess að ljúka leiknum. Tókst Þórsurum að klóra í bakkann og minnka muninn en aldrei að ógna öruggu forskoti Hauka. Gríðarlega mikilvægur sigur hjá Haukum sem eru komnir með tveggja stiga forskot á Þór Þorlákshöfn og Njarðvík í baráttunni um 4. sætið þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. Haukar gætu enn skotist upp í 2-3. sæti deildarinnar en Haukamenn eru aðeins tveimur stigum á eftir Keflavík og Stjörnunni eftir tap Keflvíkinga í kvöld. Brandon Mobley fór fyrir liði Hauka í kvöld með 32 stig/9 fráköst en Kári Jónsson bætti við 19 stigum. Í liði gestanna var það Ragnar Nathanaelsson sem var stigahæstur með 17 stig ásamt því að taka niður 12 fráköst.Haukar-Þór Þ. 86-62 (19-18, 23-16, 20-12, 24-16)Haukar: Brandon Mobley 32/9 fráköst, Kári Jónsson 19/5 fráköst/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 12/8 fráköst, Haukur Óskarsson 10/7 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Kristinn Jónasson 6/5 fráköst, Kristinn Marinósson 3/7 fráköst, Arnór Bjarki Ívarsson 2, Emil Barja 2/6 stoðsendingar.Þór Þorlákshöfn: Ragnar Ágúst Nathanaelsson 17/12 fráköst/3 varin skot, Vance Michael Hall 12/6 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 10/5 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 6, Ragnar Örn Bragason 6/6 fráköst, Emil Karel Einarsson 4/5 fráköst, Magnús Breki Þórðason 3, Grétar Ingi Erlendsson 2, Benjamín Þorri Benjamínsson 2. Einar: Þegar menn mæta í búning eiga þeir að leggja sig fram„Ætli orðið áfall eigi ekki vel við núna, ég er mjög hissa á okkar framgöngu í kvöld. Þetta voru mikil vonbrigði,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, aðspurður út í orð yfir frammistöðu liðsins í kvöld. Þórsarar voru afar flatir og hreint út sagt slakir í 35. mínútur eftir að hafa leikið vel á upphafsmínútunum. „Þessar fyrstu fimm mínútur blekktu okkur alla. Það var kraftur í liðinu og leiddum um tíma en eftir að þeir ná forskotinu fórum við frá öllum þeim áætlununm sem við höfðum. Þetta var einfaldlega karakterslaust.“ Einar greindi frá því að tveir leikmenn liðsins væru með flensu en hann vildi ekki kenna því um neitt. „Það er flensa að ganga og við erum með menn eins og Vance og Halldór Garðar sem hafa verið í flensu en það sama er að segja af Haukum. Það er enginn afsökun. Ef menn mæta í búning þá eiga þeir að leggja sig fram en því miður varð það ekki í kvöld nema í einhverjar fimm mínútur.“ Sóknarleikur liðsins gekk afar illa eins og stigataflan sýndi í kvöld. „Við vorum bara slakir í sókninni allan leikinn og ýtum okkur fyrir vikið úr baráttunni um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Ég vonaðist til þess að sjá liðið taka skref í rétta átt fyrir þessa stóru leiki sem eru framundan,“ sagði Einar sem hélt áfram: „Ég trúi því að við höfum snert botninn í kvöld all hressilega og núna er bara spurning hvernig við bregðumst við þessu. Ef við bjóðum upp á þetta áfram þá erum við ekki að fara að vinna marga leiki. Ég geri miklar kröfur til liðsins og við vorum bara einfaldlega ekki klárir í dag.“ Ívar: Sögðum Brandon að hætta að tuða og einbeita sér að leiknum„Ég er ánægður með margt en sérstaklega varnarleikinn. Hann var frábær í dag og ég verð einnig að hrósa Brandon Mobley. Hann svaraði því sem við ræddum við hann eftir síðasta leik,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, glaðbeittur þegar hann var spurður út í góða frammistöðu liðsins í kvöld. „Brandon kom til baka eftir skelfilegan leik síðast þar sem hann var að eyða of miklu púðri í að vera pirraður og tuða í dómurunum. Við töluðum við hann um að einbeita sér að leiknum og ég sagði honum að ef hann færi að kvarta yrði hann einfaldlega tekinn útaf.“ Ívar missti af stærstum hluta undirbúningsins fyrir leikinn vegna verkefna kvennalandsliðsins. „Ég er sem betur fer með góða aðstoðarmenn og strákarnir virðast alltaf spila betur þegar maður fer eitthvað í burtu. Ég varð smá smeykur í byrjun þegar við vorum að gera of mikið af mistökum í sókninni en strákarnir brugðust vel við.“ Sigurinn var vís í fjórða leikhluta en Haukar gátu gert út um leikinn mun fyrr gegn slökum Þórsurum. „Ég varð smá stressaður í 3. leikhluta þegar við gátum gert út um leikinn en náðum því ekki. Við vorum frábærir varnarlega en við vorum ekki að ná að refsa þeim sóknarlega en strákarnir leystu þetta frábærlega og nokkrir þeirra þrátt fyrir að vera fárveikir,“ sagði Ívar sem staðfesti að nokkrir leikmenn liðsins væru með flensu líkt og í liði Þórsara. „Þetta er hjá öllum liðunum í deildinni, þessi flensa er skæð og ég veit að Þórsarar voru í sama vanda. Þetta jafnaðist eflaust út en ég er ánægður með það hvernig strákarnir brugðust við.“ Ragnar: Fórum út úr húsinu eftir fimm mínútur„Við erum bara ennþá í Þorlákshöfn virðist vera. Við mættum engan veginn klárir til leiks,“ sagði Ragnar Nathanaelsson, miðherji Þórs, hreinskilinn, aðspurður út í andleysi liðsins í kvöld. „Við vorum einhversstaðar allt annarsstaðar að gera eitthvað allt annað en að spila körfubolta í kvöld. Það mætti ekki einn einasti leikmaður klár í slaginn og við þurfum að vinna í hugarfarinu fyrir næsta leik.“ Ragnar sá ekkert fyrir leik sem benti til þess að liðið myndi mæta jafn illa til leiks og raun bar vitni. „Það er ekkert hægt að sakast við undirbúninginn. Hann var frábær hjá okkur en við höfum greinilega ekki móttekið skilaboðin. Þjálfaranir undirbúa hvern leik mjög vel en við tókum greinilega ekki inn skilaboðin í dag.“ Þórsarar leiddu þegar fimm mínútur voru búnar af leiknum. „Þá einfaldlega fórum við úr húsinu, við vorum einfaldlega búnir. Við virtumst vera hissa á því að þeir væru með gott lið en við lærum vonandi af þessu. “ Aðspurður sagðist Ragnar ekki hafa áhyggjur af sóknarleiknum þrátt fyrir að Þórsarar hafi aðeins sett 60 stig í dag. „Ekki áhyggjur nei, þetta var einfaldlega ekki okkar dagur. Við vorum ekki að hlaupa okkar sóknir og fengum opin skot en þau voru ekki að detta. Við gleymum þessu og mætum hressir á æfingu á morgun. Við þurfum að mæta betur stemmdir til leiks þá.“Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira
Haukar sendu sterk skilaboð fyrir úrslitakeppnina með öruggum 24 stiga sigri á Þór Þorlákshöfn á heimavelli í kvöld 86-62 en eftir að hafa verið undir lengst af í fyrsta leikhluta steig vörn liðsins upp og sigldi sigrinum heim. Þórsarar byrjuðu leikinn af krafti og leiddu lengst af í fyrsta leikhluta en eftir að hafa náð forskotinu undir lok fyrsta leikhluta slepptu Haukar forskotinu aldrei það sem eftir lifði leiks. Þórsarar áttu í miklum erfiðleikum í sókninni eins og tölurnar gefa að skilja og gerðu Haukar nóg í sóknarleiknum til þess að sigla sigrinum heim en Haukar áttu möguleika á því að gera út um leikinn í þriðja leikhluta. Liðin sátu fyrir leik kvöldsins jöfn að stigum í 4. og 5. sæti Dominos-deildarinnar þegar aðeins fjórar umferðir eftir og var því að miklu að keppa í baráttunni um heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Haukar unnu fyrri leik liðanna með átján stigum í Þorlákshöfn og þurftu Þórsarar því að vinna upp ansi stórt forskot ef þeir ætluðu sér að hafa betur í innbyrðisviðureignununum. Gestirnir úr Þorlákshöfn mættu grimmari til leiks og spiluðu góða vörn gegn Haukaliðinu á upphafsmínútunum. Gekk leikplanið vel upp fyrstu fimm mínúturnar og tók Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, leikhlé til þess að vekja sína menn til lífsins eftir fimm mínútur. Það virtist vekja Haukaliðið til lífsins sem spilaði mun betur lokamínútur leikhlutans með 12-5 rispu og leiddi 19-18 að fyrsta leikhluta loknum. Haukavörnin virtist hafa fundið svör við sóknarleik Þórsara og Kári Jónsson setti tóninn snemma í öðrum leikhluta með tveimur þriggja stiga körfum í röð. Haukamenn voru töluvert sterkari í leikhlutanum og náðu ellefu stiga forskoti rétt fyrir lok hálfleiksins en Þórsarar náðu að minnka muninn í átta stig fyrir lok fyrri hálfleiks, 42-34. Varnarleikur Hauka hélt áfram að halda vel aftur af sóknarleik gestanna og náðu Haukar smátt og smátt að bæta við forskotið í þriðja leikhluta. Þórsarar byrjuðu af krafti og settu fyrstu fimm stig þriðja leikhluta á fyrstu mínútunni en þá virtist blaðran springa. Varnarleikur Hauka hrökk í gír og hóf sóknarleikur liðsins að ganga betur um leið. Luku Haukar leikhlutanum á 20-7 kafla og tóku 16 stiga forskot inn í lokaleikhlutann, 62-46. Allar vonir Þórsara um að taka eitthvað úr þessum leik hurfu á upphafsmínútum fjórða leikhluta þegar Haukamenn tóku 15-2 rispu og náðu um tíma 29 stiga forskoti. Eftir það var í raun formsatriði að klára leikinn og sendu þjálfararnir inn yngri leikmenn til þess að ljúka leiknum. Tókst Þórsurum að klóra í bakkann og minnka muninn en aldrei að ógna öruggu forskoti Hauka. Gríðarlega mikilvægur sigur hjá Haukum sem eru komnir með tveggja stiga forskot á Þór Þorlákshöfn og Njarðvík í baráttunni um 4. sætið þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. Haukar gætu enn skotist upp í 2-3. sæti deildarinnar en Haukamenn eru aðeins tveimur stigum á eftir Keflavík og Stjörnunni eftir tap Keflvíkinga í kvöld. Brandon Mobley fór fyrir liði Hauka í kvöld með 32 stig/9 fráköst en Kári Jónsson bætti við 19 stigum. Í liði gestanna var það Ragnar Nathanaelsson sem var stigahæstur með 17 stig ásamt því að taka niður 12 fráköst.Haukar-Þór Þ. 86-62 (19-18, 23-16, 20-12, 24-16)Haukar: Brandon Mobley 32/9 fráköst, Kári Jónsson 19/5 fráköst/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 12/8 fráköst, Haukur Óskarsson 10/7 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Kristinn Jónasson 6/5 fráköst, Kristinn Marinósson 3/7 fráköst, Arnór Bjarki Ívarsson 2, Emil Barja 2/6 stoðsendingar.Þór Þorlákshöfn: Ragnar Ágúst Nathanaelsson 17/12 fráköst/3 varin skot, Vance Michael Hall 12/6 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 10/5 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 6, Ragnar Örn Bragason 6/6 fráköst, Emil Karel Einarsson 4/5 fráköst, Magnús Breki Þórðason 3, Grétar Ingi Erlendsson 2, Benjamín Þorri Benjamínsson 2. Einar: Þegar menn mæta í búning eiga þeir að leggja sig fram„Ætli orðið áfall eigi ekki vel við núna, ég er mjög hissa á okkar framgöngu í kvöld. Þetta voru mikil vonbrigði,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, aðspurður út í orð yfir frammistöðu liðsins í kvöld. Þórsarar voru afar flatir og hreint út sagt slakir í 35. mínútur eftir að hafa leikið vel á upphafsmínútunum. „Þessar fyrstu fimm mínútur blekktu okkur alla. Það var kraftur í liðinu og leiddum um tíma en eftir að þeir ná forskotinu fórum við frá öllum þeim áætlununm sem við höfðum. Þetta var einfaldlega karakterslaust.“ Einar greindi frá því að tveir leikmenn liðsins væru með flensu en hann vildi ekki kenna því um neitt. „Það er flensa að ganga og við erum með menn eins og Vance og Halldór Garðar sem hafa verið í flensu en það sama er að segja af Haukum. Það er enginn afsökun. Ef menn mæta í búning þá eiga þeir að leggja sig fram en því miður varð það ekki í kvöld nema í einhverjar fimm mínútur.“ Sóknarleikur liðsins gekk afar illa eins og stigataflan sýndi í kvöld. „Við vorum bara slakir í sókninni allan leikinn og ýtum okkur fyrir vikið úr baráttunni um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Ég vonaðist til þess að sjá liðið taka skref í rétta átt fyrir þessa stóru leiki sem eru framundan,“ sagði Einar sem hélt áfram: „Ég trúi því að við höfum snert botninn í kvöld all hressilega og núna er bara spurning hvernig við bregðumst við þessu. Ef við bjóðum upp á þetta áfram þá erum við ekki að fara að vinna marga leiki. Ég geri miklar kröfur til liðsins og við vorum bara einfaldlega ekki klárir í dag.“ Ívar: Sögðum Brandon að hætta að tuða og einbeita sér að leiknum„Ég er ánægður með margt en sérstaklega varnarleikinn. Hann var frábær í dag og ég verð einnig að hrósa Brandon Mobley. Hann svaraði því sem við ræddum við hann eftir síðasta leik,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, glaðbeittur þegar hann var spurður út í góða frammistöðu liðsins í kvöld. „Brandon kom til baka eftir skelfilegan leik síðast þar sem hann var að eyða of miklu púðri í að vera pirraður og tuða í dómurunum. Við töluðum við hann um að einbeita sér að leiknum og ég sagði honum að ef hann færi að kvarta yrði hann einfaldlega tekinn útaf.“ Ívar missti af stærstum hluta undirbúningsins fyrir leikinn vegna verkefna kvennalandsliðsins. „Ég er sem betur fer með góða aðstoðarmenn og strákarnir virðast alltaf spila betur þegar maður fer eitthvað í burtu. Ég varð smá smeykur í byrjun þegar við vorum að gera of mikið af mistökum í sókninni en strákarnir brugðust vel við.“ Sigurinn var vís í fjórða leikhluta en Haukar gátu gert út um leikinn mun fyrr gegn slökum Þórsurum. „Ég varð smá stressaður í 3. leikhluta þegar við gátum gert út um leikinn en náðum því ekki. Við vorum frábærir varnarlega en við vorum ekki að ná að refsa þeim sóknarlega en strákarnir leystu þetta frábærlega og nokkrir þeirra þrátt fyrir að vera fárveikir,“ sagði Ívar sem staðfesti að nokkrir leikmenn liðsins væru með flensu líkt og í liði Þórsara. „Þetta er hjá öllum liðunum í deildinni, þessi flensa er skæð og ég veit að Þórsarar voru í sama vanda. Þetta jafnaðist eflaust út en ég er ánægður með það hvernig strákarnir brugðust við.“ Ragnar: Fórum út úr húsinu eftir fimm mínútur„Við erum bara ennþá í Þorlákshöfn virðist vera. Við mættum engan veginn klárir til leiks,“ sagði Ragnar Nathanaelsson, miðherji Þórs, hreinskilinn, aðspurður út í andleysi liðsins í kvöld. „Við vorum einhversstaðar allt annarsstaðar að gera eitthvað allt annað en að spila körfubolta í kvöld. Það mætti ekki einn einasti leikmaður klár í slaginn og við þurfum að vinna í hugarfarinu fyrir næsta leik.“ Ragnar sá ekkert fyrir leik sem benti til þess að liðið myndi mæta jafn illa til leiks og raun bar vitni. „Það er ekkert hægt að sakast við undirbúninginn. Hann var frábær hjá okkur en við höfum greinilega ekki móttekið skilaboðin. Þjálfaranir undirbúa hvern leik mjög vel en við tókum greinilega ekki inn skilaboðin í dag.“ Þórsarar leiddu þegar fimm mínútur voru búnar af leiknum. „Þá einfaldlega fórum við úr húsinu, við vorum einfaldlega búnir. Við virtumst vera hissa á því að þeir væru með gott lið en við lærum vonandi af þessu. “ Aðspurður sagðist Ragnar ekki hafa áhyggjur af sóknarleiknum þrátt fyrir að Þórsarar hafi aðeins sett 60 stig í dag. „Ekki áhyggjur nei, þetta var einfaldlega ekki okkar dagur. Við vorum ekki að hlaupa okkar sóknir og fengum opin skot en þau voru ekki að detta. Við gleymum þessu og mætum hressir á æfingu á morgun. Við þurfum að mæta betur stemmdir til leiks þá.“Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira