Breyting úr málverki í tungumál í bókstaflegum skilningi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2016 10:45 “Þetta voru fígúratív verk og það var einhver frásögn í þeim öllum,” segir Guðjón. Vísir/Stefán „Ég er að stokka upp nítján málverk sem ég vann á níunda áratugnum, þá vann ég sem málari eins og margir gerðu á þeim tíma. Þetta voru fígúratív verk og það var einhver frásögn í þeim öllum,“ byrjar Guðjón Ketilsson myndlistarmaður þegar ég bið hann að lýsa því sem fyrir augun ber á sýningu hans Málverk í Hverfisgalleríi. Hann kveðst aðallega vera skúlptúristi og síðustu árin hafa gert mörg verk sem ganga út á endurskipulagningu og uppröðun. Þau sem blasa við í Hverfisgalleríi við Hverfisgötu 4 falla fullkomlega inn í þann ramma. „Hér er um að ræða umbreytingu á málverki yfir í tungumál í bókstaflegum skilningi,“ segir Guðjón og lýsir vinnuferlinu í fáum orðum. „Ég fékk Þórunni Hjartardóttur sjónlýsara til að gera texta um hvert og eitt málverk, en skar þau í ræmur sem ég hlóð upp og límdi saman þannig að þau líta út eins og kjölur á bók. Við hliðina á þeim massa er textinn hennar Þórunnar á álstöng og er mikilvægur hluti verksins því hann stendur fyrir þá mynd sem eitt sinn var.“ Önnur myndröð Guðjóns á sýningunni er gerð úr málningarskálum eða diskum sem hann hefur blandað liti á og geymt á vinnustofunni frá miðjum 10. áratugnum til ársloka 2015. „Ég pússaði málningarílátin niður með sandpappír þannig að nú má lesa þau eins og veggfóðurslög eða jafnvel jarðsögu,“ segir Guðjón sem kveðst ekki hafa gert neitt þessu líkt áður þó oft hafi hann unnið með fundið efni, meðal annars húsgögn sem hann hafi keypt á mörkuðum. Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Loksins kominn til okkar“ Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Hittast á laun Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég er að stokka upp nítján málverk sem ég vann á níunda áratugnum, þá vann ég sem málari eins og margir gerðu á þeim tíma. Þetta voru fígúratív verk og það var einhver frásögn í þeim öllum,“ byrjar Guðjón Ketilsson myndlistarmaður þegar ég bið hann að lýsa því sem fyrir augun ber á sýningu hans Málverk í Hverfisgalleríi. Hann kveðst aðallega vera skúlptúristi og síðustu árin hafa gert mörg verk sem ganga út á endurskipulagningu og uppröðun. Þau sem blasa við í Hverfisgalleríi við Hverfisgötu 4 falla fullkomlega inn í þann ramma. „Hér er um að ræða umbreytingu á málverki yfir í tungumál í bókstaflegum skilningi,“ segir Guðjón og lýsir vinnuferlinu í fáum orðum. „Ég fékk Þórunni Hjartardóttur sjónlýsara til að gera texta um hvert og eitt málverk, en skar þau í ræmur sem ég hlóð upp og límdi saman þannig að þau líta út eins og kjölur á bók. Við hliðina á þeim massa er textinn hennar Þórunnar á álstöng og er mikilvægur hluti verksins því hann stendur fyrir þá mynd sem eitt sinn var.“ Önnur myndröð Guðjóns á sýningunni er gerð úr málningarskálum eða diskum sem hann hefur blandað liti á og geymt á vinnustofunni frá miðjum 10. áratugnum til ársloka 2015. „Ég pússaði málningarílátin niður með sandpappír þannig að nú má lesa þau eins og veggfóðurslög eða jafnvel jarðsögu,“ segir Guðjón sem kveðst ekki hafa gert neitt þessu líkt áður þó oft hafi hann unnið með fundið efni, meðal annars húsgögn sem hann hafi keypt á mörkuðum.
Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Loksins kominn til okkar“ Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Hittast á laun Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira