Tekst goðsögninni að endurheimta mannorð sitt í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. febrúar 2016 09:00 Vísir/Getty Goðsögnin Anderson Silva mætir Michael Bisping á UFC bardagakvöldinu í London í kvöld. Þetta verður fyrsti bardagi Silva eftir að hafa afplánað eins árs keppnisbann. Það kom mörgum í opna skjöldu er Anderson Silva féll á lyfjaprófi eftir bardaga hans gegn Nick Diaz. Í lyfjaprófi hans fundust tveir anabólískir sterar og hefur það sett stóran svartan blett á feril eins besta bardagamann sögunnar. Það bætti svo ekki úr skák hve léleg málsvörn Silva var. Hann hélt allan tímann fram sakleysi sínu og hélt því fram að stinningarlyf sem hann tók hafi innihaldið anabólaska sterann drostanolone. Nánar má lesa um málið hér. Eftir að hafa verið einn virtasti bardagamaður heims í mörg ár hefur Anderson Silva orðið að aðhlátursefni. Hann getur þó endurheimt mannorð sitt að einhverju leyti á morgun. Það má ekki gleyma því að Anderson Silva er einn magnaðasti bardagamaður í sögu MMA. Silva sigraði 16 bardaga í röð í UFC, hefur klárað 14 bardaga í UFC og hélt millivigtarbeltinu í 2457 daga en allt þetta eru met í UFC. Andstæðingar Silva voru oft á tíðum búnir að tapa áður en þeir gengu inn í búrið gegn honum. Þeir voru hræddir við hann og virtist hann vera gjörsamlega ósigrandi. Það var hins vegar einn maður sem virtist ekki óttast hann, Chris Weidman. Bandaríkjamaðurinn byrjaði á að rota Silva og hálfu ári síðar braut Silva sköflunginn sinn í bardaga gegn Weidman. Þessi ósnertanlega ára sem Silva var með var horfin og virðist hinn fertugi Silva ekki vera nálægt því sami bardagamaðurinn og hann var þegar hann var uppi á sitt besta. Ekki er öll von úti þó. Takist honum að klára Bisping á sannfærandi hátt, og standast öll lyfjapróf, er aldrei að vita nema Anderson Silva fái möguleika á að berjast aftur um titilinn. Bardagakvöldið í kvöld fer fram í London og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 21 en eftirtaldir fjórir bardagar verða sýndir.Millivigt: Anderson Silva gegn Michael BispingMillivigt: Gegard Mousasi gegn Thales LeitesVeltivigt: Tom Breese gegn Keita NakamuraBantamvigt: Francisco Rivera gegn Brad Pickett MMA Mest lesið Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Fleiri fréttir Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Sjá meira
Goðsögnin Anderson Silva mætir Michael Bisping á UFC bardagakvöldinu í London í kvöld. Þetta verður fyrsti bardagi Silva eftir að hafa afplánað eins árs keppnisbann. Það kom mörgum í opna skjöldu er Anderson Silva féll á lyfjaprófi eftir bardaga hans gegn Nick Diaz. Í lyfjaprófi hans fundust tveir anabólískir sterar og hefur það sett stóran svartan blett á feril eins besta bardagamann sögunnar. Það bætti svo ekki úr skák hve léleg málsvörn Silva var. Hann hélt allan tímann fram sakleysi sínu og hélt því fram að stinningarlyf sem hann tók hafi innihaldið anabólaska sterann drostanolone. Nánar má lesa um málið hér. Eftir að hafa verið einn virtasti bardagamaður heims í mörg ár hefur Anderson Silva orðið að aðhlátursefni. Hann getur þó endurheimt mannorð sitt að einhverju leyti á morgun. Það má ekki gleyma því að Anderson Silva er einn magnaðasti bardagamaður í sögu MMA. Silva sigraði 16 bardaga í röð í UFC, hefur klárað 14 bardaga í UFC og hélt millivigtarbeltinu í 2457 daga en allt þetta eru met í UFC. Andstæðingar Silva voru oft á tíðum búnir að tapa áður en þeir gengu inn í búrið gegn honum. Þeir voru hræddir við hann og virtist hann vera gjörsamlega ósigrandi. Það var hins vegar einn maður sem virtist ekki óttast hann, Chris Weidman. Bandaríkjamaðurinn byrjaði á að rota Silva og hálfu ári síðar braut Silva sköflunginn sinn í bardaga gegn Weidman. Þessi ósnertanlega ára sem Silva var með var horfin og virðist hinn fertugi Silva ekki vera nálægt því sami bardagamaðurinn og hann var þegar hann var uppi á sitt besta. Ekki er öll von úti þó. Takist honum að klára Bisping á sannfærandi hátt, og standast öll lyfjapróf, er aldrei að vita nema Anderson Silva fái möguleika á að berjast aftur um titilinn. Bardagakvöldið í kvöld fer fram í London og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 21 en eftirtaldir fjórir bardagar verða sýndir.Millivigt: Anderson Silva gegn Michael BispingMillivigt: Gegard Mousasi gegn Thales LeitesVeltivigt: Tom Breese gegn Keita NakamuraBantamvigt: Francisco Rivera gegn Brad Pickett
MMA Mest lesið Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Fleiri fréttir Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Sjá meira