Rakel Dögg: Var komin með ógeð á silfrinu Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöll skrifar 27. febrúar 2016 15:40 Þann 12. febrúar 2016 lék Rakel Dögg Bragadóttir sinn fyrsta handboltaleik í tvö ár eftir að hafa neyðst til að leggja skóna á hilluna aðeins 27 ára vegna höfuðmeiðsla. Nú tveimur vikum síðar er Rakel bikarmeistari með sínu uppeldisfélagi, Stjörnunni, en hún lét til sín taka í vörninni í úrslitaleiknum gegn Gróttu í dag. En var þetta allt planað hjá henni, þ.e. tímasetningin á endurkomunni? "Nei nei," sagði Rakel og hló. "En auðvitað var þetta viss gulrót. Ég átti barn í haust og þurfti tíma til að jafna mig eftir það. En bikarinn var í febrúar svo þetta var fín tímasetning," bætti Rakel við. Hún kveðst núna ánægð með að hafa tekið þá ákvörðun að snúa aftur á völlinn. "Ég er agalega sátt með að hafa tekið þessa ákvörðun. Það eru forréttindi að taka þátt, sérstaklega þegar ég hugsa til baka. Ég gat varla farið í göngutúr, hvað þá að vera inni í svona látum. "Í dag er ég með stelpunum og fæ að taka þátt í þessu sem er yndislegt," sagði Rakel sem bætti því við að hún eigi enn töluvert í land enda langt síðan hún spilaði handbolta síðast. Rakel er á því að sigurinn á Gróttu hafi verið sanngjarn en Stjörnuliðið spilaði gríðarlega sterka vörn og skynsaman sóknarleik í leiknum í dag. "Mér fannst við vera með tök á leiknum allan tímann og eiga þetta skilið. Mér fannst stemmningin okkar megin, við vorum með sjálfstraust og skynsamar," sagði Rakel sem vann sinn þriðja bikarmeistaratitil í dag. Úrslitaleikir hafa ekki verið bestu vinir Stjörnunnar á undanförnum árum en síðan 2013 hefur liðið tapað þremur úrslitaeinvígjum um Íslandsmeistaratitilinn auk bikarúrslitaleiks. Rakel segir sigurinn í dag sérstaklega mikilvægan í því ljósi. "Loksins fæ ég gullið, ég er komin með ógeð á silfrinu. Ég veit ekki einu sinni hvar þeir peningar eru en þessi fær að hanga uppi í dágóðan tíma," sagði Rakel. "Það er stórt skref að ná að klára úrslitaleik. Það er erfitt fyrir sálartetrið að vera alltaf að tapa. Við stóðumst áhlaupin þeirra og brotnuðum ekki sem ég er ógeðslega ánægð með," sagði Rakel að endingu. Olís-deild kvenna Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira
Þann 12. febrúar 2016 lék Rakel Dögg Bragadóttir sinn fyrsta handboltaleik í tvö ár eftir að hafa neyðst til að leggja skóna á hilluna aðeins 27 ára vegna höfuðmeiðsla. Nú tveimur vikum síðar er Rakel bikarmeistari með sínu uppeldisfélagi, Stjörnunni, en hún lét til sín taka í vörninni í úrslitaleiknum gegn Gróttu í dag. En var þetta allt planað hjá henni, þ.e. tímasetningin á endurkomunni? "Nei nei," sagði Rakel og hló. "En auðvitað var þetta viss gulrót. Ég átti barn í haust og þurfti tíma til að jafna mig eftir það. En bikarinn var í febrúar svo þetta var fín tímasetning," bætti Rakel við. Hún kveðst núna ánægð með að hafa tekið þá ákvörðun að snúa aftur á völlinn. "Ég er agalega sátt með að hafa tekið þessa ákvörðun. Það eru forréttindi að taka þátt, sérstaklega þegar ég hugsa til baka. Ég gat varla farið í göngutúr, hvað þá að vera inni í svona látum. "Í dag er ég með stelpunum og fæ að taka þátt í þessu sem er yndislegt," sagði Rakel sem bætti því við að hún eigi enn töluvert í land enda langt síðan hún spilaði handbolta síðast. Rakel er á því að sigurinn á Gróttu hafi verið sanngjarn en Stjörnuliðið spilaði gríðarlega sterka vörn og skynsaman sóknarleik í leiknum í dag. "Mér fannst við vera með tök á leiknum allan tímann og eiga þetta skilið. Mér fannst stemmningin okkar megin, við vorum með sjálfstraust og skynsamar," sagði Rakel sem vann sinn þriðja bikarmeistaratitil í dag. Úrslitaleikir hafa ekki verið bestu vinir Stjörnunnar á undanförnum árum en síðan 2013 hefur liðið tapað þremur úrslitaeinvígjum um Íslandsmeistaratitilinn auk bikarúrslitaleiks. Rakel segir sigurinn í dag sérstaklega mikilvægan í því ljósi. "Loksins fæ ég gullið, ég er komin með ógeð á silfrinu. Ég veit ekki einu sinni hvar þeir peningar eru en þessi fær að hanga uppi í dágóðan tíma," sagði Rakel. "Það er stórt skref að ná að klára úrslitaleik. Það er erfitt fyrir sálartetrið að vera alltaf að tapa. Við stóðumst áhlaupin þeirra og brotnuðum ekki sem ég er ógeðslega ánægð með," sagði Rakel að endingu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira