Fjárfestinn Warren Buffett harmar slæmt umtal forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum um efnahagskerfi landsins. Buffett telur að frambjóðendurnir séu að láta landsmenn halda að börn þeirra hafi það verra en hafi það í raun. Þetta gerði hann í árlegu bréfi sínu til hluthafa Berkshire Hathaway sem sent var út í dag.
„Það er kosningaár og frambjóðendur gera ekki annað en að tala um vandamál landsins (sem aðeins þeir geta leyst),“ segir í bréfinu. Afleiðing þessa sé að fólk telji að börn þeirra hafi það slæmt. „Það er einfaldlega ekki rétt. Börn í Bandaríkjunum nú eru þau lánsömustu frá upphafi hvað lífskjör varðar.“
Donald Trump, einn líklegasti kandídat Repúblikana flokksins sem stendur, hefur til að mynda verið tíðrætt um að markaður landsins sé stór bóla sem hann vonar að springi áður en hann tekur við embætti.
„Millistéttarfjölskyldur dagsins í dag búa við miklu mun meiri lífsgæði heldur en sambærilegar fjölskyldur á tímum John D. Rockefeller eða um það leiti sem ég var að fæðast,“ segir Buffet í bréfinu.
Buffett ósáttur við forsetaframbjóðendur

Tengdar fréttir

Gengu hart fram gegn Trump
Ted Cruz og Marco Rubio notuðu kappræður næturinnar til að reyna að hægja á velgengni Trump.

Chris Cristie lýsir yfir stuðningi við Trump
Cristie dró sig úr kapphlaupinu um Hvíta húsið fyrr í þessum mánuði.