Hlynur: Svo stoltur af þessu liði að það hálfa væri nóg Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. febrúar 2016 18:55 Hlynur Morthens með bikarinn í dag. vísir/andri marinó Hlynur Morthens, markvörður Vals, átti flottan leik þegar Hlíðarendapiltar lögðu Gróttu, 25-23, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í handbolta í dag. "Þegar það er bikar í húfi þá verður maður að gefa sig allan í þetta," sagði Hlynur hress og kátur við Vísi eftir leikinn í dag. "Það er enginn morgundagur í þessu. Ef maður klikkar í svona leik er maður bara grenjandi í viku og ég nenni því ekki." Hlynur varði tólf skot í leiknum og var með 34 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann var frábær framan af í seinni hálfleik þar sem Valur náði fimm marka forskoti sem lagði grunninn að sigrinum. "Við byrjuðum seinni hálfleikinn mjög vel. Bæði lið voru samt þreytt. En við náðum fimm marka forskoti. Þeir samt hættu aldrei enda er þetta drullu gott lið," sagði Hlynur um Gróttuna. "Ég veit ekki hvernig við fórum að því að klára þetta. Markvarslan hjá mér var ekki góð síðasta korterið, en þetta dugði og ég er ánægður með það." Varnarleikur Valsliðsins var frábær alla helgina, en liðið komst í úrslitin með því að leggja topplið Hauka í undanúrslitum þökk sé sterkum varnarleik. "Varnarleikurinn var frábær í báðum leikjum. Orkan sem fór í leikinn í gær var lygileg en menn náðu að rífa sig upp í dag. Það var bara ótrúlegt að sjá þetta. Ég er svo stoltur af þessu liði að það hálfa væri nóg," sagði Hlynur. Markvörðurinn þrautreyndi var með Hámark og epli í viðtölum eftir leikinn í gær en verður fagnað með einhverju öðru í kvöld? "Það verður kók og banani," sagði Hlynur Morthens léttur að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Hlynur Morthens, markvörður Vals, átti flottan leik þegar Hlíðarendapiltar lögðu Gróttu, 25-23, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í handbolta í dag. "Þegar það er bikar í húfi þá verður maður að gefa sig allan í þetta," sagði Hlynur hress og kátur við Vísi eftir leikinn í dag. "Það er enginn morgundagur í þessu. Ef maður klikkar í svona leik er maður bara grenjandi í viku og ég nenni því ekki." Hlynur varði tólf skot í leiknum og var með 34 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann var frábær framan af í seinni hálfleik þar sem Valur náði fimm marka forskoti sem lagði grunninn að sigrinum. "Við byrjuðum seinni hálfleikinn mjög vel. Bæði lið voru samt þreytt. En við náðum fimm marka forskoti. Þeir samt hættu aldrei enda er þetta drullu gott lið," sagði Hlynur um Gróttuna. "Ég veit ekki hvernig við fórum að því að klára þetta. Markvarslan hjá mér var ekki góð síðasta korterið, en þetta dugði og ég er ánægður með það." Varnarleikur Valsliðsins var frábær alla helgina, en liðið komst í úrslitin með því að leggja topplið Hauka í undanúrslitum þökk sé sterkum varnarleik. "Varnarleikurinn var frábær í báðum leikjum. Orkan sem fór í leikinn í gær var lygileg en menn náðu að rífa sig upp í dag. Það var bara ótrúlegt að sjá þetta. Ég er svo stoltur af þessu liði að það hálfa væri nóg," sagði Hlynur. Markvörðurinn þrautreyndi var með Hámark og epli í viðtölum eftir leikinn í gær en verður fagnað með einhverju öðru í kvöld? "Það verður kók og banani," sagði Hlynur Morthens léttur að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira