Geir: Naut og bernaise með mömmu í kvöld Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. febrúar 2016 18:56 Geir Guðmundsson fagnar með liðsfélögum sínum í leikslok. vísir/andri marinó Geir Guðmundsson, skytta Valsmanna, skoraði fjögur mörk og var sterkur í vörninni þegar Valur lagði Gróttu, 25-23, í bikarúrslitaleik karla í handbolta í dag. Valsmenn lögðu grunninn að sigrinum í byrjun seinni hálfleiks þar sem þeir náðu strax fimm marka forskoti. "Vörnin þéttist svakalega í seinni hálfleik og Bubbi varði eins og berserkur. Á sama tíma náðum við að mjatla inn nokkrum mörkum í sókninni og fengum mörk úr hraðaupphlaupum þannig þetta spilaðist eiginlega eins og við vildum," sagði Geir við Vísi eftir leik. "Við erum rosalega stoltir og ánægðir með þennan varnarleik sem við spiluðum um helgina. Vonandi getum við byggt ofan á þetta og mætt síðan strax ferskir í næsta leik á fimmtudaginn." Geir var nánast enn í losti eftir sigurinn þegar Vísir ræddi við hann. "Ég er varla búinn að átta mig á þessu enn þá. Ef ég á að lýsa í þessu í einu orði er það alsæla," sagði hann sáttur. Geir sagði þennan titil gefa Valsliðinu mikið og það hjálpaði til að vinna loksins Haukana aftur sem voru búnir að leggja Valsmenn sex sinnum í röð þar til í gærkvöldi. "Það var hrikalega sterkt fyrir okkur að vinna Haukana loksins. Við unnum þá reyndar í æfingaleik í janúar en það telur víst ekki. Það er bara frábært að þessi grýla sé loksins farin. Nú vitum við sjálfir að við getum unnið þá ef við spilum okkar leik," sagði Geir, en hvernig verður fagnað í kvöld? "Ég ætla að fara í nautakjöt og bernaise sósu hjá móður minni sem kom að norðan. Svo á pabbi á afmæli þannig ég fagna aðeins með þeim. Eftir það hitti ég svo strákana og við gerum eflaust eitthvað skemmtilegt saman," sagði Geir Guðmundsson. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Valur 23-25 | Valur bikarmeistari í níunda sinn Valur lagði Gróttu í úrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta í Laugardalshöll í dag. 27. febrúar 2016 18:45 Hlynur: Svo stoltur af þessu liði að það hálfa væri nóg Hlynur Morthens, markvörður Vals, átti flottan leik þegar Hlíðarendapiltar lögðu Gróttu, 25-23, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í handbolta í dag. 27. febrúar 2016 18:55 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Geir Guðmundsson, skytta Valsmanna, skoraði fjögur mörk og var sterkur í vörninni þegar Valur lagði Gróttu, 25-23, í bikarúrslitaleik karla í handbolta í dag. Valsmenn lögðu grunninn að sigrinum í byrjun seinni hálfleiks þar sem þeir náðu strax fimm marka forskoti. "Vörnin þéttist svakalega í seinni hálfleik og Bubbi varði eins og berserkur. Á sama tíma náðum við að mjatla inn nokkrum mörkum í sókninni og fengum mörk úr hraðaupphlaupum þannig þetta spilaðist eiginlega eins og við vildum," sagði Geir við Vísi eftir leik. "Við erum rosalega stoltir og ánægðir með þennan varnarleik sem við spiluðum um helgina. Vonandi getum við byggt ofan á þetta og mætt síðan strax ferskir í næsta leik á fimmtudaginn." Geir var nánast enn í losti eftir sigurinn þegar Vísir ræddi við hann. "Ég er varla búinn að átta mig á þessu enn þá. Ef ég á að lýsa í þessu í einu orði er það alsæla," sagði hann sáttur. Geir sagði þennan titil gefa Valsliðinu mikið og það hjálpaði til að vinna loksins Haukana aftur sem voru búnir að leggja Valsmenn sex sinnum í röð þar til í gærkvöldi. "Það var hrikalega sterkt fyrir okkur að vinna Haukana loksins. Við unnum þá reyndar í æfingaleik í janúar en það telur víst ekki. Það er bara frábært að þessi grýla sé loksins farin. Nú vitum við sjálfir að við getum unnið þá ef við spilum okkar leik," sagði Geir, en hvernig verður fagnað í kvöld? "Ég ætla að fara í nautakjöt og bernaise sósu hjá móður minni sem kom að norðan. Svo á pabbi á afmæli þannig ég fagna aðeins með þeim. Eftir það hitti ég svo strákana og við gerum eflaust eitthvað skemmtilegt saman," sagði Geir Guðmundsson.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Valur 23-25 | Valur bikarmeistari í níunda sinn Valur lagði Gróttu í úrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta í Laugardalshöll í dag. 27. febrúar 2016 18:45 Hlynur: Svo stoltur af þessu liði að það hálfa væri nóg Hlynur Morthens, markvörður Vals, átti flottan leik þegar Hlíðarendapiltar lögðu Gróttu, 25-23, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í handbolta í dag. 27. febrúar 2016 18:55 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Valur 23-25 | Valur bikarmeistari í níunda sinn Valur lagði Gróttu í úrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta í Laugardalshöll í dag. 27. febrúar 2016 18:45
Hlynur: Svo stoltur af þessu liði að það hálfa væri nóg Hlynur Morthens, markvörður Vals, átti flottan leik þegar Hlíðarendapiltar lögðu Gróttu, 25-23, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í handbolta í dag. 27. febrúar 2016 18:55