Lífið

Norðmenn og Finnar búnir að velja framlög í Eurovision

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frændur okkar Norðmenn og Finnar ákváðu í gærkvöldi hvaða lög myndu keppa fyrir þeirra hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Svíþjóð í maí.

Í Finlandi var það sönkonan Sandhja sem varð hlutskörpust eftir mánaðarlanga baráttu við átta aðra flytjendur. Lag hennar, og framlag Finna til Eurovision í ár, heitir Sing it away og má heyra hér að neðan.

Finnar munu stíga á stokk í fyrri undankeppninni.

Stalla Sandhja, norska söngkonan Agnete, var að sama skapi hlutskörpust í símakosningunni í Noregi í gærkvöldi.

Alls kepptu 10 lög til úrslita í norsku undankeppninni og líkt og hér var kosið í tveimur umferðum. Þar var einnig kosið eftir landshlutum og var Agnete hlutskörpust í þeim öllum eins og listinn hér að neðan ber með sér.



  • Midt-Norge: Agnete (14,898 atkvæði)
  • Nord-Norge: Agnete (51,097 atkvæði)
  • Sørlandet: Agnete (14,825 atkvæði)
  • Vestlandet: Agnete (18,574 atkvæði)
  • Østlandet: Agnete (67,334 atkvæði)


Það verður því Agnete, með lag sitt Icebreaker, sem mun keppa fyrir Noregs hönd í vor. Lagið má heyra hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×