FH vann sannfærandi 4-0 sigur á Þór Akureyri í Lengjubikarnum í dag en þetta var annar 4-0 sigur FH í röð í riðlinum.
Íslandsmeistararnir voru ekki lengi að ná yfirhöndinni í leiknum en Bjarni Þór Viðarsson kom FH yfir á 2. mínútu leiksins.
FH-ingum tókst ekki að bæta við öðru marki fyrr en stuttu fyrir lok leikins en þá virtust flóðgáttirnar opnast.
Jérémy Serwy bætti við tveimur mörkum og Atli Guðnason einu á tíu mínútna kafla og fögnuðu FH-ingar öruggum sigri að lokum.
