Auglýsingin var sýnd fyrir bardaga Michael Bisping og Anderson Silva.
McGregor og Diaz eru þekktir strigakjaftar og auglýsingin ber keim af því. Þeir félagar nota F-orðið mjög iðulega. UFC-aðdáendur geta varla beðið eftir því að sjá þá saman í búrinu.
Bardagi þeirra verður í beinni á Stöð 2 Sport um næstu helgi. Þá berjast einnig Holly Holm og Miesha Tate.