Kaldasti vetur í tuttugu ár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. febrúar 2016 11:24 Alþjóðaveturinn 2015 til 2016 verður að teljast fremur kaldur hér á landi, sérstaklega inn til landsins, en árið 1995 var ögn kaldara en nú. Vísir/Vilhelm Fara þarf aftur til ársins 1995 til að finna jafnkaldan vetur og verið hefur hér á landi síðustu mánuði en Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um þetta á bloggi sínu Hungurdiskum. Meðaltalið sem hann lítur til nær til desember, janúar og febrúar en það er veturinn er þessir þrír mánuðir samkvæmt árstíðaskiptingu alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Trausti segir að veturinn 2015 til 2016 verði að teljast frekar kaldur, sérstaklega þegar litið er til hitastigs inn til landsins. Í Reykjavík sé meðalhitinn þó nánast sá sami og í fyrra og nánast í meðallagi áranna frá 1961 til 1990 en -1,3 stigum neðar en meðallag síðustu tíu ára. Alþjóðaveturinn 2015 til 2016 verður að teljast fremur kaldur hér á landi, sérstaklega inn til landsins, en árið 1995 var ögn kaldara en nú. Í Reykjavík er meðalhitinn reyndar nánast sá sami og í fyrra og reyndar líka árið 2000 - nánast í meðallagi áranna 1961 til 1990 en -1,3 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri hefur hins vegar verið öllu kaldara: „Meðalhiti alþjóðavetrarins er nú um -1,8 stigum undir meðallaginu 1961 til 1990 á Akureyri og -3,0 undir meðallagi síðustu tíu ára. - En í Grímsey er hiti +1,2 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990 og ekki nema -0,7 stigum undir meðaltali síðustu tíu ára. Gætir hlýindanna miklu í norðurhöfum í Grímsey?“ segir Trausti á bloggi sínu. Að mati Trausta verður að telja mars til vetrarins hér á landi líka þó vissulega sé í lagi að reikna meðaltöl fyrir alþjóðaveturinn. Spurningin er því hvernig veðrið verður næsta mánuðinn en langtímaspár gera víst ekki ráð fyrir miklum hlýindum: „Sé að marka spár evrópureiknimiðstöðvarinnar verður enn kalt norðaustanlands næstu tíu daga - en nærri meðallagi á Suðvesturlandi. Spár enn lengra fram í tímann gera ekki ráð fyrir hlýindum.“ Veðurhorfur næstu daga eru hins vegar þessar samkvæmt spá Veðurstofu Íslands:Sunnan og suðvestan 5-13 metrar á sekúndu og él, en léttir til á Norðaustur og Austurlandi þegar líður á daginn. Norðaustan 5-10 metrar á sekúndu í fyrramálið og áfram él sunnantil, en annars úrkomulítið. Vaxandi norðanátt þegar líður á daginn með éljum fyrir norðan, 8-18 metrar á sekúndu seint á morgun, hvassast á annesjum norðvestan til og styttir upp sunnanlands. Dregur úr vindi annað kvöld. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum, en um frostmark um landið norðaustanvert. Frost 0 til 5 stig á morgun.Á miðvikudag:Norðvestan 8-15 metrar á sekúndu austanlands í fyrstu, annars hægari breytileg átt. Skýjað og stöku él norðaustantil, en léttskýjað sunnan- og vestanlands. Frost 2 til 13 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.Á fimmtudag:Austlæg átt, víða 5-10 metrar á sekúndu, en hvassari syðst. Sums staðar él um landið sunnanvert, en annars úrkomulítið. Hiti breytist lítið. Veður Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Fara þarf aftur til ársins 1995 til að finna jafnkaldan vetur og verið hefur hér á landi síðustu mánuði en Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um þetta á bloggi sínu Hungurdiskum. Meðaltalið sem hann lítur til nær til desember, janúar og febrúar en það er veturinn er þessir þrír mánuðir samkvæmt árstíðaskiptingu alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Trausti segir að veturinn 2015 til 2016 verði að teljast frekar kaldur, sérstaklega þegar litið er til hitastigs inn til landsins. Í Reykjavík sé meðalhitinn þó nánast sá sami og í fyrra og nánast í meðallagi áranna frá 1961 til 1990 en -1,3 stigum neðar en meðallag síðustu tíu ára. Alþjóðaveturinn 2015 til 2016 verður að teljast fremur kaldur hér á landi, sérstaklega inn til landsins, en árið 1995 var ögn kaldara en nú. Í Reykjavík er meðalhitinn reyndar nánast sá sami og í fyrra og reyndar líka árið 2000 - nánast í meðallagi áranna 1961 til 1990 en -1,3 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri hefur hins vegar verið öllu kaldara: „Meðalhiti alþjóðavetrarins er nú um -1,8 stigum undir meðallaginu 1961 til 1990 á Akureyri og -3,0 undir meðallagi síðustu tíu ára. - En í Grímsey er hiti +1,2 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990 og ekki nema -0,7 stigum undir meðaltali síðustu tíu ára. Gætir hlýindanna miklu í norðurhöfum í Grímsey?“ segir Trausti á bloggi sínu. Að mati Trausta verður að telja mars til vetrarins hér á landi líka þó vissulega sé í lagi að reikna meðaltöl fyrir alþjóðaveturinn. Spurningin er því hvernig veðrið verður næsta mánuðinn en langtímaspár gera víst ekki ráð fyrir miklum hlýindum: „Sé að marka spár evrópureiknimiðstöðvarinnar verður enn kalt norðaustanlands næstu tíu daga - en nærri meðallagi á Suðvesturlandi. Spár enn lengra fram í tímann gera ekki ráð fyrir hlýindum.“ Veðurhorfur næstu daga eru hins vegar þessar samkvæmt spá Veðurstofu Íslands:Sunnan og suðvestan 5-13 metrar á sekúndu og él, en léttir til á Norðaustur og Austurlandi þegar líður á daginn. Norðaustan 5-10 metrar á sekúndu í fyrramálið og áfram él sunnantil, en annars úrkomulítið. Vaxandi norðanátt þegar líður á daginn með éljum fyrir norðan, 8-18 metrar á sekúndu seint á morgun, hvassast á annesjum norðvestan til og styttir upp sunnanlands. Dregur úr vindi annað kvöld. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum, en um frostmark um landið norðaustanvert. Frost 0 til 5 stig á morgun.Á miðvikudag:Norðvestan 8-15 metrar á sekúndu austanlands í fyrstu, annars hægari breytileg átt. Skýjað og stöku él norðaustantil, en léttskýjað sunnan- og vestanlands. Frost 2 til 13 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.Á fimmtudag:Austlæg átt, víða 5-10 metrar á sekúndu, en hvassari syðst. Sums staðar él um landið sunnanvert, en annars úrkomulítið. Hiti breytist lítið.
Veður Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira