Gunnar mætir rússneskum rotara í Rotterdam Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. mars 2016 08:00 Gunnar Nelson mætir Albert Tumenov í Rotterdam. vísir/getty Vísir getur staðfest að næsti bardagi Gunnars Nelson fer fram í Rotterdam í Hollandi þann 8. maí næstkomandi. Þá mun Gunnar berjast gegn Rússanum Albert Tumenov. Rússinn er í 15. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni og tók það sæti af Gunnari sem er utan listans í augnablikinu. Tumenov er mikill rotari. Tumenov er 24 ára gamall og gengur undir viðurnefninu Einstein. Hann er frá borginni Nalchik í Rússlandi en æfir í New Jersey í Bandaríkjunum. Tumenov á 19 bardaga að baki í MMA. Hann hefur unnið 17 og aðeins tapað tveimur. Ellefu sigrar komu eftir rothögg en sex eftir dómaraúrskurð. Bæði töpin komu eftir dómaraúrskurð.Tumenov vann Lorenz Larkin í síðasta bardaga sínum.vísir/gettyFyrsta UFC-kvöldið í Hollandi Hann gerði fjögurra ára samning við UFC í desember árið 2013. Hann á sex bardaga að baki í UFC. Rússinn tapaði fyrsta bardaganum en hefur unnið síðustu fimm. Þrír af sigrunum komu eftir rothögg enda er Tumenov afar sterkur boxari, eins og áður segir, og einnig með gott sparkbox. Hann kallaði eftir bardaga við Steven „Wonderboy“ Thompson á dögunum. Sagði að þeir væru bestu standandi bardagamennirnir í vigtinni. Honum varð ekki að ósk sinni því hann þarf að glíma við Gunna næst. Síðasti bardagi Tumenov var þann 2. janúar síðastliðinn. Þá vann hann Lorenz Larkin en tveir dómarar af þremur dæmdu Tumenov sigur í þeim bardaga. Þetta verður í fyrst sinn sem UFC-kvöld er haldið í Hollandi. Ekki liggur fyrir númer hvað bardagi þeirra verður á kvöldinu en þetta verður einn af aðalbardögum kvöldsins. Gunnar keppti síðast þann 12. desember er hann tapaði fyrir Brasilíumanninum Demian Maia. Eins og áður segir er hann sæti aftar en Tumenov en sigur á Rússanum mun fleyta Gunnari aftur upp styrkleikalistann.Uppfært: UFC hefur staðfest frétt Vísis eins og sjá má hér að neðan.BREAKING! Gunnar Nelson vs. Albert Tumenov announced for #UFCRotterdam! Tickets: https://t.co/ygOVwkatM9 pic.twitter.com/aypAGYpp0v— UFC Europe (@UFCEurope) March 1, 2016 MMA Tengdar fréttir Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45 Gunnar Nelson: Ég veit að ég fer alla leið þannig að öllum er óhætt að fylgjast áfram með Íþróttamaður ársins á Vísi 2015 stefnir að því að berjast oft á nýju ári. 5. janúar 2016 11:00 Gunnar enn í fimmtánda sæti Gunnar Nelson er í sama sæti og síðast á styrkleikalista UFC en færist þó niður um eitt sæti. 24. febrúar 2016 15:30 Gunnar: Barnalegt að kenna mér um að einhverjir strákar sláist á skólalóð Fremsti bardagakappi vísar ásökunum skólastjóra Salaskóla til föðurhúsanna. 21. janúar 2016 16:00 Gunnar berst líklega ekki aftur fyrr en í maí Gunnar Nelson steig síðast í búrið þann 12. desember síðastliðinn í Las Vegas og það verður bið á því að hann berjist aftur. 3. febrúar 2016 15:30 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Sjá meira
Vísir getur staðfest að næsti bardagi Gunnars Nelson fer fram í Rotterdam í Hollandi þann 8. maí næstkomandi. Þá mun Gunnar berjast gegn Rússanum Albert Tumenov. Rússinn er í 15. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni og tók það sæti af Gunnari sem er utan listans í augnablikinu. Tumenov er mikill rotari. Tumenov er 24 ára gamall og gengur undir viðurnefninu Einstein. Hann er frá borginni Nalchik í Rússlandi en æfir í New Jersey í Bandaríkjunum. Tumenov á 19 bardaga að baki í MMA. Hann hefur unnið 17 og aðeins tapað tveimur. Ellefu sigrar komu eftir rothögg en sex eftir dómaraúrskurð. Bæði töpin komu eftir dómaraúrskurð.Tumenov vann Lorenz Larkin í síðasta bardaga sínum.vísir/gettyFyrsta UFC-kvöldið í Hollandi Hann gerði fjögurra ára samning við UFC í desember árið 2013. Hann á sex bardaga að baki í UFC. Rússinn tapaði fyrsta bardaganum en hefur unnið síðustu fimm. Þrír af sigrunum komu eftir rothögg enda er Tumenov afar sterkur boxari, eins og áður segir, og einnig með gott sparkbox. Hann kallaði eftir bardaga við Steven „Wonderboy“ Thompson á dögunum. Sagði að þeir væru bestu standandi bardagamennirnir í vigtinni. Honum varð ekki að ósk sinni því hann þarf að glíma við Gunna næst. Síðasti bardagi Tumenov var þann 2. janúar síðastliðinn. Þá vann hann Lorenz Larkin en tveir dómarar af þremur dæmdu Tumenov sigur í þeim bardaga. Þetta verður í fyrst sinn sem UFC-kvöld er haldið í Hollandi. Ekki liggur fyrir númer hvað bardagi þeirra verður á kvöldinu en þetta verður einn af aðalbardögum kvöldsins. Gunnar keppti síðast þann 12. desember er hann tapaði fyrir Brasilíumanninum Demian Maia. Eins og áður segir er hann sæti aftar en Tumenov en sigur á Rússanum mun fleyta Gunnari aftur upp styrkleikalistann.Uppfært: UFC hefur staðfest frétt Vísis eins og sjá má hér að neðan.BREAKING! Gunnar Nelson vs. Albert Tumenov announced for #UFCRotterdam! Tickets: https://t.co/ygOVwkatM9 pic.twitter.com/aypAGYpp0v— UFC Europe (@UFCEurope) March 1, 2016
MMA Tengdar fréttir Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45 Gunnar Nelson: Ég veit að ég fer alla leið þannig að öllum er óhætt að fylgjast áfram með Íþróttamaður ársins á Vísi 2015 stefnir að því að berjast oft á nýju ári. 5. janúar 2016 11:00 Gunnar enn í fimmtánda sæti Gunnar Nelson er í sama sæti og síðast á styrkleikalista UFC en færist þó niður um eitt sæti. 24. febrúar 2016 15:30 Gunnar: Barnalegt að kenna mér um að einhverjir strákar sláist á skólalóð Fremsti bardagakappi vísar ásökunum skólastjóra Salaskóla til föðurhúsanna. 21. janúar 2016 16:00 Gunnar berst líklega ekki aftur fyrr en í maí Gunnar Nelson steig síðast í búrið þann 12. desember síðastliðinn í Las Vegas og það verður bið á því að hann berjist aftur. 3. febrúar 2016 15:30 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Sjá meira
Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45
Gunnar Nelson: Ég veit að ég fer alla leið þannig að öllum er óhætt að fylgjast áfram með Íþróttamaður ársins á Vísi 2015 stefnir að því að berjast oft á nýju ári. 5. janúar 2016 11:00
Gunnar enn í fimmtánda sæti Gunnar Nelson er í sama sæti og síðast á styrkleikalista UFC en færist þó niður um eitt sæti. 24. febrúar 2016 15:30
Gunnar: Barnalegt að kenna mér um að einhverjir strákar sláist á skólalóð Fremsti bardagakappi vísar ásökunum skólastjóra Salaskóla til föðurhúsanna. 21. janúar 2016 16:00
Gunnar berst líklega ekki aftur fyrr en í maí Gunnar Nelson steig síðast í búrið þann 12. desember síðastliðinn í Las Vegas og það verður bið á því að hann berjist aftur. 3. febrúar 2016 15:30