Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30% 10. febrúar 2016 09:00 Eldri borgari, sem er í sambúð eða hjónabandi, hefur 185 þúsund krónur á mánuði eftir skatt frá almannatryggingum, ef hann hefur engar aðrar tekjur. Einhleypur eldri borgari hefur 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt frá almannatryggingum, miðað við sömu forsendur að því er tekjur varðar. Þetta er það, sem ríkisstjórnin skammtar eldri borgurum. Af þessum upphæðum eiga þessir eldri borgarar að greiða allan sinn kostnað og þar á meðal húsnæðiskostnað. Leiga getur verið 150 þúsund krónur á mánuði og þá er lítið eftir fyrir öllum öðrum kostnaði. Það eru 57 þúsund krónur eftir hjá einhleypingi. Hann á m.ö.o að greiða fyrir rafmagn og hita, mat, fatnað, samgöngur, síma, tölvukostnað, lyf, lækniskostnað, gjafir o.fl. af þessum 57 þúsund krónum! Ljóst er, að ekki er unnt að reka bíl af svo litlum tekjum. Og hætt við, að eldri borgarinn verði að sleppa einhverjum fleiri útgjaldaliðum. Mikil skerðing vegna lífeyrissjóðs Ef einhleypur ellilífeyrisþegi hefur 50 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði heldur hann 18 þúsund kr. á mánuði af þeirri upphæð eða ígildi þess. Tryggingastofnun skerðir lífeyri þessa eldri borgara um 32 þúsund á mánuði, einungis vegna þess að hann greiddi í lífeyrissjóð. Þessa skerðingu verður að stöðva. Það á auðvitað ekki að refsa þessum eldri borgara fyrir að hafa greitt í lífeyrissjóð. Eldri borgarinn á að halda lífeyri sínum hjá Tryggingastofnun óskertum. Hann var einmitt að greiða í lífeyrissjóð til þess að njóta þess að fullu, þegar hann væri kominn á eftirlaunaaldur. Ef einhleypur eldri borgari hefur eitt hundrað þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði heldur hann helmingi þeirrar fjárhæðar eða ígildi. TR tekur helminginn. Það er svipuð skerðing og í fyrra tilvikinu. Ég segi það sama og áður: Það verður að stöðva þessa skerðingu. Það verður að afnema hana. Þetta er siðlaus skerðing. Hvað hækkaði lífeyrir mikið 2016? Nú hefur „methækkun“ allra tíma komið til framkvæmda! Lífeyrir einhleypra ellilífeyrisþega hækkaði um 15 þúsund krónur eftir skatt. Lífeyrir þeirra eldri borgara, sem eru í sambúð hækkaði um 13 þúsund krónur. Tölurnar í þessari grein eru eftir hækkun um áramót. Hækkunin breytir engu. Þetta voru í kringum 200 þúsund krónur á mánuði áður og þetta eru áfram í kringum 200 þúsund á mánuði. 300 þúsund á mánuði eða rúmlega það er lágmark. Lífeyrisþegar fengu miklu meiri hækkun um áramótin 2008/2009 en nú. Almannatryggingar voru einnig efldar miklu meira 1946 við stofnun trygginganna (breytingu frá alþýðutryggingum) og 1960, þegar viðreisnarstjórnin tók við. 30% hækkun yrði viðunandi um skeið Ef lífeyrir aldraðra og öryrkja verður hækkaður um 30% vegna kjaragliðnunar hækkar lífeyrir um 73.800 krónur á mánuði og færi í tæpar 320 þúsund krónur á mánuði. Það er sama tala og kemur út í neyslukönnun Hagstofunnar. Yrði viðunandi um skeið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eldri borgari, sem er í sambúð eða hjónabandi, hefur 185 þúsund krónur á mánuði eftir skatt frá almannatryggingum, ef hann hefur engar aðrar tekjur. Einhleypur eldri borgari hefur 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt frá almannatryggingum, miðað við sömu forsendur að því er tekjur varðar. Þetta er það, sem ríkisstjórnin skammtar eldri borgurum. Af þessum upphæðum eiga þessir eldri borgarar að greiða allan sinn kostnað og þar á meðal húsnæðiskostnað. Leiga getur verið 150 þúsund krónur á mánuði og þá er lítið eftir fyrir öllum öðrum kostnaði. Það eru 57 þúsund krónur eftir hjá einhleypingi. Hann á m.ö.o að greiða fyrir rafmagn og hita, mat, fatnað, samgöngur, síma, tölvukostnað, lyf, lækniskostnað, gjafir o.fl. af þessum 57 þúsund krónum! Ljóst er, að ekki er unnt að reka bíl af svo litlum tekjum. Og hætt við, að eldri borgarinn verði að sleppa einhverjum fleiri útgjaldaliðum. Mikil skerðing vegna lífeyrissjóðs Ef einhleypur ellilífeyrisþegi hefur 50 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði heldur hann 18 þúsund kr. á mánuði af þeirri upphæð eða ígildi þess. Tryggingastofnun skerðir lífeyri þessa eldri borgara um 32 þúsund á mánuði, einungis vegna þess að hann greiddi í lífeyrissjóð. Þessa skerðingu verður að stöðva. Það á auðvitað ekki að refsa þessum eldri borgara fyrir að hafa greitt í lífeyrissjóð. Eldri borgarinn á að halda lífeyri sínum hjá Tryggingastofnun óskertum. Hann var einmitt að greiða í lífeyrissjóð til þess að njóta þess að fullu, þegar hann væri kominn á eftirlaunaaldur. Ef einhleypur eldri borgari hefur eitt hundrað þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði heldur hann helmingi þeirrar fjárhæðar eða ígildi. TR tekur helminginn. Það er svipuð skerðing og í fyrra tilvikinu. Ég segi það sama og áður: Það verður að stöðva þessa skerðingu. Það verður að afnema hana. Þetta er siðlaus skerðing. Hvað hækkaði lífeyrir mikið 2016? Nú hefur „methækkun“ allra tíma komið til framkvæmda! Lífeyrir einhleypra ellilífeyrisþega hækkaði um 15 þúsund krónur eftir skatt. Lífeyrir þeirra eldri borgara, sem eru í sambúð hækkaði um 13 þúsund krónur. Tölurnar í þessari grein eru eftir hækkun um áramót. Hækkunin breytir engu. Þetta voru í kringum 200 þúsund krónur á mánuði áður og þetta eru áfram í kringum 200 þúsund á mánuði. 300 þúsund á mánuði eða rúmlega það er lágmark. Lífeyrisþegar fengu miklu meiri hækkun um áramótin 2008/2009 en nú. Almannatryggingar voru einnig efldar miklu meira 1946 við stofnun trygginganna (breytingu frá alþýðutryggingum) og 1960, þegar viðreisnarstjórnin tók við. 30% hækkun yrði viðunandi um skeið Ef lífeyrir aldraðra og öryrkja verður hækkaður um 30% vegna kjaragliðnunar hækkar lífeyrir um 73.800 krónur á mánuði og færi í tæpar 320 þúsund krónur á mánuði. Það er sama tala og kemur út í neyslukönnun Hagstofunnar. Yrði viðunandi um skeið.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar