„Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2016 12:48 Frá Reynisfjöru. mynd/martin ingi lövdahl Bryndís Fanney Harðardóttir, sem er í svæðisstjórn björgunarsveitanna og í björgunarsveitinni Víkverja, segir erfitt að segja hvað meira sé hægt að gera til að koma í veg fyrir alvarleg slys í Reynisfjöru, en erlendur ferðamaður lést í fjörunni í morgun. Maðurinn var í heimsókn hér á landi ásamt eiginkonu sinni en hann sogaðist út með öldunni og var látinn þegar björgunarmenn náðu til hans á báti. Banaslys varð í fjörunni árið 2007 og síðan hafa fjölmargir komist í stórhættu en sloppið með skrekkinn. Að sögn Bryndísar er stórt og áberandi skilti á göngustíg sem liggur að fjörunni og varar það við hættunni sem þar getur leynst. „Þetta var tekið til endurskoðunar fyrir tveimur árum og nýtt skilti sett í fyrra að ég held. Það er stærra og meira myndrænt en skiltið sem var þarna fyrir. Þú getur hins vegar ekki staðið og passað hvern einasta mann sem kemur til landsins þannig að þetta er mjög erfitt,“ segir Bryndís.Frá uppsetningu viðvörunarskiltis í Reynisfjöru 2009 en nú er búið að setja upp nýtt og myndrænna skilti á svæðinu.mynd/landsbjörgVeltir fyrir sér hvort ekki þurfi frekar að gæta ferðamannanna heldur en mosans Ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru liðna helgi og kallaði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í kjölfarið eftir því, í viðtali við RÚV, að sérstakur starfsmaður sæi um gæslu í fjörunni. Aðspurð segist Bryndís ekki átta sig á því hvort að slíkt myndi leysa vandann í Reynisfjöru og bendir á að leiðsögumenn sem þangað komi með ferðamenn mismeti oft aðstæður; það sem einum þyki hættulegar aðstæður þyki öðrum ekki. Bryndís nefnir þó að á sumrin sé til að mynda mjög virk gæsla á hálendinu með með fjölda landvarða en Umhverfisstofnun sér um landvörsluna. „Þangað koma ennþá færri ferðamenn en hingað og maður veltir því svona fyrir sér hvort við eigum ekki frekar að eyða kröftum okkar í að gæta ferðamannanna heldur en mosans. Þetta eru náttúrulega bara spurningar sem við þurfum að fara að spyrja okkur,“ segir Bryndís og bætir við: „Sem dæmi þá fóru 1200 bílar hér yfir Reynisfjall í gær og maður getur reiknað með að að minnsta kosti helmingur bílanna hafi farið niður í fjöru.“Sjaldan jafngott veður og lítið brim og í dag Bryndís segir að í dag muni viðbragðsaðilar á svæðinu setjast niður og fara yfir hvað gerðist í fjörunni í dag og hvað sé meira hægt að gera til að koma í veg fyrir slys á svæðinu. Orri Örvarsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja, segir í samtali Vísi að veður á svæðinu sé gott í dag. „Það er sjaldan sem er jafngott veður og lítið brim eins og í dag,“ segir Orri um aðstæður í morgun. Mun meiri sjógangur hafi verið í gær og ölduhæð miklu meiri. Því sé greinilega ekkert samasemmerki á milli þess hvort veður sé gott eða slæmt hvort fólk sé í hættu eða ekki. „Það gæti orðið annað banaslys hér á morgun.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Hann var rosalega glaður að halda lífi“ Mennirnir sem björguðu erlenda ferðamanninum í Reynisfjöru þeyttust inn í Hálsnefshelli með briminu og leið þeim eins og þeir væru inni í þvottavél. 10. september 2015 11:40 Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 Ferðamenn í kröppum dansi í Reynisfjöru: „Fólk hlustar ekki“ Ítrekaðar viðvaranir um hættuna í Reynisfjöru viðrast ekki ná til ferðamanna. 3. febrúar 2016 21:55 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Bryndís Fanney Harðardóttir, sem er í svæðisstjórn björgunarsveitanna og í björgunarsveitinni Víkverja, segir erfitt að segja hvað meira sé hægt að gera til að koma í veg fyrir alvarleg slys í Reynisfjöru, en erlendur ferðamaður lést í fjörunni í morgun. Maðurinn var í heimsókn hér á landi ásamt eiginkonu sinni en hann sogaðist út með öldunni og var látinn þegar björgunarmenn náðu til hans á báti. Banaslys varð í fjörunni árið 2007 og síðan hafa fjölmargir komist í stórhættu en sloppið með skrekkinn. Að sögn Bryndísar er stórt og áberandi skilti á göngustíg sem liggur að fjörunni og varar það við hættunni sem þar getur leynst. „Þetta var tekið til endurskoðunar fyrir tveimur árum og nýtt skilti sett í fyrra að ég held. Það er stærra og meira myndrænt en skiltið sem var þarna fyrir. Þú getur hins vegar ekki staðið og passað hvern einasta mann sem kemur til landsins þannig að þetta er mjög erfitt,“ segir Bryndís.Frá uppsetningu viðvörunarskiltis í Reynisfjöru 2009 en nú er búið að setja upp nýtt og myndrænna skilti á svæðinu.mynd/landsbjörgVeltir fyrir sér hvort ekki þurfi frekar að gæta ferðamannanna heldur en mosans Ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru liðna helgi og kallaði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í kjölfarið eftir því, í viðtali við RÚV, að sérstakur starfsmaður sæi um gæslu í fjörunni. Aðspurð segist Bryndís ekki átta sig á því hvort að slíkt myndi leysa vandann í Reynisfjöru og bendir á að leiðsögumenn sem þangað komi með ferðamenn mismeti oft aðstæður; það sem einum þyki hættulegar aðstæður þyki öðrum ekki. Bryndís nefnir þó að á sumrin sé til að mynda mjög virk gæsla á hálendinu með með fjölda landvarða en Umhverfisstofnun sér um landvörsluna. „Þangað koma ennþá færri ferðamenn en hingað og maður veltir því svona fyrir sér hvort við eigum ekki frekar að eyða kröftum okkar í að gæta ferðamannanna heldur en mosans. Þetta eru náttúrulega bara spurningar sem við þurfum að fara að spyrja okkur,“ segir Bryndís og bætir við: „Sem dæmi þá fóru 1200 bílar hér yfir Reynisfjall í gær og maður getur reiknað með að að minnsta kosti helmingur bílanna hafi farið niður í fjöru.“Sjaldan jafngott veður og lítið brim og í dag Bryndís segir að í dag muni viðbragðsaðilar á svæðinu setjast niður og fara yfir hvað gerðist í fjörunni í dag og hvað sé meira hægt að gera til að koma í veg fyrir slys á svæðinu. Orri Örvarsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja, segir í samtali Vísi að veður á svæðinu sé gott í dag. „Það er sjaldan sem er jafngott veður og lítið brim eins og í dag,“ segir Orri um aðstæður í morgun. Mun meiri sjógangur hafi verið í gær og ölduhæð miklu meiri. Því sé greinilega ekkert samasemmerki á milli þess hvort veður sé gott eða slæmt hvort fólk sé í hættu eða ekki. „Það gæti orðið annað banaslys hér á morgun.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Hann var rosalega glaður að halda lífi“ Mennirnir sem björguðu erlenda ferðamanninum í Reynisfjöru þeyttust inn í Hálsnefshelli með briminu og leið þeim eins og þeir væru inni í þvottavél. 10. september 2015 11:40 Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 Ferðamenn í kröppum dansi í Reynisfjöru: „Fólk hlustar ekki“ Ítrekaðar viðvaranir um hættuna í Reynisfjöru viðrast ekki ná til ferðamanna. 3. febrúar 2016 21:55 Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
„Hann var rosalega glaður að halda lífi“ Mennirnir sem björguðu erlenda ferðamanninum í Reynisfjöru þeyttust inn í Hálsnefshelli með briminu og leið þeim eins og þeir væru inni í þvottavél. 10. september 2015 11:40
Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05
Ferðamenn í kröppum dansi í Reynisfjöru: „Fólk hlustar ekki“ Ítrekaðar viðvaranir um hættuna í Reynisfjöru viðrast ekki ná til ferðamanna. 3. febrúar 2016 21:55
Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru: „Tímaspursmál hvenær verður stórslys þarna“ Dæmi eru um banaslys í Reynisfjöru undanfarin ár en svo virðist sem ferðamenn geri sér engan veginn grein fyrir hættunni af briminu. 19. febrúar 2015 13:30