Það er ákveðinn leikur í þessu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2016 10:30 Þóra sýnir teikningar og prent og einnig þrívíð verk. Vísir/Stefán Þóra Sigurðardóttir myndlistarkona opnar sýninguna Teikning / Rými í sýningarsal Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu að Tryggvagötu 17 á morgun, föstudag, klukkan 18. „Þetta eru allt verk frá síðustu tveimur árum en ég er við sama heygarðshornið og áður; það er visst leiðarhnoð sem ég elti,“ segir Þóra sem er að dreifa úr myndunum sínum í salnum. Hún kveðst hafa verið í myndlist svo lengi sem elstu menn muna. Ferlið gangi út á að þróa með sér vitund um heiminn. „Ég byggi jafnan á sama útgangspunkti, að finna mér hlut í hversdagslegu umhverfi okkar, greina hann og kljúfa upp, bæði í teikningu og prenti. Teikningin býður upp á að vera marglaga og prentið getur líka farið hvað ofan í annað. Það er ákveðinn leikur í þessari vinnu, annars hefði ég ekki úthald,“ segir Þóra brosandi og bætir við – á heimspekilegum nótum: „Orkan og andinn búa í efninu, hvort með öðru en ekki aðskilin.“ Gengið er inn í sal Íslenskrar grafíkur hafnarmegin. Hann er opinn frá miðvikudegi til sunnudags frá klukkan 14 til 18 og sýningin hennar Þóru stendur til 28. febrúar. Menning Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þóra Sigurðardóttir myndlistarkona opnar sýninguna Teikning / Rými í sýningarsal Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu að Tryggvagötu 17 á morgun, föstudag, klukkan 18. „Þetta eru allt verk frá síðustu tveimur árum en ég er við sama heygarðshornið og áður; það er visst leiðarhnoð sem ég elti,“ segir Þóra sem er að dreifa úr myndunum sínum í salnum. Hún kveðst hafa verið í myndlist svo lengi sem elstu menn muna. Ferlið gangi út á að þróa með sér vitund um heiminn. „Ég byggi jafnan á sama útgangspunkti, að finna mér hlut í hversdagslegu umhverfi okkar, greina hann og kljúfa upp, bæði í teikningu og prenti. Teikningin býður upp á að vera marglaga og prentið getur líka farið hvað ofan í annað. Það er ákveðinn leikur í þessari vinnu, annars hefði ég ekki úthald,“ segir Þóra brosandi og bætir við – á heimspekilegum nótum: „Orkan og andinn búa í efninu, hvort með öðru en ekki aðskilin.“ Gengið er inn í sal Íslenskrar grafíkur hafnarmegin. Hann er opinn frá miðvikudegi til sunnudags frá klukkan 14 til 18 og sýningin hennar Þóru stendur til 28. febrúar.
Menning Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira