Lögreglan lokar herbergjum á Hótel Adam Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 11. febrúar 2016 13:10 Hótel Adam er á Skólavörðustíg við hliðina á Krambúðinni. Vísir/Anton Brink Níu herbergi hafa verið innsigluð á Hótel Adam við Skólavörðustíg í Reykjavík. Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem innsiglaði herbergin í morgun. RÚV greindi fyrst frá. Sigurbjörn Jónsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að heilbrigðiseftirlitið hafi skoðað hótelið í gær og í framhaldinu komið ábendingum til lögreglu. Sýslumaður staðfesti svo að að rekstraraðilinn hefði leyfi til að leigja út níu herbergi en nærri tuttugu hafa verið í útleigu. Sigurbjörn segir að erlendir ferðamenn hafi verið inni á þremur herbergjum þegar lögreglu bar að garði. Þeim yrði einnig lokað þegar fólkið væri búið að yfirgefa herbergin. Rekstraraðili þyrfti að fá leyfi fyrir fleiri herbergjum ætlaði hann að leigja þau út á nýjan leik.Aðalinnstungan í herberginu sem blaðamaður gisti í.VísirHerbergi í tveimur byggingum Fjórum herbergjum var lokað í bakhúsi, sem stendur við Lokastíg, en hin herbergin eru í fjögurra hæða húsinu sem stendur við Skólavörðustíg. Merkingar á herbergjunum ná upp í 39 í þeirri byggingu en talning virðist ekki byrja fyrr en í herbergi númer 21, á annarri hæð. Þá mætti Brunaeftirlit Reykjavíkur einnig á svæðið í morgun og tók út hótelið. Gerði eftirlitið athugasemdir við hluti og gaf rekstraraðila frest til þess að gera úrbætur. Hótel Adam er án efa verið eitt umtalaðasta hótelið á Íslandi undanfarna daga. Vöktu til að mynda athygli tilmæli hótelsins til gesta um að neyta ekki vatns úr krana. Þá hafa ummæli hótelsins á ferðamannasíðunni Trip Advisor verið að stórum hluta slæm. Var Facebook-síðu hótelsins lokað á mánudag. Ekki hefur náðst í eigandann, Ragnar Guðmundsson, undanfarna daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Blaðamenn Vísis fóru í heimsókn á Hótel Adam á þriðjudagskvöld og varði annar þeirra einni nótt á hótelinu. Eitt innslaganna má sjá hér að neðan en umfjöllunina í heild sinni má finna hér. Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 „Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33 Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Níu herbergi hafa verið innsigluð á Hótel Adam við Skólavörðustíg í Reykjavík. Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem innsiglaði herbergin í morgun. RÚV greindi fyrst frá. Sigurbjörn Jónsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að heilbrigðiseftirlitið hafi skoðað hótelið í gær og í framhaldinu komið ábendingum til lögreglu. Sýslumaður staðfesti svo að að rekstraraðilinn hefði leyfi til að leigja út níu herbergi en nærri tuttugu hafa verið í útleigu. Sigurbjörn segir að erlendir ferðamenn hafi verið inni á þremur herbergjum þegar lögreglu bar að garði. Þeim yrði einnig lokað þegar fólkið væri búið að yfirgefa herbergin. Rekstraraðili þyrfti að fá leyfi fyrir fleiri herbergjum ætlaði hann að leigja þau út á nýjan leik.Aðalinnstungan í herberginu sem blaðamaður gisti í.VísirHerbergi í tveimur byggingum Fjórum herbergjum var lokað í bakhúsi, sem stendur við Lokastíg, en hin herbergin eru í fjögurra hæða húsinu sem stendur við Skólavörðustíg. Merkingar á herbergjunum ná upp í 39 í þeirri byggingu en talning virðist ekki byrja fyrr en í herbergi númer 21, á annarri hæð. Þá mætti Brunaeftirlit Reykjavíkur einnig á svæðið í morgun og tók út hótelið. Gerði eftirlitið athugasemdir við hluti og gaf rekstraraðila frest til þess að gera úrbætur. Hótel Adam er án efa verið eitt umtalaðasta hótelið á Íslandi undanfarna daga. Vöktu til að mynda athygli tilmæli hótelsins til gesta um að neyta ekki vatns úr krana. Þá hafa ummæli hótelsins á ferðamannasíðunni Trip Advisor verið að stórum hluta slæm. Var Facebook-síðu hótelsins lokað á mánudag. Ekki hefur náðst í eigandann, Ragnar Guðmundsson, undanfarna daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Blaðamenn Vísis fóru í heimsókn á Hótel Adam á þriðjudagskvöld og varði annar þeirra einni nótt á hótelinu. Eitt innslaganna má sjá hér að neðan en umfjöllunina í heild sinni má finna hér.
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 „Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33 Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54
„Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33
Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03
Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08