Lögreglan lokar herbergjum á Hótel Adam Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 11. febrúar 2016 13:10 Hótel Adam er á Skólavörðustíg við hliðina á Krambúðinni. Vísir/Anton Brink Níu herbergi hafa verið innsigluð á Hótel Adam við Skólavörðustíg í Reykjavík. Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem innsiglaði herbergin í morgun. RÚV greindi fyrst frá. Sigurbjörn Jónsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að heilbrigðiseftirlitið hafi skoðað hótelið í gær og í framhaldinu komið ábendingum til lögreglu. Sýslumaður staðfesti svo að að rekstraraðilinn hefði leyfi til að leigja út níu herbergi en nærri tuttugu hafa verið í útleigu. Sigurbjörn segir að erlendir ferðamenn hafi verið inni á þremur herbergjum þegar lögreglu bar að garði. Þeim yrði einnig lokað þegar fólkið væri búið að yfirgefa herbergin. Rekstraraðili þyrfti að fá leyfi fyrir fleiri herbergjum ætlaði hann að leigja þau út á nýjan leik.Aðalinnstungan í herberginu sem blaðamaður gisti í.VísirHerbergi í tveimur byggingum Fjórum herbergjum var lokað í bakhúsi, sem stendur við Lokastíg, en hin herbergin eru í fjögurra hæða húsinu sem stendur við Skólavörðustíg. Merkingar á herbergjunum ná upp í 39 í þeirri byggingu en talning virðist ekki byrja fyrr en í herbergi númer 21, á annarri hæð. Þá mætti Brunaeftirlit Reykjavíkur einnig á svæðið í morgun og tók út hótelið. Gerði eftirlitið athugasemdir við hluti og gaf rekstraraðila frest til þess að gera úrbætur. Hótel Adam er án efa verið eitt umtalaðasta hótelið á Íslandi undanfarna daga. Vöktu til að mynda athygli tilmæli hótelsins til gesta um að neyta ekki vatns úr krana. Þá hafa ummæli hótelsins á ferðamannasíðunni Trip Advisor verið að stórum hluta slæm. Var Facebook-síðu hótelsins lokað á mánudag. Ekki hefur náðst í eigandann, Ragnar Guðmundsson, undanfarna daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Blaðamenn Vísis fóru í heimsókn á Hótel Adam á þriðjudagskvöld og varði annar þeirra einni nótt á hótelinu. Eitt innslaganna má sjá hér að neðan en umfjöllunina í heild sinni má finna hér. Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 „Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33 Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tekist á um tillögur að breyttri gjaldskrá leikskóla Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Níu herbergi hafa verið innsigluð á Hótel Adam við Skólavörðustíg í Reykjavík. Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem innsiglaði herbergin í morgun. RÚV greindi fyrst frá. Sigurbjörn Jónsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að heilbrigðiseftirlitið hafi skoðað hótelið í gær og í framhaldinu komið ábendingum til lögreglu. Sýslumaður staðfesti svo að að rekstraraðilinn hefði leyfi til að leigja út níu herbergi en nærri tuttugu hafa verið í útleigu. Sigurbjörn segir að erlendir ferðamenn hafi verið inni á þremur herbergjum þegar lögreglu bar að garði. Þeim yrði einnig lokað þegar fólkið væri búið að yfirgefa herbergin. Rekstraraðili þyrfti að fá leyfi fyrir fleiri herbergjum ætlaði hann að leigja þau út á nýjan leik.Aðalinnstungan í herberginu sem blaðamaður gisti í.VísirHerbergi í tveimur byggingum Fjórum herbergjum var lokað í bakhúsi, sem stendur við Lokastíg, en hin herbergin eru í fjögurra hæða húsinu sem stendur við Skólavörðustíg. Merkingar á herbergjunum ná upp í 39 í þeirri byggingu en talning virðist ekki byrja fyrr en í herbergi númer 21, á annarri hæð. Þá mætti Brunaeftirlit Reykjavíkur einnig á svæðið í morgun og tók út hótelið. Gerði eftirlitið athugasemdir við hluti og gaf rekstraraðila frest til þess að gera úrbætur. Hótel Adam er án efa verið eitt umtalaðasta hótelið á Íslandi undanfarna daga. Vöktu til að mynda athygli tilmæli hótelsins til gesta um að neyta ekki vatns úr krana. Þá hafa ummæli hótelsins á ferðamannasíðunni Trip Advisor verið að stórum hluta slæm. Var Facebook-síðu hótelsins lokað á mánudag. Ekki hefur náðst í eigandann, Ragnar Guðmundsson, undanfarna daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Blaðamenn Vísis fóru í heimsókn á Hótel Adam á þriðjudagskvöld og varði annar þeirra einni nótt á hótelinu. Eitt innslaganna má sjá hér að neðan en umfjöllunina í heild sinni má finna hér.
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 „Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33 Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tekist á um tillögur að breyttri gjaldskrá leikskóla Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54
„Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33
Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Í atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel sem stíluð er á Tékka er auglýst eftir starfskrafti fyrir laun undir lágmarkslaunum. 9. febrúar 2016 15:03
Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum