Máttu ekki rukka í Námaskarði og við Leirhnjúk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2016 16:30 Gjaldtakan hófst í júní 2014 og stóð yfir í um mánuð. Vísir/Völundur Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl í fyrra þess efnis að landeigendum í Reykjahlíð var óheimilt að rukka inn gjald við náttúruperlur í Mývatnssveit. Landeigendurnir áfrýjuðu dómnum úr héraði til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Í júní 2014 hófst rukkun ferðamanna fyrir heimsókn í Námaskarð og Leirhnjúk. Kostaði 800 krónur inn á hvorn stað. Til stóð að hefja einnig gjaldtöku við Dettifoss en þeirri ákvörðun var frestað um eitt ár og kom aldrei til hennar. Mótmæli voru hávær meðal aðila í ferðaþjónustu.Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar.vísir/völundurÓlafur H. Jónsson, forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar ehf., sagði í viðtali við Fréttablaðið gjaldtökuna brýna nauðsyn til að geta lagað það land sem ferðamenn hafi eyðilagt. Gjaldtakan lifði í um það bil einn mánuð en þá féllst Sýslumaðurinn á Húsavík á lögbannskröfu hluta félaga í Landeigendafélaginu í Reykjahlíð. Málið fór fyrir héraðsdóm sem kvað sem fyrr segir upp dóm í apríl 2015 þess efnis að gjaldtakan væri ólögleg og lögbannið stæði. Áætlaðar tekjur af gjaldtökunni voru 250 milljónir á tveimur árum eins og sagði í dómnum. Landeigendafélag Reykjahlíðar var dæmt til að greiða þeim fimm landeigendum sem sóttu málið eina milljón króna hverjum í málskostnað fyrir hérað og í Hæstarétti.Dóm Hæstaréttar í heild má lesa hér. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landeigendur tapa tugum milljóna Héraðsdómur Reykjavíkur tekur í byrjun september fyrir beiðni minnihluta landeigenda við Reykjahlíð um að fá staðfestingu á lögbanni sýslumannsins á Húsavík. 16. ágúst 2014 13:00 Lögbann á gjaldtöku við Leirhnjúk og Námaskarð Gjaldtaka hófst á svæðinu þann 18. júní síðastliðinn og voru ferðamenn rukkaðir um 800 krónur (5 evrur) á hvorn stað fyrir sig. 17. júlí 2014 12:08 Segja stöðvun gjaldheimtu vera óskynsamlega og ferðaþjónustunni í óhag Landeigendafélag Reykjahlíðar biðlar til ferðaþjónustufyrirtækja að fara ekki með hópa á hverasvæðin austan Námafjalls og við Leirhjnúk. 21. júlí 2014 17:54 Sveitarstjóri hyggst taka gjald af ferðamönnum á meðan ríkið borgar uppbygginguna Skútustaðahreppur fékk 10 milljóna styrk til að laga göngustíga í landi Reykjahlíðar. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, er forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar. 3. júní 2014 07:00 Gjaldtaka hafin á tveimur svæðum austan Mývatns Átta hundruð krónur kostar til að líta náttúruperlurnar augum. 19. júní 2014 10:07 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl í fyrra þess efnis að landeigendum í Reykjahlíð var óheimilt að rukka inn gjald við náttúruperlur í Mývatnssveit. Landeigendurnir áfrýjuðu dómnum úr héraði til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Í júní 2014 hófst rukkun ferðamanna fyrir heimsókn í Námaskarð og Leirhnjúk. Kostaði 800 krónur inn á hvorn stað. Til stóð að hefja einnig gjaldtöku við Dettifoss en þeirri ákvörðun var frestað um eitt ár og kom aldrei til hennar. Mótmæli voru hávær meðal aðila í ferðaþjónustu.Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar.vísir/völundurÓlafur H. Jónsson, forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar ehf., sagði í viðtali við Fréttablaðið gjaldtökuna brýna nauðsyn til að geta lagað það land sem ferðamenn hafi eyðilagt. Gjaldtakan lifði í um það bil einn mánuð en þá féllst Sýslumaðurinn á Húsavík á lögbannskröfu hluta félaga í Landeigendafélaginu í Reykjahlíð. Málið fór fyrir héraðsdóm sem kvað sem fyrr segir upp dóm í apríl 2015 þess efnis að gjaldtakan væri ólögleg og lögbannið stæði. Áætlaðar tekjur af gjaldtökunni voru 250 milljónir á tveimur árum eins og sagði í dómnum. Landeigendafélag Reykjahlíðar var dæmt til að greiða þeim fimm landeigendum sem sóttu málið eina milljón króna hverjum í málskostnað fyrir hérað og í Hæstarétti.Dóm Hæstaréttar í heild má lesa hér.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landeigendur tapa tugum milljóna Héraðsdómur Reykjavíkur tekur í byrjun september fyrir beiðni minnihluta landeigenda við Reykjahlíð um að fá staðfestingu á lögbanni sýslumannsins á Húsavík. 16. ágúst 2014 13:00 Lögbann á gjaldtöku við Leirhnjúk og Námaskarð Gjaldtaka hófst á svæðinu þann 18. júní síðastliðinn og voru ferðamenn rukkaðir um 800 krónur (5 evrur) á hvorn stað fyrir sig. 17. júlí 2014 12:08 Segja stöðvun gjaldheimtu vera óskynsamlega og ferðaþjónustunni í óhag Landeigendafélag Reykjahlíðar biðlar til ferðaþjónustufyrirtækja að fara ekki með hópa á hverasvæðin austan Námafjalls og við Leirhjnúk. 21. júlí 2014 17:54 Sveitarstjóri hyggst taka gjald af ferðamönnum á meðan ríkið borgar uppbygginguna Skútustaðahreppur fékk 10 milljóna styrk til að laga göngustíga í landi Reykjahlíðar. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, er forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar. 3. júní 2014 07:00 Gjaldtaka hafin á tveimur svæðum austan Mývatns Átta hundruð krónur kostar til að líta náttúruperlurnar augum. 19. júní 2014 10:07 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Landeigendur tapa tugum milljóna Héraðsdómur Reykjavíkur tekur í byrjun september fyrir beiðni minnihluta landeigenda við Reykjahlíð um að fá staðfestingu á lögbanni sýslumannsins á Húsavík. 16. ágúst 2014 13:00
Lögbann á gjaldtöku við Leirhnjúk og Námaskarð Gjaldtaka hófst á svæðinu þann 18. júní síðastliðinn og voru ferðamenn rukkaðir um 800 krónur (5 evrur) á hvorn stað fyrir sig. 17. júlí 2014 12:08
Segja stöðvun gjaldheimtu vera óskynsamlega og ferðaþjónustunni í óhag Landeigendafélag Reykjahlíðar biðlar til ferðaþjónustufyrirtækja að fara ekki með hópa á hverasvæðin austan Námafjalls og við Leirhjnúk. 21. júlí 2014 17:54
Sveitarstjóri hyggst taka gjald af ferðamönnum á meðan ríkið borgar uppbygginguna Skútustaðahreppur fékk 10 milljóna styrk til að laga göngustíga í landi Reykjahlíðar. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, er forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar. 3. júní 2014 07:00
Gjaldtaka hafin á tveimur svæðum austan Mývatns Átta hundruð krónur kostar til að líta náttúruperlurnar augum. 19. júní 2014 10:07