Bjarni, þú ert ekki sammála mér, þú ert ekki einu sinni sammála sjálfum þér Kári Stefánsson skrifar 12. febrúar 2016 07:00 Það gladdi mig þegar ég vaknaði á miðvikudaginn að sjá í fjölmiðlum að Bjarni Benediktsson lét hafa það eftir sér að hann væri sammála mér um heilbrigðismál. Steingrímur Thorsteinsson segir í þeirri einu trúarsetningu sem hefur virkað fyrir mig:Trúðu á tvennt í heimitign er æðsta berguð í alheimsgeimiguð í sjálfum þér Og milli línanna segir Steingrímur að við eigum að trúa á guð í öðru fólki, það góða í öðru fólki og það bendir ekkert til þess að Bjarni Benediktsson sé þar undanskilinn. Þess vegna er ég að reyna að trúa á það góða í fólki þessa dagana og þess vegna langar mig að trúa því að Bjarni sé mér sammála um heilbrigðismál, þótt það rími ekki beinlínis við gerðir hans sem fjármálaráðherra eða annað sem hann sagði í viðtalinu í um daginn. Og nú skulum við skoða tvö atriði úr viðtalinu: Bjarni segir að aðferðin til þess að hlúa betur að heilbrigðiskerfinu sé að skapa meiri verðmæti. Það væri göfugt og gott fyrir íslenskt samfélag að við sköpuðum meiri verðmæti og kannski tekst okkur að gera það og kannski ekki. Það er hins vegar ekkert „kannski“ um þörfina á því að endurreisa heilbrigðiskerfið og henni verður að mæta hvort svo sem okkur tekst að búa til meiri verðmæti eða ekki. Þegar Bjarni tengir saman sköpun á meira verðmæti og endurreisn heilbrigðiskerfisins er hann að heykjast á því að forgangsraða. Hann er að svindla ef gengið er út frá forsendum söfnunarinnar og þess vegna erum við með öllu ósammála um það hvernig eigi að standa að endurreisninni. Annars staðar í viðtalinu segir Bjarni orðrétt: „Ef menn horfa á áherslur þessarar ríkisstjórnar í einhverri sanngirni, af sanngirni þá er alveg augljóst að við höfum stóraukið framlög til heilbrigðismála og við ætlum að gera það áfram.“ Það þarf að horfa á áherslur ríkisstjórnarinnar annaðhvort með skringilegum gleraugum eða lokuðum augum til þess að komast að þeirri niðurstöðu að hún hafi stóraukið framlög til heilbrigðismála, vegna þess að hún hefur ekki gert það. Sú krónuaukning sem Bjarni er hér að stæra sig af nær ekki verðbótum og launahækkunum, en hvorugur þeirra þátta hefur áhrif á þjónustustigið sem hefur versnað upp á síðkastið. Þegar horft er á áherslur þessarar ríkisstjórnar í heilbrigðismálum rekst maður á sanngirnina sem felst í því að á Landspítalanum liggja sjúklingar á göngum og í kústaskápum. Um síðustu helgi var ástandið meira að segja svo slæmt að menn voru að velta því fyrir sér að hýsa sjúklinga í bílskúr spítalans. Þegar Bjarni segist sammála mér um að það þurfi að hlúa að heilbrigðiskerfinu er ég ekki alveg viss um að hann viti hvað hann er að segja og sá möguleiki sé fyrir hendi að hann sé ósammála sjálfum sér. Ein af ástæðunum fyrir þessum vafa mínum er eftirfarandi saga, nýleg: Þegar verið var að ganga frá endanlegri útgáfu af fjárlagafrumvarpi rétt fyrir jólin gekk maður undir manns hönd við að reyna að sjá til þess að 2,5 milljörðum króna yrði bætt við hlut Landspítalans til þess að hægt yrði að reka hann á þessu ári á sömu forsendum og árið 2015. Þegar þetta kom inn á borð til Bjarna sá hann persónulega til þess að viðbótarfjármagnið til spítalans varð ekki nema en 1,25 milljarðar og kvað ríkið ekki hafa efni á meiru. Nokkrum dögum síðar spáði hann því að á þessu ári yrði afgangur af ríkisfjármálum upp á 300 milljarða króna. Fjármálaráðherra sem gerði þetta getur varla verið sami fjármálaráðherra sem segist vera sammála mér um heilbrigðismál, nema hann sé einfaldlega ósammála sjálfum sér. Í upphafi þessa pistils lagði ég áherslu á göfgina við það að sjá hið góða í öðrum og meðal annars í Bjarna Ben. Bjarni er flottur ungur maður, duglegur og einbeittur og stundum bráðskemmtilegur sem hefur náð ótrúlega langt í stjórnmálum. Hann er allt annað en vitlaus, sem sést best á því að þegar 62 þúsund kjósendur voru búnir að skrifa undir Endurreisn sté Bjarni fram og sagðist vera nokkurn veginn sammála kröfunni. Þar misreiknaði hann sig hins vegar pínulítið vegna þess að það er of stutt síðan hann einn og óstuddur vó að kjarna íslensks heilbrigðiskerfis við gerð fjárlaga til þess að nokkur maður trúi honum núna. Við erum hins vegar orðin myndarlegur hópur kjósenda sem ætlum okkur að beina honum á rétta braut og það er eins gott fyrir hann að láta að stjórn því annars verður hann kominn í svo mikla skuld þegar kemur að kosningum að hann verður ekki borgunarmaður fyrir henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það gladdi mig þegar ég vaknaði á miðvikudaginn að sjá í fjölmiðlum að Bjarni Benediktsson lét hafa það eftir sér að hann væri sammála mér um heilbrigðismál. Steingrímur Thorsteinsson segir í þeirri einu trúarsetningu sem hefur virkað fyrir mig:Trúðu á tvennt í heimitign er æðsta berguð í alheimsgeimiguð í sjálfum þér Og milli línanna segir Steingrímur að við eigum að trúa á guð í öðru fólki, það góða í öðru fólki og það bendir ekkert til þess að Bjarni Benediktsson sé þar undanskilinn. Þess vegna er ég að reyna að trúa á það góða í fólki þessa dagana og þess vegna langar mig að trúa því að Bjarni sé mér sammála um heilbrigðismál, þótt það rími ekki beinlínis við gerðir hans sem fjármálaráðherra eða annað sem hann sagði í viðtalinu í um daginn. Og nú skulum við skoða tvö atriði úr viðtalinu: Bjarni segir að aðferðin til þess að hlúa betur að heilbrigðiskerfinu sé að skapa meiri verðmæti. Það væri göfugt og gott fyrir íslenskt samfélag að við sköpuðum meiri verðmæti og kannski tekst okkur að gera það og kannski ekki. Það er hins vegar ekkert „kannski“ um þörfina á því að endurreisa heilbrigðiskerfið og henni verður að mæta hvort svo sem okkur tekst að búa til meiri verðmæti eða ekki. Þegar Bjarni tengir saman sköpun á meira verðmæti og endurreisn heilbrigðiskerfisins er hann að heykjast á því að forgangsraða. Hann er að svindla ef gengið er út frá forsendum söfnunarinnar og þess vegna erum við með öllu ósammála um það hvernig eigi að standa að endurreisninni. Annars staðar í viðtalinu segir Bjarni orðrétt: „Ef menn horfa á áherslur þessarar ríkisstjórnar í einhverri sanngirni, af sanngirni þá er alveg augljóst að við höfum stóraukið framlög til heilbrigðismála og við ætlum að gera það áfram.“ Það þarf að horfa á áherslur ríkisstjórnarinnar annaðhvort með skringilegum gleraugum eða lokuðum augum til þess að komast að þeirri niðurstöðu að hún hafi stóraukið framlög til heilbrigðismála, vegna þess að hún hefur ekki gert það. Sú krónuaukning sem Bjarni er hér að stæra sig af nær ekki verðbótum og launahækkunum, en hvorugur þeirra þátta hefur áhrif á þjónustustigið sem hefur versnað upp á síðkastið. Þegar horft er á áherslur þessarar ríkisstjórnar í heilbrigðismálum rekst maður á sanngirnina sem felst í því að á Landspítalanum liggja sjúklingar á göngum og í kústaskápum. Um síðustu helgi var ástandið meira að segja svo slæmt að menn voru að velta því fyrir sér að hýsa sjúklinga í bílskúr spítalans. Þegar Bjarni segist sammála mér um að það þurfi að hlúa að heilbrigðiskerfinu er ég ekki alveg viss um að hann viti hvað hann er að segja og sá möguleiki sé fyrir hendi að hann sé ósammála sjálfum sér. Ein af ástæðunum fyrir þessum vafa mínum er eftirfarandi saga, nýleg: Þegar verið var að ganga frá endanlegri útgáfu af fjárlagafrumvarpi rétt fyrir jólin gekk maður undir manns hönd við að reyna að sjá til þess að 2,5 milljörðum króna yrði bætt við hlut Landspítalans til þess að hægt yrði að reka hann á þessu ári á sömu forsendum og árið 2015. Þegar þetta kom inn á borð til Bjarna sá hann persónulega til þess að viðbótarfjármagnið til spítalans varð ekki nema en 1,25 milljarðar og kvað ríkið ekki hafa efni á meiru. Nokkrum dögum síðar spáði hann því að á þessu ári yrði afgangur af ríkisfjármálum upp á 300 milljarða króna. Fjármálaráðherra sem gerði þetta getur varla verið sami fjármálaráðherra sem segist vera sammála mér um heilbrigðismál, nema hann sé einfaldlega ósammála sjálfum sér. Í upphafi þessa pistils lagði ég áherslu á göfgina við það að sjá hið góða í öðrum og meðal annars í Bjarna Ben. Bjarni er flottur ungur maður, duglegur og einbeittur og stundum bráðskemmtilegur sem hefur náð ótrúlega langt í stjórnmálum. Hann er allt annað en vitlaus, sem sést best á því að þegar 62 þúsund kjósendur voru búnir að skrifa undir Endurreisn sté Bjarni fram og sagðist vera nokkurn veginn sammála kröfunni. Þar misreiknaði hann sig hins vegar pínulítið vegna þess að það er of stutt síðan hann einn og óstuddur vó að kjarna íslensks heilbrigðiskerfis við gerð fjárlaga til þess að nokkur maður trúi honum núna. Við erum hins vegar orðin myndarlegur hópur kjósenda sem ætlum okkur að beina honum á rétta braut og það er eins gott fyrir hann að láta að stjórn því annars verður hann kominn í svo mikla skuld þegar kemur að kosningum að hann verður ekki borgunarmaður fyrir henni.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun