Ferðamaður hætt kominn í sprungu á Sólheimajökli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2016 22:21 Rússneskur ferðamaður féll í gegnum ís á bólakaf í jökulsprungu við Sólheimajökul í dag. Samsett/Haraldur Guðjónsson/Sigurður Bjarki Ólafsson Rússneskur ferðamaður var hætt kominn við Sólheimajökul fyrr í dag er hann féll í gegnum þunnan ís ofan í jökulkalt vatn. Íslenskir leiðsögumenn komu honum til bjargar og varð honum ekki meint af. Skömmu áður höfðu leiðsögumenn rekið hann og samferðakonu hans af jöklinum en þar voru þau ein á ferð. Leiðsögumaðurinn Ævar Ómarsson og samstarfsmaður hans voru að koma niður af Sólheimajökli með hóp ferðamanna þegar þeir urðu skyndilega varir við konu sem kallar til þeirra en hún stóð við op á jökulsprungu við framanverðan jökulinn.Sjá einnig: Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“„Við hlaupum bara til og þegar við komum inn í sprunguna sjáum við mann á bólakafi sem var að reyna að klifra aftur upp á ísinn, segir Ævar.“ Segir hann ljóst að maðurinn hafi hætt sér of langt inn til þess að taka mynd með þeim afleiðingum að hann féll ofan í vatnið í gegnum þunnan ís.Sprungan sem um ræðir. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Mynd/Sigurður Bjarki Ólafsson„Við hættum okkur ekki út á ísinn til þess að bjarga honum. Samstarfsmaður minn fer aðeins nær honum og maðurinn nær þá að krafsa sig upp á ísinn og nógu langt svo að hægt væri að grípa í hann og ná í hann,“ segir Ævar.Voru ein á ferð uppi á jöklinum Öryggi ferðamanna hér á landi hefur verið mikið í umræðunni eftir að kínverskur ferðamaður lét lífið í Reynisfjöru í vikunni og hefur Sveinn Kristján Rúnarsson, lögreglustjóri á Hvolsvelli, kallað eftir því að öryggismál á vinsælum ferðamannastöðum verði tekin til endurskoðunar. Sjá einnig: Áhættugreining í bígerð eftir banaslysÆvar verður mikið var við að ferðamenn séu einir á ferð á Sólheimajökli og skömmu áður en að maðurinn féll ofan í ísinn höfðu hann og konan verið uppi á jöklinum sjálfum. Var þeim bent á það af leiðsögumönnum að afar hættulegt væri að vera ein á ferð uppi á jöklinum án leiðsagnar og rétts útbúnaðar. Segir Ævar að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði maðurinn verið einn á ferð enda vatnið sem hann féll í ískalt. „Hefði þessi kona ekki verið með honum hefði enginn séð hann. Hann var inn í sprungunni og það er ekkert hljóðbært út úr svona sprungum, segir Ævar. „Hann hefði bara legið þarna og það er spurning hvort að hann hefði getað komið sér sjálfur upp úr vatninu?“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögregluvakt verður í Reynisfjöru frá og með morgundeginum Kínverskur ferðamaður lést í fjörunni í morgun eftir að alda reif hann á haf út. 10. febrúar 2016 18:24 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 Ráðherra ferðamála segir að verið sé að vinna að því að tryggja öryggi ferðamanna Ljóst er að bæta þarf verulega úr öryggismálum ferðamanna en fjórir erlendir ferðamenn hafa látist af slysförum hér á landi á síðustu tveimur mánuðum. 11. febrúar 2016 22:30 Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Rússneskur ferðamaður var hætt kominn við Sólheimajökul fyrr í dag er hann féll í gegnum þunnan ís ofan í jökulkalt vatn. Íslenskir leiðsögumenn komu honum til bjargar og varð honum ekki meint af. Skömmu áður höfðu leiðsögumenn rekið hann og samferðakonu hans af jöklinum en þar voru þau ein á ferð. Leiðsögumaðurinn Ævar Ómarsson og samstarfsmaður hans voru að koma niður af Sólheimajökli með hóp ferðamanna þegar þeir urðu skyndilega varir við konu sem kallar til þeirra en hún stóð við op á jökulsprungu við framanverðan jökulinn.Sjá einnig: Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“„Við hlaupum bara til og þegar við komum inn í sprunguna sjáum við mann á bólakafi sem var að reyna að klifra aftur upp á ísinn, segir Ævar.“ Segir hann ljóst að maðurinn hafi hætt sér of langt inn til þess að taka mynd með þeim afleiðingum að hann féll ofan í vatnið í gegnum þunnan ís.Sprungan sem um ræðir. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Mynd/Sigurður Bjarki Ólafsson„Við hættum okkur ekki út á ísinn til þess að bjarga honum. Samstarfsmaður minn fer aðeins nær honum og maðurinn nær þá að krafsa sig upp á ísinn og nógu langt svo að hægt væri að grípa í hann og ná í hann,“ segir Ævar.Voru ein á ferð uppi á jöklinum Öryggi ferðamanna hér á landi hefur verið mikið í umræðunni eftir að kínverskur ferðamaður lét lífið í Reynisfjöru í vikunni og hefur Sveinn Kristján Rúnarsson, lögreglustjóri á Hvolsvelli, kallað eftir því að öryggismál á vinsælum ferðamannastöðum verði tekin til endurskoðunar. Sjá einnig: Áhættugreining í bígerð eftir banaslysÆvar verður mikið var við að ferðamenn séu einir á ferð á Sólheimajökli og skömmu áður en að maðurinn féll ofan í ísinn höfðu hann og konan verið uppi á jöklinum sjálfum. Var þeim bent á það af leiðsögumönnum að afar hættulegt væri að vera ein á ferð uppi á jöklinum án leiðsagnar og rétts útbúnaðar. Segir Ævar að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði maðurinn verið einn á ferð enda vatnið sem hann féll í ískalt. „Hefði þessi kona ekki verið með honum hefði enginn séð hann. Hann var inn í sprungunni og það er ekkert hljóðbært út úr svona sprungum, segir Ævar. „Hann hefði bara legið þarna og það er spurning hvort að hann hefði getað komið sér sjálfur upp úr vatninu?“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögregluvakt verður í Reynisfjöru frá og með morgundeginum Kínverskur ferðamaður lést í fjörunni í morgun eftir að alda reif hann á haf út. 10. febrúar 2016 18:24 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 Ráðherra ferðamála segir að verið sé að vinna að því að tryggja öryggi ferðamanna Ljóst er að bæta þarf verulega úr öryggismálum ferðamanna en fjórir erlendir ferðamenn hafa látist af slysförum hér á landi á síðustu tveimur mánuðum. 11. febrúar 2016 22:30 Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Lögregluvakt verður í Reynisfjöru frá og með morgundeginum Kínverskur ferðamaður lést í fjörunni í morgun eftir að alda reif hann á haf út. 10. febrúar 2016 18:24
Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12
Ráðherra ferðamála segir að verið sé að vinna að því að tryggja öryggi ferðamanna Ljóst er að bæta þarf verulega úr öryggismálum ferðamanna en fjórir erlendir ferðamenn hafa látist af slysförum hér á landi á síðustu tveimur mánuðum. 11. febrúar 2016 22:30
Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda