Uppselt er á 47 sýningar af söngleiknum Mamma Mia! Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. febrúar 2016 08:00 Leikarahópurinn var léttur í lund í gær þegar ljósmyndari Fréttablaðsins leit inn á æfingu. vísir/Anton Brink Uppselt er á 47 sýningar á ABBA-söngleiknum heimsfræga Mamma Mia! sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu þann 11. mars. „Þetta er rosalegt, við höfum aldrei séð annað eins, þetta er algjörlega klikkað,“ segir Alexía Björg Jóhannesdóttir, kynningarfulltrúi Borgarleikhússins, alsæl með viðtökurnar. Þegar forsalan hófst þann 27. janúar var biðröð út á bílastæði og sló rafmagnið meira segja út í hverfinu. Þessa dagana er verið að hamast við að bæta aukasýningum við til að anna eftirspurninni. „Það er alveg greinilegt að Íslendingar eru mjög spenntir fyrir sólargleði- og glimmerbombu eins og Mamma Mia! er. Við höfum verið að bæta við aukasýningum og verðum með sýningar alla daga nema mánudaga, þetta er bara eins og West End í London. Fólk þarf að flýta sér ef það ætlar að tryggja sér miða,“ segir Alexía Björg létt í lund. Þó að mánuður sé í frumsýningu er eins og fyrr segir uppselt á 47 sýningar og enn verið að bæta við sýningum. „Til viðmiðunar, þegar Billy Elliot var frumsýndur þá var uppselt á 22 sýningar og hann endaði í 106 sýningum,“ bætir Alexía Björg við. Leikhúsið fer í sumarfrí um miðjan júní og hefjast sýningar aftur upp úr miðjum ágúst eftir frí. Sem stendur eru um 70 sýningar áætlaðar en þær gætu þó orðið fleiri. „Við munum sýna eins og lengi við getum.“ Alexía Björg segir að stemningin í leikhúsinu sé sérlega góð þessa dagana. „Það er frábær fílingur hjá okkur og nú er verið að æfa á fullu og undirbúa allt.“ Þá er búið að koma fyrir „spray tan“ klefa í leikhúsinu svo leikararnir nái sér í sólbrúnku fyrir frumsýningu. „Leikararnir eru byrjaðir að fara í „spray tan“, það er komin sumarstemning hérna,“ segir Alexía Björg og hlær. Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Uppselt er á 47 sýningar á ABBA-söngleiknum heimsfræga Mamma Mia! sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu þann 11. mars. „Þetta er rosalegt, við höfum aldrei séð annað eins, þetta er algjörlega klikkað,“ segir Alexía Björg Jóhannesdóttir, kynningarfulltrúi Borgarleikhússins, alsæl með viðtökurnar. Þegar forsalan hófst þann 27. janúar var biðröð út á bílastæði og sló rafmagnið meira segja út í hverfinu. Þessa dagana er verið að hamast við að bæta aukasýningum við til að anna eftirspurninni. „Það er alveg greinilegt að Íslendingar eru mjög spenntir fyrir sólargleði- og glimmerbombu eins og Mamma Mia! er. Við höfum verið að bæta við aukasýningum og verðum með sýningar alla daga nema mánudaga, þetta er bara eins og West End í London. Fólk þarf að flýta sér ef það ætlar að tryggja sér miða,“ segir Alexía Björg létt í lund. Þó að mánuður sé í frumsýningu er eins og fyrr segir uppselt á 47 sýningar og enn verið að bæta við sýningum. „Til viðmiðunar, þegar Billy Elliot var frumsýndur þá var uppselt á 22 sýningar og hann endaði í 106 sýningum,“ bætir Alexía Björg við. Leikhúsið fer í sumarfrí um miðjan júní og hefjast sýningar aftur upp úr miðjum ágúst eftir frí. Sem stendur eru um 70 sýningar áætlaðar en þær gætu þó orðið fleiri. „Við munum sýna eins og lengi við getum.“ Alexía Björg segir að stemningin í leikhúsinu sé sérlega góð þessa dagana. „Það er frábær fílingur hjá okkur og nú er verið að æfa á fullu og undirbúa allt.“ Þá er búið að koma fyrir „spray tan“ klefa í leikhúsinu svo leikararnir nái sér í sólbrúnku fyrir frumsýningu. „Leikararnir eru byrjaðir að fara í „spray tan“, það er komin sumarstemning hérna,“ segir Alexía Björg og hlær.
Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira