Rakel: Leiðinlegt að hætta þegar þú gerir það ekki á þínum eigin forsendum Anton Ingi Leifsson úr TM-höllinni skrifar 12. febrúar 2016 21:56 Rakel er ánægð með að vera mætt aftur. Frábær tíðindi. vísir/valli „Tilfinningin er mjög góð fyrir utan þetta tap. Það er samt sem áður mjög gaman að vera komin aftur,” sagði Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar, sem snéri aftur á handboltavöllinn í dag eftir langa fjarveru vegna höfuðmeiðsla. Rakel spilaði með Stjörnunni í níu marka tapi gegn Haukum, en leikur Stjörnunnar var afleitur. Það eru hins vegar frábærar fréttir fyrir Stjörnuna og Rakel sjálfa að hún sé mætt á völlinn aftur, en meira má lesa um leikinn hér. „Ég er mjög spennt og það eru mjög skemmtilegar tímar framundan. Mér finnst mjög gaman að taka þátt,” en hvað kom til að Rakel Dögg kom aftur? „Ég er búin að taka miklum framförum með höfuðið og gengið ótrúlega vel eftir að ég átti barn fyrir sex mánuðum og ég prófaði að byrja æfa. Það gekk fínt og svo byrjaði ég að mæta á handboltaæfingu og það gekk vel.” Samkvæmt öruggum heimildum eru tvö ár og þrír mánuðir síðan að Rakel spilaði síðast, en hún er gífurlega ánægð með að vera komin aftur. „Mér fannst ég pínu skulda sjálfum mér að mæta og prófa vera með. Það er leiðinlegt að hætta þegar þú gerir það ekki á þínum eigin forsendum og ég ákvað að slá til. Ég er ótrúlega ánægð og vona að það gangi aðeins betur í næsta leik, en þetta er rosa gaman.” Næst barst tal blaðamannns að því hvort Rakel Dögg væri mætt aftur endanlega, en hún vildi ekki ganga svo langt. „Ég vil ekki kalla þetta “comeback” þar sem ég er búin að vera mjög “discreet” með þetta. Ef allt gengur vel þá verður það þannig, en ég er bara að taka einn dag í einu og skoða og hvernig ég verð. Ef allt gengur vel verð ég með út tímabilið,” sagði Rakel. „Ég byrjaði aðeins að hreyfa mig í desember, en svo fór ég að detta inn á handboltaæfingar fljótlega upp úr því. Ég hef svo sem ekkert verið alltof mikið á æfingum,” sagði Rakel að lokum, en sex mánaða sonur hennar grét í fangi hennar, hræddur við blaðamann og vildi meira athygli mömmu. Frábært að sjá Rakel á vellinum aftur. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Rakel Dögg hætt: Ég ber alls engan kala til hennar Rakel Dögg Bragadóttir, ein besta handboltakona landsins, tilkynnti í gær að hún væri hætt í handbolta vegna alvarlegra höfuðmeiðsla. "Áttaði mig á því eftir á hversu þungt höggið var í raun og veru,“ sagði hún. 31. janúar 2014 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
„Tilfinningin er mjög góð fyrir utan þetta tap. Það er samt sem áður mjög gaman að vera komin aftur,” sagði Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar, sem snéri aftur á handboltavöllinn í dag eftir langa fjarveru vegna höfuðmeiðsla. Rakel spilaði með Stjörnunni í níu marka tapi gegn Haukum, en leikur Stjörnunnar var afleitur. Það eru hins vegar frábærar fréttir fyrir Stjörnuna og Rakel sjálfa að hún sé mætt á völlinn aftur, en meira má lesa um leikinn hér. „Ég er mjög spennt og það eru mjög skemmtilegar tímar framundan. Mér finnst mjög gaman að taka þátt,” en hvað kom til að Rakel Dögg kom aftur? „Ég er búin að taka miklum framförum með höfuðið og gengið ótrúlega vel eftir að ég átti barn fyrir sex mánuðum og ég prófaði að byrja æfa. Það gekk fínt og svo byrjaði ég að mæta á handboltaæfingu og það gekk vel.” Samkvæmt öruggum heimildum eru tvö ár og þrír mánuðir síðan að Rakel spilaði síðast, en hún er gífurlega ánægð með að vera komin aftur. „Mér fannst ég pínu skulda sjálfum mér að mæta og prófa vera með. Það er leiðinlegt að hætta þegar þú gerir það ekki á þínum eigin forsendum og ég ákvað að slá til. Ég er ótrúlega ánægð og vona að það gangi aðeins betur í næsta leik, en þetta er rosa gaman.” Næst barst tal blaðamannns að því hvort Rakel Dögg væri mætt aftur endanlega, en hún vildi ekki ganga svo langt. „Ég vil ekki kalla þetta “comeback” þar sem ég er búin að vera mjög “discreet” með þetta. Ef allt gengur vel þá verður það þannig, en ég er bara að taka einn dag í einu og skoða og hvernig ég verð. Ef allt gengur vel verð ég með út tímabilið,” sagði Rakel. „Ég byrjaði aðeins að hreyfa mig í desember, en svo fór ég að detta inn á handboltaæfingar fljótlega upp úr því. Ég hef svo sem ekkert verið alltof mikið á æfingum,” sagði Rakel að lokum, en sex mánaða sonur hennar grét í fangi hennar, hræddur við blaðamann og vildi meira athygli mömmu. Frábært að sjá Rakel á vellinum aftur.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Rakel Dögg hætt: Ég ber alls engan kala til hennar Rakel Dögg Bragadóttir, ein besta handboltakona landsins, tilkynnti í gær að hún væri hætt í handbolta vegna alvarlegra höfuðmeiðsla. "Áttaði mig á því eftir á hversu þungt höggið var í raun og veru,“ sagði hún. 31. janúar 2014 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Rakel Dögg hætt: Ég ber alls engan kala til hennar Rakel Dögg Bragadóttir, ein besta handboltakona landsins, tilkynnti í gær að hún væri hætt í handbolta vegna alvarlegra höfuðmeiðsla. "Áttaði mig á því eftir á hversu þungt höggið var í raun og veru,“ sagði hún. 31. janúar 2014 08:00