Bitrustu kappræður Repúblikana til þessa Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2016 10:23 Jeb Bush, Ted Cruz og Donald Trump skiptust á föstum skotum í nótt. Vísir/Getty Þeir sem berjast um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins skiptust á föstum skotum um utanríkisstefnu og framtíð Hæstaréttar Bandaríkjanna í óstýrilátum og óreiðukenndum kappræðum vestanhafs í nótt. Forval hefur nú þegar farið fram í Iowa og New Hampshire en nú er slagurinn kominn til Suður-Karólínu þar sem forval fer fram næstkomandi laugardag. Bæði Repúblikanar og Demókratar munu tilkynna um frambjóðendur sína til forseta Bandaríkjanna í júlí næstkomandi, fjórum mánuðum fyrir forsetakosningarnar. Auðkýfingurinn Donald Trump reifst ítrekað við þingmanninn Ted Cruz og fyrrverandi ríkisstjórann Jeb Bush en á meðan frambjóðendurnir hrópuðu á hvorn annan og trufluðu tal hvors annars varaði sá sem stjórnaði kappræðunum, John Dickerson hjá CBS-sjónvarpsstöðinni, við því að ekki mætti fara með umræðuna í einhvern leðjuslag. Fráfall hæstaréttardómarans Antonin Scalia olli miklum umræðum um framtíð réttarins. Scalia var mikill íhaldsmaður en nú þegar skipa þarf nýjan dómara við réttinn hefur verið bent á að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fái þar með tækifæri á að skipa fimmta frjálslynda dómarann og þá yrðu frjálslyndir í fyrsta skipti með meirihluta í hæstarétti Bandaríkjanna. Frambjóðendurnir voru á því að Obama ætti ekki að skipa nýjan dómara, það ætti að verða hlutverk næsta forseta. Trump sagði að Obama myndi að öllum líkindum skipa nýjan dómara en hvatti þingið til að tefja þá framkvæmd.Ted Cruz hélt því fram að Trump, sem áður studdi Demókrata, myndi tilnefna frjálslyndan dómara við Hæstarétt ef hann yrði kjörinn forseti. „Þú ert mesti lygari sem ég veit um,“ sagði Trump um Cruz. „Þessi gaur segir hvað sem er.“ Umræður frambjóðendanna í nótt um hæstarétt snerust fljótlega út í samfélagsmál líkt og réttindi samkynhneigðra og fóstureyðingar. Donald Trump og Jeb Bush rifust um Íraksstríðið og frammistöðu George Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna og bróður Jebs, þegar árásirnar voru gerðar á Tvíburaturnana 11. september árið 2001. „Við áttum aldrei að fara inn í Írak,“ sagði Trump. „Þeir lugu. Þeir sögðu að það hefðu verið gjöreyðingarvopn í landinu. Svo var ekki og þeir vissu það,“ sagði Trump en Jeb Bush mótmælti þessu kröftuglega. „Ég er orðinn dauðþreyttur á Barack Obama sem kennir bróður mínum um öll sín vandamál og í sannleika sagt gæti mér ekki verið meira sama um móðganir Donalds Trump,“ sagði Jeb Bush.Fjölmiðlar ytra eru þeirrar skoðunar að enginn hafi í raun skarað fram úr í þessum kappræðum, þess í stað hafi áhorfendur orðið vitni að bitrustu rifrildum kosningabaráttunnar til þessa. Donald Trump Tengdar fréttir Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13 Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00 Minnihlutahópar í brennidepli í kappræðum Demókrata í nótt Næstu forkosningar fara fram í Nevada og Suður-Karólínu. Íbúar þessara ríkja eru að stórum hluta spænskumælandi eða svartir. 11. febrúar 2016 23:45 Tekist á um málefni minnihlutahópa: „Aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama“ Sjöundu kappræður forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Bernie Sanders fóru fram í nótt. 12. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Þeir sem berjast um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins skiptust á föstum skotum um utanríkisstefnu og framtíð Hæstaréttar Bandaríkjanna í óstýrilátum og óreiðukenndum kappræðum vestanhafs í nótt. Forval hefur nú þegar farið fram í Iowa og New Hampshire en nú er slagurinn kominn til Suður-Karólínu þar sem forval fer fram næstkomandi laugardag. Bæði Repúblikanar og Demókratar munu tilkynna um frambjóðendur sína til forseta Bandaríkjanna í júlí næstkomandi, fjórum mánuðum fyrir forsetakosningarnar. Auðkýfingurinn Donald Trump reifst ítrekað við þingmanninn Ted Cruz og fyrrverandi ríkisstjórann Jeb Bush en á meðan frambjóðendurnir hrópuðu á hvorn annan og trufluðu tal hvors annars varaði sá sem stjórnaði kappræðunum, John Dickerson hjá CBS-sjónvarpsstöðinni, við því að ekki mætti fara með umræðuna í einhvern leðjuslag. Fráfall hæstaréttardómarans Antonin Scalia olli miklum umræðum um framtíð réttarins. Scalia var mikill íhaldsmaður en nú þegar skipa þarf nýjan dómara við réttinn hefur verið bent á að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fái þar með tækifæri á að skipa fimmta frjálslynda dómarann og þá yrðu frjálslyndir í fyrsta skipti með meirihluta í hæstarétti Bandaríkjanna. Frambjóðendurnir voru á því að Obama ætti ekki að skipa nýjan dómara, það ætti að verða hlutverk næsta forseta. Trump sagði að Obama myndi að öllum líkindum skipa nýjan dómara en hvatti þingið til að tefja þá framkvæmd.Ted Cruz hélt því fram að Trump, sem áður studdi Demókrata, myndi tilnefna frjálslyndan dómara við Hæstarétt ef hann yrði kjörinn forseti. „Þú ert mesti lygari sem ég veit um,“ sagði Trump um Cruz. „Þessi gaur segir hvað sem er.“ Umræður frambjóðendanna í nótt um hæstarétt snerust fljótlega út í samfélagsmál líkt og réttindi samkynhneigðra og fóstureyðingar. Donald Trump og Jeb Bush rifust um Íraksstríðið og frammistöðu George Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna og bróður Jebs, þegar árásirnar voru gerðar á Tvíburaturnana 11. september árið 2001. „Við áttum aldrei að fara inn í Írak,“ sagði Trump. „Þeir lugu. Þeir sögðu að það hefðu verið gjöreyðingarvopn í landinu. Svo var ekki og þeir vissu það,“ sagði Trump en Jeb Bush mótmælti þessu kröftuglega. „Ég er orðinn dauðþreyttur á Barack Obama sem kennir bróður mínum um öll sín vandamál og í sannleika sagt gæti mér ekki verið meira sama um móðganir Donalds Trump,“ sagði Jeb Bush.Fjölmiðlar ytra eru þeirrar skoðunar að enginn hafi í raun skarað fram úr í þessum kappræðum, þess í stað hafi áhorfendur orðið vitni að bitrustu rifrildum kosningabaráttunnar til þessa.
Donald Trump Tengdar fréttir Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13 Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00 Minnihlutahópar í brennidepli í kappræðum Demókrata í nótt Næstu forkosningar fara fram í Nevada og Suður-Karólínu. Íbúar þessara ríkja eru að stórum hluta spænskumælandi eða svartir. 11. febrúar 2016 23:45 Tekist á um málefni minnihlutahópa: „Aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama“ Sjöundu kappræður forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Bernie Sanders fóru fram í nótt. 12. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13
Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00
Minnihlutahópar í brennidepli í kappræðum Demókrata í nótt Næstu forkosningar fara fram í Nevada og Suður-Karólínu. Íbúar þessara ríkja eru að stórum hluta spænskumælandi eða svartir. 11. febrúar 2016 23:45
Tekist á um málefni minnihlutahópa: „Aðeins annað okkar bauð sig fram gegn Obama“ Sjöundu kappræður forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Bernie Sanders fóru fram í nótt. 12. febrúar 2016 10:23