Hús íslenskunnar á Melunum Guðrún Nordal skrifar 15. febrúar 2016 07:00 Fyrir örfáum dögum var hér í blaðinu greint frá hugmyndum um höfðingjasetur í landi Helgafells í Mosfellsbæ þar sem svokallaðri gullöld Íslendinga yrðu gerð skil. Vísað er í bréf Halldórs Þorgeirssonar og Úlfs Hróbjartssonar til bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þess efnis að það sé „helst í Árnastofnun og Þjóðmenningarhúsi sem hægt er að kynna sér þessa þætti en hvort tveggja er mjög þurr og þröng nálgun á þetta blómaskeið Íslands sögunnar“. Um leið og ég fagna þeim félögum í hóp þeirra sem vilja gera íslenska miðaldamenningu sýnilegri, verð ég að leiðrétta bagalegan misskilning er fram kemur í bréfi þeirra til Mosfellinga. Í Árnastofnun er engin aðstaða til sýningar á handritum þjóðarinnar eða íslenskri miðaldamenningu, og því er í bréfinu vísað í sýningar og nálgun sem ekki eru til. Með fréttinni er mynd af heimsókn Danadrottningar í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar árið 2013. Hún skoðar þar sýningu sem var um árabil í Þjóðmenningarhúsi, nú Safnahúsi, en var lokað síðar það ár. Þegar handritunum var búinn staður í Árnagarði fyrir 45 árum var ekki gert ráð fyrir sýningaraðstöðu, enda á þeim tíma lögð höfuðáhersla á aðstöðu til varðveislu og rannsókna. Ný umgjörð um handritin og önnur söfn stofnunarinnar, þá miklu rannsóknarstarfsemi og kennslu sem er innan Árnastofnunar og Háskóla Íslands í íslenskum bókmenntum og tungu, var því orðin löngu tímabær þegar Háskólinn og stjórnvöld hófu framkvæmdir við nýtt Hús íslenskunnar. Þær framkvæmdir hafa því miður legið niðri í þrjú ár. Nú er ekki hægt að sjá Konungsbók eddukvæða og helstu handrit þjóðarinnar á sýningu í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Hvernig þætti okkur að koma til Aþenu og fá ekki að sjá Akrópólis? Í nýrri byggingu verður frábært sýningarrými fyrir handritin og breytilegar sýningar, og glæsileg aðstaða fyrir gesti og gangandi. Tapaður tími þar til Húsið rís er sama og glötuð tækifæri fyrir íslenska menningu og íslenska tungu – og auðvitað fyrir alla þá sem missa af því að upplifa handritin sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir örfáum dögum var hér í blaðinu greint frá hugmyndum um höfðingjasetur í landi Helgafells í Mosfellsbæ þar sem svokallaðri gullöld Íslendinga yrðu gerð skil. Vísað er í bréf Halldórs Þorgeirssonar og Úlfs Hróbjartssonar til bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þess efnis að það sé „helst í Árnastofnun og Þjóðmenningarhúsi sem hægt er að kynna sér þessa þætti en hvort tveggja er mjög þurr og þröng nálgun á þetta blómaskeið Íslands sögunnar“. Um leið og ég fagna þeim félögum í hóp þeirra sem vilja gera íslenska miðaldamenningu sýnilegri, verð ég að leiðrétta bagalegan misskilning er fram kemur í bréfi þeirra til Mosfellinga. Í Árnastofnun er engin aðstaða til sýningar á handritum þjóðarinnar eða íslenskri miðaldamenningu, og því er í bréfinu vísað í sýningar og nálgun sem ekki eru til. Með fréttinni er mynd af heimsókn Danadrottningar í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar árið 2013. Hún skoðar þar sýningu sem var um árabil í Þjóðmenningarhúsi, nú Safnahúsi, en var lokað síðar það ár. Þegar handritunum var búinn staður í Árnagarði fyrir 45 árum var ekki gert ráð fyrir sýningaraðstöðu, enda á þeim tíma lögð höfuðáhersla á aðstöðu til varðveislu og rannsókna. Ný umgjörð um handritin og önnur söfn stofnunarinnar, þá miklu rannsóknarstarfsemi og kennslu sem er innan Árnastofnunar og Háskóla Íslands í íslenskum bókmenntum og tungu, var því orðin löngu tímabær þegar Háskólinn og stjórnvöld hófu framkvæmdir við nýtt Hús íslenskunnar. Þær framkvæmdir hafa því miður legið niðri í þrjú ár. Nú er ekki hægt að sjá Konungsbók eddukvæða og helstu handrit þjóðarinnar á sýningu í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Hvernig þætti okkur að koma til Aþenu og fá ekki að sjá Akrópólis? Í nýrri byggingu verður frábært sýningarrými fyrir handritin og breytilegar sýningar, og glæsileg aðstaða fyrir gesti og gangandi. Tapaður tími þar til Húsið rís er sama og glötuð tækifæri fyrir íslenska menningu og íslenska tungu – og auðvitað fyrir alla þá sem missa af því að upplifa handritin sjálf.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun