Sjúkrabíll fauk út af í Oddskarði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2016 09:50 Það var í nógu í snúast fyrir björgunarsveitir í gærkvöldi og nótt vegna veðurs. Visir/Vilhelm Á fimmta tug björgunarsveitarmanna komu að hinum ýmsu björgunaraðgerðum í gærkvöldi og nótt vegna veðurs. Þannig fór björgunarsveitin Brimrún í Oddskarð í gærkvöldi til að aðstoða sjúkrabíl sem hafði fokið út af veginum og sat fastur. Björgunarsveitin aðstoðaði við að ná bílnum aftur upp á veg svo hann gæti haldið áfram ferð sinni til Egilsstaða. Síðar um kvöldið var svo tilkynnt um bíl sem var fastur við Bláa lónið en þar voru ferðamenn í vandræðum. Þá losnaði bátur frá bryggju á Reyðarfirði, hurð á sundlauginni á Bolungarvík fauk upp sem og gluggi á leikskólanum á Suðureyri. Þar fauk einnig landgangur við flotbryggju í höfninni en ekkert verður gert í því fyrr en veður lægir. Erlendir ferðamenn sátu svo fastir í ófærð utan við Vopnafjörð og rúða brotnaði í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Nú fyrir hádegi spáir Veðurstofan suðvestan og vestan roki eða ofsaveðri með éljum norðn-og vestanlands. Aðstæður til ferðalaga eru því varhugaverðar. Víða er ófært, meðal annars á Fróðárheiðiog Öxnadalsheiði og þá eru flestir fjallvegir á Vestfjörðum ófærir.Nánar um færð og aðstæður á vegum:Það eru hálkublettir og éljagangur á Reykjanesbraut og mjög víða á Reykjanesi. Hálka er á Sandskeiði og Hellisheiði og hálka eða hálkublettir á vegum á Suðurlandi.Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir en snjóþekja Bröttubrekku, Svínadal og á sunnanverðu Snæfellsnesi. Nú er orðið fært yfir Holtavörðuheiði en þar er mjög hvasst og blint. Ófært er á Fróðárheiði. Slæmt ferðaveður er á Vestfjörðum og eru flestir fjallvegir enn ófærir en þó er orðið fært yfir Gemlufallsheiði en þar er þæfingsfærð og mjög hvasst og blint. Vegurinn yfir Hálfdán er lokaður vegna óveðurs og umferðaróhapps.Í Norðurlandi er hálka á flestum vegum og víðast hvar mjög hvasst. Ófært er á Öxnadalsheiði og á Mývatnsöræfum en unnið að hreinsun. Flughálka er í Þistilfirði og við Bakkaflóa.Þæfingsfærð er á Háreksstaðaleið en annars hálka er á flestum leiðum á Austurlandi en þó er flughálka í Hjaltastaðaþinghá. Enn er ófært á Vopnafjarðarheiði en þar er óveður. Hálka er á nokkrum köflum með suðausturströndinni. Veður Tengdar fréttir Búist við ofsaveðri með morgninum Búist er við stormi eða jafnvel ofsaveðri í Skagafirði og Eyjafirði með morgninum með allt að 40 metra á sekúndu meðalvindi og upp í 50 metra í hviðum. 16. febrúar 2016 06:58 Fylgstu með óveðrinu „í beinni“ Veðurstofan spáir stormi eða roki, meira en 20 metrum á sekúndu, á norðan og norðanverðulandinu nú fyrri hluta dags. 16. febrúar 2016 07:26 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Á fimmta tug björgunarsveitarmanna komu að hinum ýmsu björgunaraðgerðum í gærkvöldi og nótt vegna veðurs. Þannig fór björgunarsveitin Brimrún í Oddskarð í gærkvöldi til að aðstoða sjúkrabíl sem hafði fokið út af veginum og sat fastur. Björgunarsveitin aðstoðaði við að ná bílnum aftur upp á veg svo hann gæti haldið áfram ferð sinni til Egilsstaða. Síðar um kvöldið var svo tilkynnt um bíl sem var fastur við Bláa lónið en þar voru ferðamenn í vandræðum. Þá losnaði bátur frá bryggju á Reyðarfirði, hurð á sundlauginni á Bolungarvík fauk upp sem og gluggi á leikskólanum á Suðureyri. Þar fauk einnig landgangur við flotbryggju í höfninni en ekkert verður gert í því fyrr en veður lægir. Erlendir ferðamenn sátu svo fastir í ófærð utan við Vopnafjörð og rúða brotnaði í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Nú fyrir hádegi spáir Veðurstofan suðvestan og vestan roki eða ofsaveðri með éljum norðn-og vestanlands. Aðstæður til ferðalaga eru því varhugaverðar. Víða er ófært, meðal annars á Fróðárheiðiog Öxnadalsheiði og þá eru flestir fjallvegir á Vestfjörðum ófærir.Nánar um færð og aðstæður á vegum:Það eru hálkublettir og éljagangur á Reykjanesbraut og mjög víða á Reykjanesi. Hálka er á Sandskeiði og Hellisheiði og hálka eða hálkublettir á vegum á Suðurlandi.Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir en snjóþekja Bröttubrekku, Svínadal og á sunnanverðu Snæfellsnesi. Nú er orðið fært yfir Holtavörðuheiði en þar er mjög hvasst og blint. Ófært er á Fróðárheiði. Slæmt ferðaveður er á Vestfjörðum og eru flestir fjallvegir enn ófærir en þó er orðið fært yfir Gemlufallsheiði en þar er þæfingsfærð og mjög hvasst og blint. Vegurinn yfir Hálfdán er lokaður vegna óveðurs og umferðaróhapps.Í Norðurlandi er hálka á flestum vegum og víðast hvar mjög hvasst. Ófært er á Öxnadalsheiði og á Mývatnsöræfum en unnið að hreinsun. Flughálka er í Þistilfirði og við Bakkaflóa.Þæfingsfærð er á Háreksstaðaleið en annars hálka er á flestum leiðum á Austurlandi en þó er flughálka í Hjaltastaðaþinghá. Enn er ófært á Vopnafjarðarheiði en þar er óveður. Hálka er á nokkrum köflum með suðausturströndinni.
Veður Tengdar fréttir Búist við ofsaveðri með morgninum Búist er við stormi eða jafnvel ofsaveðri í Skagafirði og Eyjafirði með morgninum með allt að 40 metra á sekúndu meðalvindi og upp í 50 metra í hviðum. 16. febrúar 2016 06:58 Fylgstu með óveðrinu „í beinni“ Veðurstofan spáir stormi eða roki, meira en 20 metrum á sekúndu, á norðan og norðanverðulandinu nú fyrri hluta dags. 16. febrúar 2016 07:26 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Búist við ofsaveðri með morgninum Búist er við stormi eða jafnvel ofsaveðri í Skagafirði og Eyjafirði með morgninum með allt að 40 metra á sekúndu meðalvindi og upp í 50 metra í hviðum. 16. febrúar 2016 06:58
Fylgstu með óveðrinu „í beinni“ Veðurstofan spáir stormi eða roki, meira en 20 metrum á sekúndu, á norðan og norðanverðulandinu nú fyrri hluta dags. 16. febrúar 2016 07:26