Grátandi Ronda: Ég íhugaði að taka eigið líf Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. febrúar 2016 16:00 Ronda Rousey talaði í fyrsta sinn opinberlega af einlægni um tapið gegn Holly Holm í desember á síðasta ári þegar hún heimsótti Ellen Degeneres í spjallþátt hennar í dag. Ronda var rotuð af Holly Holm en úrslitin eru ein þau óvæntustu í sögu UFC. Fram að tapinu gat engin snert Rondu í hringnum. „Þetta var þriðji titilbardaginn minn á níu mánuðum sem er eitthvað sem hefur aldrei áður verið gert. Ég nota það samt ekki sem afsökun. Mér fannst ég vera þreytt, en ég hef alveg verið þreyttari en ég var þarna,“ sagði Ronda sem lýsti svo hvernig hún missti allan mátt eftir fyrsta höggið hjá Holm. „Fyrsta höggið skar allan munninn á mér og losaði um tennurnar. Strákar berjast fimm sinnum fimm mínútna lotum og ekkert svona gerist. Þetta voru bara örlögin.“ „Mér leið eins og ég sá ekki neitt. Ég hafði ekki dýptarskyn og áttaði mig ekki á hversu langt var á milli handar minnar og andlitsins. Ég man ekki eftir stórum hluta bardagans,“ sagði Ronda. Ronda sagði frá því hvernig heilinn hætti að virka og hún óttaðist að hún gæti ekki barist aftur. „Ég sat í horninu í sjúkraherberginu og hugsaði: Hvað er ég ef ég get ekki stundað þetta áfram? Ég sat þarna og íhugaði að taka eigið líf. Mér fannst ég ekki vera neitt og vissi ekki hvað ég ætti að gera. Það er öllum sama um mig ef ég er ekki þetta áfram,“ sagði Ronda, en það var kærasti hennar sem kom henni í gegnum allt saman. „Ég leit á Travis og hugsaði að ég þarf að eignast börn með honum og því halda mér á lífi. Þetta var það sem ég hugsaði. Ég veit ekki hvort ég hefði komist í gegnum þetta án hans,“ sagði Ronda Rousey. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Ronda byrjuð að æfa á nýjan leik Ein óvæntustu úrslitin í sögu UFC komu síðasta nóvember þegar Holly Holm rotaði Rondu Rousey á eftirminnilegan hátt. 12. febrúar 2016 23:15 Holly og Ronda mætast væntanlega næsta sumar Holly Holm er búin að skrifa undir nýjan samning við UFC en keppir ekki næst við Rondu Rousey. 5. janúar 2016 17:45 Ronda snýr ekki aftur í júlí Mikið að gera hjá Rondu Rosey í kvikmyndabransanum þannig hún berst ekki í júlí eins og til stóð. 13. janúar 2016 13:00 Ronda verður nakin í Sports Illustrated Íþróttatímaritið Sports Illustrated hefur staðfest að bardagakonan Ronda Rousey verði nakin í sundfatahefti ársins í ár. 7. janúar 2016 23:15 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Bikarævintýri Fram heldur áfram Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Aldarfjórðungs ferli á enda: Öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Sjá meira
Ronda Rousey talaði í fyrsta sinn opinberlega af einlægni um tapið gegn Holly Holm í desember á síðasta ári þegar hún heimsótti Ellen Degeneres í spjallþátt hennar í dag. Ronda var rotuð af Holly Holm en úrslitin eru ein þau óvæntustu í sögu UFC. Fram að tapinu gat engin snert Rondu í hringnum. „Þetta var þriðji titilbardaginn minn á níu mánuðum sem er eitthvað sem hefur aldrei áður verið gert. Ég nota það samt ekki sem afsökun. Mér fannst ég vera þreytt, en ég hef alveg verið þreyttari en ég var þarna,“ sagði Ronda sem lýsti svo hvernig hún missti allan mátt eftir fyrsta höggið hjá Holm. „Fyrsta höggið skar allan munninn á mér og losaði um tennurnar. Strákar berjast fimm sinnum fimm mínútna lotum og ekkert svona gerist. Þetta voru bara örlögin.“ „Mér leið eins og ég sá ekki neitt. Ég hafði ekki dýptarskyn og áttaði mig ekki á hversu langt var á milli handar minnar og andlitsins. Ég man ekki eftir stórum hluta bardagans,“ sagði Ronda. Ronda sagði frá því hvernig heilinn hætti að virka og hún óttaðist að hún gæti ekki barist aftur. „Ég sat í horninu í sjúkraherberginu og hugsaði: Hvað er ég ef ég get ekki stundað þetta áfram? Ég sat þarna og íhugaði að taka eigið líf. Mér fannst ég ekki vera neitt og vissi ekki hvað ég ætti að gera. Það er öllum sama um mig ef ég er ekki þetta áfram,“ sagði Ronda, en það var kærasti hennar sem kom henni í gegnum allt saman. „Ég leit á Travis og hugsaði að ég þarf að eignast börn með honum og því halda mér á lífi. Þetta var það sem ég hugsaði. Ég veit ekki hvort ég hefði komist í gegnum þetta án hans,“ sagði Ronda Rousey. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Ronda byrjuð að æfa á nýjan leik Ein óvæntustu úrslitin í sögu UFC komu síðasta nóvember þegar Holly Holm rotaði Rondu Rousey á eftirminnilegan hátt. 12. febrúar 2016 23:15 Holly og Ronda mætast væntanlega næsta sumar Holly Holm er búin að skrifa undir nýjan samning við UFC en keppir ekki næst við Rondu Rousey. 5. janúar 2016 17:45 Ronda snýr ekki aftur í júlí Mikið að gera hjá Rondu Rosey í kvikmyndabransanum þannig hún berst ekki í júlí eins og til stóð. 13. janúar 2016 13:00 Ronda verður nakin í Sports Illustrated Íþróttatímaritið Sports Illustrated hefur staðfest að bardagakonan Ronda Rousey verði nakin í sundfatahefti ársins í ár. 7. janúar 2016 23:15 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Bikarævintýri Fram heldur áfram Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Aldarfjórðungs ferli á enda: Öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Sjá meira
Ronda byrjuð að æfa á nýjan leik Ein óvæntustu úrslitin í sögu UFC komu síðasta nóvember þegar Holly Holm rotaði Rondu Rousey á eftirminnilegan hátt. 12. febrúar 2016 23:15
Holly og Ronda mætast væntanlega næsta sumar Holly Holm er búin að skrifa undir nýjan samning við UFC en keppir ekki næst við Rondu Rousey. 5. janúar 2016 17:45
Ronda snýr ekki aftur í júlí Mikið að gera hjá Rondu Rosey í kvikmyndabransanum þannig hún berst ekki í júlí eins og til stóð. 13. janúar 2016 13:00
Ronda verður nakin í Sports Illustrated Íþróttatímaritið Sports Illustrated hefur staðfest að bardagakonan Ronda Rousey verði nakin í sundfatahefti ársins í ár. 7. janúar 2016 23:15
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn