Tengdapabbi Murray hneig niður vegna slæms sushi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2016 15:00 Hugað að Nigel Sears á Opna ástralska. Vísir/Getty Nigel Sears, tengdafaðir tenniskappans Andy Murray og tennisþjálfari, segir að of mikið hafi verið gert úr því þegar hann hneig niður á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í síðustu viku. Sears er þjálfari hinnar serbnesku Önu Ivanovic og var að horfa á hana spila á mótinu þegar hann hneig skyndilega niður í áhorfendastúkunni. Hann var fluttur á brott í sjúkrabíl og þurfti að gera hlé á viðureigninni á meðan. Samtímis var Murray að spila og fékk hann ekki fregnir af þessu fyrr en að henni lokinni. „Ég held að ég hafi ekki verið úrvinda eða reyna of mikið á mig,“ sagði Sears í viðtali við breska fjölmiðla. „Ég veit að þetta var mikið í fréttum hér heima en þetta var virkilega skrýtið allt saman og mér þykir leitt að hafa valdið fólki óþarfa áhyggjum.“Ana Ivanovic.Vísir/Getty„Í sannleika sagt finnst mér ég vera hálfgerður loddari út af þessu,“ bætti hann við. Enn er ekki vitað með fullvissu hvað olli því að Sears hneig niður en sjálfur telur hann að um matareitrun hafi verið að ræða. „Ég hafði borðað sushi tíu daga í röð í Melbourne og mér leið vel. En ætli líkurnar séu ekki á því að maður fái einn slæman fiskbita þegar maður borðar svo mikið af sushi.“ Dóttir Sears, Kim, var ólétt þegar atvikið átti sér stað en hún eignaðist dóttur fyrir stuttu síðan. Ivanovic var að keppa við hina bandarísku Madison Keyes þegar þjálfari hennar hneig niður og tapaði viðureigninni eftir að hafa unnið fyrsta settið. Tennis Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira
Nigel Sears, tengdafaðir tenniskappans Andy Murray og tennisþjálfari, segir að of mikið hafi verið gert úr því þegar hann hneig niður á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í síðustu viku. Sears er þjálfari hinnar serbnesku Önu Ivanovic og var að horfa á hana spila á mótinu þegar hann hneig skyndilega niður í áhorfendastúkunni. Hann var fluttur á brott í sjúkrabíl og þurfti að gera hlé á viðureigninni á meðan. Samtímis var Murray að spila og fékk hann ekki fregnir af þessu fyrr en að henni lokinni. „Ég held að ég hafi ekki verið úrvinda eða reyna of mikið á mig,“ sagði Sears í viðtali við breska fjölmiðla. „Ég veit að þetta var mikið í fréttum hér heima en þetta var virkilega skrýtið allt saman og mér þykir leitt að hafa valdið fólki óþarfa áhyggjum.“Ana Ivanovic.Vísir/Getty„Í sannleika sagt finnst mér ég vera hálfgerður loddari út af þessu,“ bætti hann við. Enn er ekki vitað með fullvissu hvað olli því að Sears hneig niður en sjálfur telur hann að um matareitrun hafi verið að ræða. „Ég hafði borðað sushi tíu daga í röð í Melbourne og mér leið vel. En ætli líkurnar séu ekki á því að maður fái einn slæman fiskbita þegar maður borðar svo mikið af sushi.“ Dóttir Sears, Kim, var ólétt þegar atvikið átti sér stað en hún eignaðist dóttur fyrir stuttu síðan. Ivanovic var að keppa við hina bandarísku Madison Keyes þegar þjálfari hennar hneig niður og tapaði viðureigninni eftir að hafa unnið fyrsta settið.
Tennis Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira