Stjórnarherrarnir hafa hlunnfarið aldraða og öryrkja! Björgvin Guðmundsson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Hvaða leyfi hafa stjórnarherrarnir, Sigmundur Davíð og Bjarni, til þess að halda kjörum lífeyrisþega niðri? Fengu þeir eitthvert umboð til þess í síðustu kosningum að hlunnfara aldraða og öryrkja á sama tíma og allir aðrir í þjóðfélaginu fá miklar kjarabætur? Var það ekki þveröfugt? Sögðust þeir ekki ætla að stórbæta kjör lífeyrisþega? Ég man ekki betur. Bjarni Benediktsson skrifaði eldri borgurum bréf fyrir síðustu alþingiskosningar og lofaði, að afnema allar tekjutengingar í kerfi almannatrygginga. Hvað þýddi það? Jú, það þýddi eftirfarandi: Að hætta að skerða tryggingabætur TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Það hefði verið mikil kjarabót, ef hann hefði staðið við það. Bjarni sveik loforðið! Hætta að skerða tryggingabætur hjá TR vegna fjármagnstekna. Sveik það loforð líka. Afnema alla skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna. En hann sveik það líka!Lofað að leiðrétta kjaragliðnunina Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013 var eftirfarandi samþykkt: Ellilífeyrir verði leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir,sem orðið hafa á lægstu launum frá 2009. Þarna er engin tæpitunga töluð. Því er lofað, að ellilífeyrir verði leiðréttur vegna launahækkana, ekki seinna heldur strax. En núna tæplega þremur árum seinna er ekkert farið að gera í að efna þetta loforð. Bjarni Benediktsson var formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar þetta var samþykkt 2013 og hann er formaður flokksins enn þá. Hann ber því fulla ábyrgð á þessu loforði og efndum þess. M.ö.o. Bjarni lofaði að hækka lífeyri aldraðra til samræmis við þær hækkanir, sem orðið hefðu á lægstu launum 2009-2013. En hann hefur ekki aðeins svikið það heldur einnig bætt um betur og haldið kjörum aldraðra og öryrkja niðri á síðasta ári, þegar allar aðrar stéttir fengu miklar launahækkanir. Bjarni lét sem fjármálaráðherra framhaldsskólakennara fá 44% launahækkun!Hann lét lækna fá 40% kauphækkun og þannig mætti áfram telja.Hungurlús afgreidd Ríkið ruddi brautina fyrir gífurlegum launahækkunum. En þegar kom að öldruðum og öryrkjum var fyrst sagt nei en síðan afgreidd hungurlús. Þó voru það einmitt lífeyrisþegar, sem Bjarni og raunar Sigmundur einnig lofuðu að bæta kjörin mest hjá í þingkosningunum 2013. Verkafólk fékk 14,5% hækkun lágmarkslauna 1. maí 2015. Fiskvinnslufólk fékk 30% hækkun byrjunarlauna og ráðherrarnir sjálfir, þingmenn og embættismenn fengu mikla launahækkun frá 1. mars 2015. (Ráðh. 116 þús. kr. á mánuði.) En þeir Bjarni og Sigmundur Davíð ákváðu, að aldraðir og öryrkjar skyldu ekki fá neina hækkun í 8 mánuði eftir launahækkanir vorsins 2015. Þeir skyldu fyrst fá hækkun 2016 og þá miklu minni hækkun en launþegar eða 9,7% hækkun í stað 14,5%. Með þessari ákvörðun var verið að stórskerða kjör lífeyrisþega og í rauninni að framkvæma nýja kjaragliðnun. Þannig „efndu“ leiðtogarnir öll loforðin, sem þeir gáfu kjósendum fyrir kosningar 2013. Í stað þess að efna loforðin við lífeyrisþega voru aldraðir og öryrkjar hlunnfarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Hvaða leyfi hafa stjórnarherrarnir, Sigmundur Davíð og Bjarni, til þess að halda kjörum lífeyrisþega niðri? Fengu þeir eitthvert umboð til þess í síðustu kosningum að hlunnfara aldraða og öryrkja á sama tíma og allir aðrir í þjóðfélaginu fá miklar kjarabætur? Var það ekki þveröfugt? Sögðust þeir ekki ætla að stórbæta kjör lífeyrisþega? Ég man ekki betur. Bjarni Benediktsson skrifaði eldri borgurum bréf fyrir síðustu alþingiskosningar og lofaði, að afnema allar tekjutengingar í kerfi almannatrygginga. Hvað þýddi það? Jú, það þýddi eftirfarandi: Að hætta að skerða tryggingabætur TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Það hefði verið mikil kjarabót, ef hann hefði staðið við það. Bjarni sveik loforðið! Hætta að skerða tryggingabætur hjá TR vegna fjármagnstekna. Sveik það loforð líka. Afnema alla skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna. En hann sveik það líka!Lofað að leiðrétta kjaragliðnunina Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013 var eftirfarandi samþykkt: Ellilífeyrir verði leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir,sem orðið hafa á lægstu launum frá 2009. Þarna er engin tæpitunga töluð. Því er lofað, að ellilífeyrir verði leiðréttur vegna launahækkana, ekki seinna heldur strax. En núna tæplega þremur árum seinna er ekkert farið að gera í að efna þetta loforð. Bjarni Benediktsson var formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar þetta var samþykkt 2013 og hann er formaður flokksins enn þá. Hann ber því fulla ábyrgð á þessu loforði og efndum þess. M.ö.o. Bjarni lofaði að hækka lífeyri aldraðra til samræmis við þær hækkanir, sem orðið hefðu á lægstu launum 2009-2013. En hann hefur ekki aðeins svikið það heldur einnig bætt um betur og haldið kjörum aldraðra og öryrkja niðri á síðasta ári, þegar allar aðrar stéttir fengu miklar launahækkanir. Bjarni lét sem fjármálaráðherra framhaldsskólakennara fá 44% launahækkun!Hann lét lækna fá 40% kauphækkun og þannig mætti áfram telja.Hungurlús afgreidd Ríkið ruddi brautina fyrir gífurlegum launahækkunum. En þegar kom að öldruðum og öryrkjum var fyrst sagt nei en síðan afgreidd hungurlús. Þó voru það einmitt lífeyrisþegar, sem Bjarni og raunar Sigmundur einnig lofuðu að bæta kjörin mest hjá í þingkosningunum 2013. Verkafólk fékk 14,5% hækkun lágmarkslauna 1. maí 2015. Fiskvinnslufólk fékk 30% hækkun byrjunarlauna og ráðherrarnir sjálfir, þingmenn og embættismenn fengu mikla launahækkun frá 1. mars 2015. (Ráðh. 116 þús. kr. á mánuði.) En þeir Bjarni og Sigmundur Davíð ákváðu, að aldraðir og öryrkjar skyldu ekki fá neina hækkun í 8 mánuði eftir launahækkanir vorsins 2015. Þeir skyldu fyrst fá hækkun 2016 og þá miklu minni hækkun en launþegar eða 9,7% hækkun í stað 14,5%. Með þessari ákvörðun var verið að stórskerða kjör lífeyrisþega og í rauninni að framkvæma nýja kjaragliðnun. Þannig „efndu“ leiðtogarnir öll loforðin, sem þeir gáfu kjósendum fyrir kosningar 2013. Í stað þess að efna loforðin við lífeyrisþega voru aldraðir og öryrkjar hlunnfarnir.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar